Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 07.09.2000, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 07.09.2000, Qupperneq 4
4 Fréttir Fimmtudagur 7. septemberss 2000 Bókvitið íoskanc, guð er ennþá dauður Friedrich Nietzsche er einn þeirrra snillinga sem sett hefur mark sitt á hugmyndasögu 19. aldar. Rit hans, Svo mælti Zaraþústra - Bók fyrir alla og engan, kom út á árunum 1883 - 1885 og vakti þá þegar nokkra athygli, þó að hún hafi ekki orðið höfundi sínum sá hróður sem hann vonaði, en allt um það varð bókin umdeild mjög og kannski er það aðal góðra bóka. Bókin kom út á íslensku árið 1996 í þýðingu Jóns Ama Jónssonar með inngangi eftir Sigríði Þorgeirsdóttur. I inngangi bókarinnar kemst Sigríður meðal annars svo að orði og vitnar í orð Nietzsche þar sem hann segir að Zaraþústra sé forsalur að heimspeki sinni. En Zaraþústra er ekki aðeins óvenjulegt heimspekirit, heldur er einnig vandkvæðum bundið að stað- setja það bókmenntafræðilega. Verkið er frásögn með atburðarás, en líklega er því best lýst sem eins konar lærdómskvæði, enda fékk Nietzsche ómælda útrás fyrir skáldgáfuna við samningu þess. Hann segist hafa samið hana í rokum og að ritið sé til orðið undir sterkum innblæstri sem hann útmálar sem díonýsiska sköpunarvímu. í bókinni opinberar Nietzsche nokkrar heimspekilegar grunnhug- myndir Zaraþústru. Ein þeirra er hugmyndin um dauða guðs, spá hans um ofurmennið og það sem hann kallar „hinsta manninn“. Zaraþústra gerir einnig upp málin við úrelta lífssýn og „viljann til valdsins" sem sé drifkraftur alls lífs. Zaraþústra glímir einnig við það sem hann kallar endurkomuhugmyndina. Nietzsche ræðir um tilgang á tímum tilgangsleysis og kemst að þeirri niðurstöðu að ógerlegt sé að vita neitt með vissu um hinstu rök tilverunnar. Finnst mörgum sem hann standi því í nokkurri mótsögn við sjálfan sig, þar sem hann varpar fram að því er virðist einum „sannleika" sjálfur í nafni Zaraþústra. Þess „sannleika" er þó að leita í manninum sjálfum, en ekki í utan áliggjandi tilbúnum hugmyndum og fyrirbærum eins og guði. Ofur- mennið sýnir viðleitni Nietzsche til að finna andsvar við angist og örvæntingu tómhyggjunnar sem heltekur nútímamanninn þegar hefðbundnar forsendur hugmynda hans um eðli og tilgang tilverunnar eru brostnar. Að baki þessari túlkun liggur sú skoðun að raunverulegt inntak hugmyndarinnar um ofur- mennið sé hugsjónin um að maðurinn verði meira en hann sjálfur. Guð Nietzsche táknar í þessu tilliti ekki sérstaklega hinn persónulega guð kristinnar trúar, heldur hinn yfimáttúrulega heim hugmynda og hugsjóna, sem í vestrænni menningu var allt frá dögum platónskrar heimspeki talinn hinn eini og sanni og raunverulegi heimur. Samkvæmt þýska heimspekingnum Martin Heidegger, sem lagt hefur út af orðum Nietzsche „guð er dauður“, merkja þau því að hinn yfimáttúrulegi heimur sé ekki lengur orkulind og gefi þess vegna ekki líf. Zaraþústra reynir að sigrast á tómhyggjunni, með því að sætta sig við og læra loks að þrá hugmyndina um eilífa endurkomu hins sama, sem Nietzsche vill að leysi tálvonir um náð guðs og guðlegt takmark sögunnar af hólmi. Með því að játa afdráttarlaust að enginn æðri tilgangur sé til leysir ofurmennið sköpunarkrafta úr læðingi, sem gera því kleift að ljá lífinu merkingu og gefa því tilgang. Kenningin um eilífa endurkomu hins sama verður honum eins konar tilvistarlegt skylduboð um að viðurkenna lífið eins og það er. IBV vinnur bikarleikinn Eins og flestum mun kunnugt bar IBV sigurorð af Fylki í undanúrslitum bikarsins á þriðjudag, eftir ótrúlegan endasprett. í síðustu viku varspurning dagsins í Fréttum hvernig úrslit þessa leiks yrðu. Tvö þeirra sem spurð voru höfðu alveg á hreinu hver úrslitin yrðu, 2- 1 fyrirÍBV, og annað þeirra er Eyjamaður vikunnar. Fulltnafn? Guðbjörg Karlsdóttir. Fæðingardagur og ár? 8. mai 1956. Fæðingarstaður? Reykjavík. Fjölskylduhagir? Gift Haraldi Óskars- syni. Við eigum tvo syni. Menntun og starf? Sín ögnin afhverju, gagnfræðingur, eitt ár í Kennaraskóla, Skrifstofu- og ritaraskólinn. Starfa sem tryggingafulltrúi hjá Tryggingamiðstöð- inni. Laun? Ekki uppgefin. Bifreið? Pajerojeppi. Helsti galli? Aðeins ofstjórnsöm. Helsti kostur? Hreinskilin. Uppáhaldsmatur? Fiskur. Versti matur? Súrmatur. Uppáhaldsdrykkur? Kaffi. Uppáhaldstónlist? Hugljúfar ballöður. Hvað erþað skemmtilegasta sem þú gerir? Vera í útilegu. Hvað erþað leiðinlegasta sem þú gerir? Taka til heima hjá mér. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Ferðast. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Enginn. Uppáhaldsíþróttamaður? Karl, sonurminn. Ertu meðlimur íeinhverjum félagsskap? Rotary- klúbbi Vestmannaeyja. Uppáhaldssjónvarpsefni? Ég horfi lítið á sjónvarp og á mérenga uppáhaldsþætti. Uppáhaldsbók? Engin. Hvað metur þú mest í fari annarra? Mér finnst framkoma fólks skipta miklu máli. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óheiðarleiki. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Vestmannaeyjar. Ert þú getspök íþínu eðli? Nei. Hafa spádómar þfnir áður ræst? Nei. Spáirðu mikið í framtíðina? Nei. Ertu búin að velta fyrir þér hver úrslitin verða í úrslitaleik bikarsins? Égþoriþað ekki. Éggrísaðist á að geta rétt til um úrslitin íþessum leik en læt ekkert hafa eftir mér um áframhaldið hvað markaskorun varðar. En ÍBV vinnur bikarleikinn Eitthvað að lokum ? Það er fallegur dagur í dag. Nýfæddir ?cr Vestmannaeyingar Þann 10. ágúst eignuðust Sigurlaug Harðardóttir og Vihjálmur Bergsteinsson son. Hann vó 11 merkur og var 47 cm að lengd. Hann hefur fengið heitið Daníel Smári. Með honum á myndinni eru systkini hans Guðrún og Bjarki. Ljósmóðir var Guðný Bjamadóttir. Þann 1. Ágúst eignuðust Anna Sif Jónsdóttir og Amar Jónsson (Steinu og Óskars) dóttur. Hún vó 14 rnerkur og var 53 cm að lengd. Hún hefur verið skírð Anna Dögg. Hún fæddist á fæðingardeild Landsspítalans. Fjölskyldan býr í Reykjavík Þann 6. ágúst eignuðust Ásta Björk Harðardóttir og Hörður Páll Eggertsson son. Hann vó 18 merkur og var 55 cm að lengd. Með á myndinni er stóra frænka Sandra Harðardóttir. Ljósmóðir var Valgerður Ólafsdóttir. Á döfimri 4* 07. sept. Almennur fundur Bæjarstjómar Veshneyja í Tónlistarskólanum kl. 20.00 09. sept. Undirbúningsfundur Leikfélagsins kl 15.00 09. sept. Bryggjumót SjóVe ó Nausthamarsbryggju 09.-11 sept. Merkjasala Krabbavamar 16. sep. Innanfélagsmót SjóVe 18.-19. sept. Fyrri hluti nóms í Ökuskóla Vestmannaeyja 30. sept Lundaballið í umsjó Elliðaeyinga 30. sept. og 1. okt. Nómskeið í list- og sköpunargófu ó vegum K1 haldið ó Hallveiggrstöðum 02.-04. okt. Seinni hluti nóms í Ökuskóla Vestmannaeyja 14. okt. Eyjar 2010. 15. okt. Poppmessa í Landakirkju kl. 20.00

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.