Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Síða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Síða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 13. júlí 2000 Embla æfir í Eyium EMBLA bregður á leik. F.v. Kristín, KK, Bára og Diddi fiðla. Þjóðlagahópurinn Embla, sem stofnaður var í mars á þessu ári, var við æfingar í Eyjum nú í vikunni, en hópurinn mun skemmta á þjóð- lagahátíð á Siglufirði sem standa mun frá þriðjudegi 18. og fram á sunnudaginn 23. júlí. Meðlimir Emblu eru Bára Grímsdóttiir tón- skáld, stjórnandi Samkórs Vest- mannaeyja og tónlistarkennari, Diddi liðla, þjóðlagafrömuður og Vestmannaeyingum að góðu kunnur sem tónlistarkennnri í Barnaskólanum, KK blúsfrömuður með meiru og Kristín Ólafsdóttir söngkona og þjóðlagaflytjandli til margra ára og meðlimur í Bragabót ásamt KK og Didda. Þau sögðu Emblu komna til þess að vera og að hún ætti vonandi eftir að setja mark sitt á framgang þjóðlaga- tónlistar á Islandi í framtíðinni, „Þó enginn viti hvar hann kemur til með að dansa næstu jól, eins og stendur í gömlum texta,“ sagði Diddi. „Það eru margar hugmyndir í gangi, en meðal þess sem er frágengið er tónleikaferð til Bretlands í október og einnig mun- um við fara í hljóðver í haust.“ KK sagði mjög áhugavert að grúska í þjóðlagaarfinum og að mikil vakning væri meðal tónlistarmanna um að virkja þann góða merg sem þar væri að finna. „Viljinn hjá Emblu er að sá fræjum íslenskrar menningararfjeifðar í alþýðuhjörtu allra aldurhópa á íslandi og kannski ekki síst þeirra sem yngst eru.“ Embla flytur ekki eingöngu foma tónmennt úr börkum sínum heldur leikur hún og á hljóðfæri fom og ný, og meðal hljóðfæra sem Embla leikur á eru íslensk fiðla, harpa, gítarar og ýmis ásláttarhljóðfæri. Diddi sagði að heimildir væm til um íslenska fiðlu bæði hjá Inúítum í Kanada og í landnámsbyggðum norrænna manna á Grænlandi. Einnig segir frá því í fornum handritum að fiðlu og hörpu- leikur hafi verið stundaður á Islandi til foma. „Það er kannski gaman frá því að segja að fundist hefur stóll af íslenskri fiðlu úr rostungstönn í land- námsbyggðum norrænna manna á Grænlandi og nú er ég að láta smíða slíkan stól fyrir mig á mína íslensku fiðlu, en Ámi Johnsen lét mér í té rostungstönn til smíðarinnar." Bára fær frábæra dóma Meðlimir Emblu koma því víða við í að kynna tónlistararfinn og gaman að geta þess hér að á sumartónleikum í Skálholtskirkju um síðustu helgi vom meðal annars flutt kórverk eftir Bám Grímsdóttur af sönghópnum Hljóm- eyki. En Bára er annað tveggja staðartónskálda Skálholts á þessu ári Tvö verkanna sem flutt vom eftir Bám byggir hún á gamalli íslenskri trúarlegri tónlist, en önnur verk sem flutt vom eftir hana vom fmmsmíð hennar. í tónlistardómi í Morgunblað- inu síðastliðinn þriðjudag fór Jón Ásgeirsson, tónlistargagnrýnandi blaðsins, mörgum fögmm orðum um tónsmíðar Bám. Segir þar meðal annars: „Efþaðerréttaðmargtsélíkt með kórtónlist og kammertónlist verður að segjast eins og er, að svo góð kórtónlist sem flutt var eftir Bám er til vitnis um að hún er ekki aðeins efnilegt tónskáld, heldur frábært." Og síðar: „Með þessum tónleikum hefur Bára Grímsdóttir kvatt sér hljóðs og allir hlusta í andakt, því þar fer saman málsnilld og sterk innlifun.“ Bám er ekki í kot vísað með þessum um- sögnum og Vestmannaeyingar mega vel við una, ef ekki vera fullkomlega sáttir við að slíkur tónlistarmaður skuli vera búsettur í Eyjum og kenna ungviðinu tónmenntimar. Ólafur bæjartæknifræðingur í ævintýraferð: Siglir með víkingaskipi frá Noregi til Eyja Ólafur Ólafsson bæjartæknifræð- ingur hefur þegið boð um að sigla með víkingaskipi frá Noregi til Vestmannaeyja. Tilgangurinn er að minnast siglingar Hjalta Skeggja- sonar og Gissurar hvíta þegar þeir héldu frá Norcgi til Islands til að boða landanum kristna trú og höfðu með sér kirkjuvið í far- teskinu. Víkingaskipið heitir Hvidserk og er 18 metra knörr en slík voru flutningaskip víkinganna. Lagt verður upp frá Háholmen sem er sunnan við Kristjanssand þann 19. júlí og er áætlað að koma til Eyja 28. júlí, daginn áður en stafkirkjan verður vígð. Skipstjóri er Ragnar Thorseth sem á skipið en sigldi Gaju á sínum tíma. „Byrjað verður á sigla til Færeyja og verður komið við í Kirkjubæ. Þaðan verður svo siglt til Vestmanna- eyja sem er eini viðkomustaðurinn á Islandi," sagði Ólafur í samtali við Fréttir. Hann segir hugmyndin sé komin frá Sverre Sörengaard framkvæmdastjóra Stok og Sten sem byggir stafkirkjuna. „Tilgangurinn er að endurtaka sigl- ingu Hjalta og Gissurar nú 1000 árum seinna og tengja hana vígslu staf- kirkjunnar. Því eins og alþjóð veit fluttu þeir félagar við í kirkju sem reist var í Vestmannaeyjum." I áhöfninni verða níu manns, átta Norðmenn og Ólafur. Hann segist aldrei hafa migið í saltan sjó en hann lét það ekki aftra sér þegar Ragnar bauð honum að sigla með Hvidserk. „Maður fær ekki svona tilboð nema einu sinni á ævinni þannig að ég stóðst ekki mátið. Eg er því hæfilega spenntur. Eg læt nægja að sigla til íslands en héðan fer knörrinn með fjóra íslenska hesta til Noregs,“ sagði Ólafur að lokum. Hægt er að nálgast heimasfðu leið- angursins á slóðinni haholmen.no 10.000. lúpínan á þessu ári var gróðursett á Nýjahruninu í síðustu viku. Krakkarnir í vinnuskólanum hafa í sumar unnið að hreinslun, snyrtingu og gróðursetningu vítt og breitt um Heimaey og er gróðursetning lúpínu meðai verkefna. ROTARYklúbbur Vestmannaeyja hefur lagt gróður- og trjárækt lið á hverju ári og ekki var brugðið út af venjunni í ár. Klúbbfélagar gróðursettu að þessu sinni trjáplöntur í Hraunskógi sem koma á upp á Nýja hrauninu. FLUGFELAG ISLANDS Sumaráætlun gildir til 1. október Fjórar ferðir á dag Bókanir og upplýsingar um flug í s. 481 3300 www.flugfelag.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.