Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Page 11

Fréttir - Eyjafréttir - 13.07.2000, Page 11
Jóhanna Björk Guðmundsdóttir Agnes Ósk Þorsteinsdóttir Jóhanna Björk Guðmundsdóttir er fædd í Vestmannaeyjum 17. nóvember 1980. Foreldrar hennar eru Hrafnhildur Sigurðardóttir og Guðmundur Ólafsson. Jóhanna á tvær systur, Ingibjörgu, fjórtán ára og Önnu Mary þriggja ára. Jóhanna er á lausu og segist ekki standa í neinu kærastaveseni, þó stundum komi yfir hana að ágætt gæti verið að eiga einn. „Ég örvænti samt ekkert," segir hún og hlær. Helstu áhugamáljóhönnu eru að teikna með blýanti ogað skemmta sér með vinum sínum. Aðallega segist hún teikna tattúmyndir, enda segist hún vera mikil áhugamanneskja um tattú ogsé með tværtattúmyndir á sér sem hún hefur teiknað sjálf. Myndlistaráhugi hennar er ekki eingöngu bundinn við tattú heldur og aðra myndlist, þó að hún sé ekki að vinna í öðrum listformum. Jóhanna Björk er með grunnskólapróf og hefur lokið einu ári í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Jóhanna Björk er atvinnulaus sem stendur." Hefurðu einhvern áhuga á að mennta þig frekar? „Ég veit það ekki, en ef ég færi í skóla þá hefði ég áhuga á að fara í listaskóla." Hefurðu áður tekið þátt í sambærilegri keppni og Sumarstúlkukeppninni? „Nei aldrei, en ég tek þátt í þessari keppni núna til þess að hafa gaman af því og af því að ég er Vestmannaeyingur, nú svo er fritt í lampann. Annars er ég frekar feimin og ekki mikið fyrir að standa á sviði fyrir framan fullt af fólki." Jóhanna Björk segist ekki hafa miking áhuga á íþróttum, en hann hafi þó verið til staðar þegar hún var yngri. „Ég æfði frjálsar og var aðeins í fótbolta. Einu sinni tók ég þátt i Gogga galvaska móti, en sló þó engin met þar. Ég og vinir minir spilum þó stundum fótbolta á kvöldin og förum á línuskauta, en ég hef engan áhuga á að æfa íþróttir núna." Hefurðu áhuga á pólitík? „Nei ég hef lítinn áhuga á henni og hef ekkert gefið henni gaum, svo ég svara þessu með einu Neii." Hvað er fegurð fyrir þér? „Fyrir mér er fegurð mjög margt og veit ekki nákvæmlega hvað. Þó tekur fegurðin í mínum huga yfir listir og fólk. En að skilgreina hana getur verið erfitt og bara eðlilegt að hver og einn geri það fyrir sig á sinn hátt." Pælirðu eitthvað í jafnréttismálum kynjanna? „Nei ég spái lítið í slíka hluti, ef þá nokkuð." Þú sagðist ekkert vera að vinna í augnablikinu, hvemig líður þá dagurinn hjá þér í stórum dráttum? „Ég er að passa yngstu systur mína og sé um húsið hjá mömmu. En auðvitað er maður frekar blankur fyrir vikið, en þetta bjargast allt saman." Hvers konar samfélag er Vestmannaeyjar? „Mér finnst það gott, þó að það sé ekki gott að vera atvinnulaus í Eyjum, en það er voða fínt að vera héma. Ég hef aldrei búið íReykjavík, en kíkt í heimsókn þangað. Reyndar gerði ég heiðarlega tilraun til þess að flytja þangað, en entist bara í þijár vikur. Ég ætlaðið að flytja með vinkonu minni en það gekk ekki. Svo ég skrifa upp á þau fleygu orð að heima sé alltaf best." Jóhanna Björk segist vera bjartsýn á framtíð Vestmannaeyja. „Ég held að framtíðin sé björt fyrir Eyjar, en ef ég myndi flytja héðan myndi ég fara á einhvem stað sem er svipaður og Eyjar. Að minnsta kosti held ég að ég myndi ekki flytja til Reykjavikur. En ég reyni að vera bjartsýn, stundum er það þó erfitt." Hvernig persóna ertu? „Ég held ég leyfi öðmm að dæma um það. Við getum hugsanlega sagt að ég sé þunglynd listamannatýpa og kannski sker ég mig eitthvað úr vegna klæðnaðar og að því leyti er ég ekki feimin. Ég klæði mig bara eins og ég er og mér finnst þægilegast." Agnes Ósk Þorsteinsdóttir er fædd í Vestmannaeyjum 8. september 1982. Foreldrar hennar eru Jóna Lárusdóttir, húsmóðir og Þorsteinn Guðmundsson, sjómaður. Agnes á tvær systur, Sigrfði Láru og Valgerði, sem eru báðar eldri en hún. Agnes Ósk er laus og liðug. Helstu áhugamál Agnesar Óskar eru að vera í góðum vinahóp, skemmta sér og kynnast nýju fólki Agens Ósk tók »■ þátt í fegurðarsamkeppninni Ungfrú fsland.is, en auk þess var hún sumarstúlka Eskimomodels og Bylgjunnar í fyrra. Agnes hefur verið á skrá hjá Eskimomodels og finnst mjög gaman að starfa sem sýningarstúlka. Hún er að læra hárgreiðslu og er nú á samningi hjá Nönnu Leifs og vinnur á hárgreiðslustofu hennar, EnnEII í Eyjum. Agnes segist því hafa ágæta reynslu af sambærilegi keppni, en segir samt að sigur hennar í Sumar- stúlkukeppni Vestmannaeyja sé ekki vis þrátt fyrir það. „Það eiga allir séns sem taka þátt í henni," segir Agnes Ósk og brosir s(nu blíðasta. Agnes Ósk segir að ástæða þáttöku hennar í fegurðarsamkeppni hingað til sé vegna þess að hún hafi verið beðin um það. „Það er alltaf gaman að taka þátt ef mórallinn er góður og kynnast nýju fólki, þvi það er mikill og góður félagsskapur I kringum þetta. Einnig hafa vinkonur mínar tekið þátt og maður hefur kannski fylgt þeim. En fyrst og fremst er að hafa gaman af þessu." Hefurðu tekið þátt i (þróttum? „Bara fótbolta og aðeins handbolta, en ekkert núna. Það má kannski segja að ég hafi misst áhugann, én mér finnst nú samt gaman að fylgjast með fótboltanum oghandboltanum. Þetta er hins vegar alltaf spurning um tíma hverju maður getur fylgst með." Hugsarðu eitthvað um stjórnmál? „Nei ekki neitt og aldrei starfað í slíkum samtökum." Hvað er fegurð fyrir þér? „Fegurð og útgeislun kemur innan frá. Hins vegar snýst fegurð ekki bara um manneslguna heldur margt annað, til dæmis landið. Hvað um jafnrétti kynjana, ertu mjög meðvituð um jafnrétti kynjanna? „Ég spái nú ekki mikið í þetta, en mér finnst að kynin eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Það er atriði sem ekki hefu náðst í gegn að fullu enn þá. Að öðru leyti held ég að jafréttisbaráttan hafi náð tilgangi sínum." Hvernig persónuleiki ertu? „Ég held að ég sé nokkuð opin, en ég get llka verið afskaplega þrjósk og þrjóskuna held ég að ég hafi fengið frá pabba minum. Ég er Kka jákvæð, og held að ég hafi ekki meira um þetta að seg|a." Hvemig samfélag finnst þér Vestmannaeyjar vera og hvernig sérðu framtíð þeirra. Nú hefur þú Kka samanburð við Reykjavík, því þú hefurverið þar í skóla? „Mér finnst mjög gott að vera í Eyjum, fólkið er viðkunnanlegt og allir þekkja alla. Ég hef hins vegar ekkert á móti Reykjavík og hefði ekkert á móti því að búa þar. Það sem heldur í mann í Eyjum eru foreldrar manns vinir og fjölskyldan. Ef hér væm fjölbreyttari möguleikar til náms, þá held ég fólki myndi ekki fækka eins hérna. Ég hef ágætis trú á framtíð Vestmannaeyja, sér í lagi ef bærinn kemur með eitthvað til að auka fjölbreytnina í atvinnulífinu, þá held ég að Vestmannaeyjar eigi góða framtíð fyrir sér." Nú ertu mikið í hárinu á fólki, hefur kúnninn alltaf rétt fyrir sér? „Maður gerir að sjálfsögðu það sem kúnninn biður um, en ef maður telur sig vita betur og að óskir hans komi ekki til með að fara honum, þá reynir maður að fá hann ofan af þv(, eða fara einhverja millileið. I skólanum læmm við framkomu við kúnnann og ýmislegt gagnlegt sem nýta má utan vinnutfma í þv( sambandi."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.