Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Page 10

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Page 10
Uppsetning: Jón Helgi - Texti: Benedikt Gestsson - Myndir: Guðmundur Ásmundsson/Fréttir Anita Ársælsdóttir íris Dögg Konráðsdóttir Anita Ársælsdóttir er fædd 25. ágúst 1981 í Svíþjóð. Foreldrar hennar eru Sigrún Óskarsdóttir verslunarmaður og Ársæll Svelnsson, bygginga- meistarí og fyrrum fótboltakappi. Hún á eina systur, Karen sem er 25 ára og býr í Baltimore í Bandarikjunum. Þrátt fyrir að vera fædd í Svíþjóð segir Anita sig Vestmannaeying, enda bjó hún ekki nema þrjá mánuði með Svíum. Anita er í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og útskrifast af náttúrufræðibraut um jólin. Helstu áhugamál hennar eru allar fþróttir, ferðalög og ýmlss konar handiðn. Hún hefur alltaf unnið á sumrin i skóbúðinni þegar á þurfti að halda, hjá afa og ömmu, Axel Ó og Döddu skó, en í sumar er hún að vinna hjá Ólafi Tryggvasyni málarameista. Anita á kærasta, Sigurð Odd Friðriksson trésmíðanema. Heldurðu að þessi þriggja mánaða vera (Sviþjóð hafi sett eitthvert mark á tilveru þína á síðari árum? „Alls ekki. Hins vegar fylgist ég alltaf vel með Svíum þegar þeireru að keppa (einhverju á alþjóðavettvangi og held með þeim, nema þeir séu að keppa við íslendinga að sjálfsögðu. Égtel migekki Svía, heldur Vestmannaeying í húð og hár." Anita segir að hún hafi aldrei tekið þátt í keppnum sem þessum áður og hafi reyndar aldrei haft áhuga á slíku, en hvað kom þá til að þú ákvaðst að taka þátt í Sumarstúlkukeppninni núna? „Reyndar var ég í prófum þegar Dagmar hringdi ( mig og svaraði því ekki strax, en mig langaði að prófa eitthvað nýtt." Anita verður stúdent um jólin og segist hafa áhuga á að fara i nám (sjúkraþjálfun að loknu stúdentsprófi. „Ég hef haft mikinn áhuga á sjúkraþjálfun. Þetta er háskólanám sem krefst mikils. Ég verð þvi að fara til Reykjavíkur ef sá draumur á að rætast. Ég viðurkenni að ég er með dálitinn hnút f maganum að þurfa að fara frá Eyjum, því ég er mjög heimakær og kannski allt of heimakær. Reyndar þarf kærastinn að klára sitt nám í Reykjavik líka, þannig að við getum slegið Wær flugur í einu höggi, ef allt gengur eftir og guð lofar." Þú nefndir áðan að þú fylgdist með (þróttum, en hefur þú eitthvað tekið þátt i (þróttum? „Ég byrjaði í handbolta þegar ég var fimm ára en hætti í fyrra. Ég missti áhugan og langaði aðeins að hvíla mig á þessu. Handboltinn grípur mig alltaf annað slagið, svona í huganum að minnsta kosti. Hver veit nema ég byrji aftur. Einu sinni var ég Kka í fótbota, eins ótmlegt og það nú er, þá bannaði pabbi mér að vera í fótbolta. Hann sagði fótbolta ekki vera kvenlega (þrótt. Áhuginn var ekki það mikill að ég hlustaði á hann og ég sé ekkert eftir því. Ertu pólitfsk? „Ég get nú ekki sagt það, en ég fylgist nokkuð með samt, þó ég hafi aldrei tekið þátt í pólitísku starfi. Kannski er ég ekki orðin nógu gömul til þess að vera mjög pólitfsk, en ég hugsa að ég eigi eftir að gefa pólitik meiri gaum, þegar kemur að kosningum. En ég held að enginn flokkur eigi eftir að geta sagst eiga mig." Hvað er fegurð fyrir þér? „Fegurð fyrir mér? Ég fer eftir innri fegurð og hef alltaf gert það. Fólk fríkkar yfirleitt við nánari kynni, eða öfugt að mínu mati. Ég tek karakter fram yfir ytri fegurð." Anita segist ekki hafa pælt mikið íjafnréttismálum. „Það fer í taugarnar á mér, þegar þessar kven- réttindakerlingar em að röfla um allt og ekkert. Ég viðurkenni að það var óréttlæti áður fyrr, en ég held að þetta sé ágætt eins og það er í dag." Nú ertu að vinna hefðbundið karlastarf í sumar, geturðu séð jafnöldm þína i anda vinna við slíkt fyrir 20 ámm? „Nei ekki sé ég það í fljótu bragði, svo það hefur eitthvað miðað. Hins vegar hef ég alltaf verið töluverð strákastelpa í mér og vældi reyndar lengi í pabba að fá vinnu hjá honum, en skóbúðin varð hlutskipti mitt, þangað til nú. Ég er mjög ánægð að vera að mála hjá Olla Tryggva." Af því að þú ert að mála, ertu alltaf sátt við þann lit sem þú berð á flötinn? „Nei, það er ég ekki." Hvernig karakter ertu, svo ég spyrji þig hræðilegrar spurningar? „Ég held að ég sé trú sannfæringu minni og er kannski haldin fullkomnunaráráttu, sem er bæði kostur og galli, trúlega meiri galli held ég. Ég er hin fullkomna meyja." íris Dögg Konráðsdóttir er fædd í Vestmannaeyjum 6. júlí 1981. Foreldrar hennar eru Margrét Sveinsdóttir og Konráð Halldórsson, fósturfaðir hennar er Guðmundur Guðmundsson sjómaður. Hún á tvö systkini, Láru Dögg 20 ára og Arnar Svein 4 ára. íris Dögg segist ekki eiga neinn kærasta og segist vera fullkomlega sátt við það. „Maður er það ungur og kemur sér bara í vesen að standa í sliku." Hún er að vinna á Tanganum í sumar. íris Dögg hefur lokið grunnskólanum og Húsmæðraskólanum í Reykjavík og þegar hún er spurð að því hvort það sé ekki óvenjulegt að stelpur fari í húsmæðraskóla, segir hún að svo sé ekki. „Ég veit ekki hvað mig langar til að læra svo að þess vegna fór ég bara í húsmæðraskóla. Þetta er bara grundvallaratriði og rétt að taka þau fyrst. Ég hugsa alltaf öðru hvoru um að fara í framhaldsnám, en ég nenni ekki að fara í skóla á meðan ég veit ekki hvað ég vil læra. Ég væri til dæmis til í að læra Ijósmyndun, en er ekki viss." Helstu áhugamál írisar Daggar eru að ferðast, sjá nýja staði og liggja uppi i sófa, renna mér á línuskautum, hjóla, klifra og dansa." Af hverju tekur þú þátt í Sumarstúlkukeppninni? „Dagmar hafði samband við mig og bað mig um að vera með. Af hverju hún bað mig um að vera með frekar en einhvern annan veit ég hins vegar ekki. Hins vegar finnst mér það hrós fyrir mig að bjóða mér að vera með." Hefurðu eitthvað stundað (þróttir? „Ég hef æft frjálsar, en ég reyni að hreyfa mig sem allra minnst. Ég er frekar löt. Ef ég fæ að liggja ein í rúminu mínu þá er ég sátt, eða upp í sófa og horfa á vídeó, með popp ogkók." Hefurðu einhvem áhuga á pólitík? „Voðalega lítinn. Og mig langar ekki til að deila pólitískum skoðunum mínum með lesendum Frétta og ekki orð um það meir." Hvað er fegurð fyrir þér? „Það er það sem þér líkar við í hverri og einni persónu." Ertu rauðsokka? „Nei, það má bara hver og einn deila um sín mál. Ég er alveg sátt við að vera sú sem ég er, án þess að standa í þrætum um það í hvaða stétt eða stöðu ég á að vera. En ég stend á mínu þegar ég þarf þess." Þú sagðir að þú hefðir áhuga á að ferðast, hefurðu gert mikið af þvi? „Já ég hef farið til New York, Kaliforníu, Spánar, Kanaríeyja og var að vinna í Portúgal. Einnig hef ég komið á Kópasker, en ég fór þangað með vinkonu minni í fyrrahaust til þess að vinna í sláturhúsi. Það var alveg stórkostlegt og Kópasker er frábær staður, en ég fór þangað vegna þess að Kópasker er einna lengst frá Vestmannaeyjum hérna innanlands. Annars finnst mér gott að vera þar sem ég er hverju sinni." Hvernig em Vestmannaeyjar í samanburði við Kópasker, eða New York? „Mér finnst Vestmannaeyjar æðislegur staður. Fólk er kannski dálítið hart og fordómar í því og dálítið slúður í gangi. Vestmannaeyingar em líka sér þjóðflokkur út af fyrir sig. Það em engir eins og Vestmannaeyingar. Hvemig heldurðu að Vestmannaeyingar myndu taka sig út ef þeir yrðu fluttir á einu bretti til New York til þess að eiga heima þar í einni götu? „Ég held að það væri alveg eins hægt að láta sprengju falla þar." íris Dögg segist vera bjartsýn á framtíð Vestmannaeyja. „Ég held að það eigi alltaf eftir að vera líf og §ör í Eyjum. Sumir fara og aðrir koma, eins og gengur." Hvernig pesrónuleiki ertu? „Ég er opin og hreinskilin, annars held ég að betra sé að aðrir dæmi um kosti mína og galla."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.