Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Side 9

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Side 9
Fimmtudagur 28. september 2000 Fréttir 9 Flugstöðin í Vestmannaeyjum: Helstu annatímarnir kringum stóra ferðamannahópa - segir Garðar Arason, sem rekur veitingasöluna, og hyggst bjóða myndlistarmönnum og fleirum að halda sýningar í Flugstöðinni Þann 5. júlí sl. tók Garðar Arason í Þorlaugargerði við rekstri veitingasölunnar í Flugstöðinni. Reksturinn var auglýstur í útboði en sú breyting var ákveðin, eftir stækkun Flugstöðvarinnar, að sami aðili sæi inn öll þrif stöðvarinnar. Þar til í sumar höfðu hvor sinn aðili séð um þessa þætti. Gengið var að tilboði Garðars og eins og áður sagði, tók hann við rekstrinum í byijun júlí. Garðar er ekki með öllu ókunnur rekstri af þessu tagi, hann var um árabil verslunarstjóri hjá Kaup- félaginu. Að sögn Garðars geutr vinnudagurinn orðið nokkuð langur, sérstaklega yfir sumartímann, þá sé hann frá kl. sjö á morgnana til miðnættis. Yfirveturinn hægist heldur um, þá er veitingasalan opin frá kl. sjö á morgnana til ld. sjö á kvöldin. Garðar segist mest vinna sjálfur í veitingasölunni en eigin- konan, Ingibjörg Jónsdóttir, vinni þar einnig. Aftur á móti hafi þurfit að bæta við fólki kringum þjóðhátíðina, þá hafi verið mikið að gera og varla hafst undan enda óhemju ijöldi gesta sem hingað kom með flugi. Garðar segir að í veitingarekstrinum sé ekki um stórar upphæðir að ræða og ekki sé hægt að hafa lifibrauð af honum nema kannski einn til tvo mánuði á ári yfir sumarið. Aftur á móti séu fastar tekjur fyrir þrifin. „En þetta er svipað umfang og ég átti von á, ég fékk góðar upplýsingar frá fyrri rekstraraðila og vissi því alveg út í hvað ég var að fara,“ segir Garðar. Auk veitingarekstrar og minjagripa- sölu er Garðar einnig með umboð fyrir bflaleigu Akureyrar, hefur fjóra til sex bíla til umráða og segir það hagkvæman kost að taka hér bfl á leigu. Helstu annatímamir í veitingasölunni eru þegar stórir ferðamannahópar koma hingað og það er bundið við sumartímann. Þó alltaf sé eitthvað um að vera í kringum áætlunarflugið þá er það miklu minna, Garðar segir að fólk sé oft á síðustu stundu að mæta í flug og hafi varla tíma fyrir kaffibolla. Flugstöðin hefur leyfi til áfengis- veitinga en Garðar segir að lítil traffík sé í þeim. Menn kaupi sér kannski einn bjór og útlendingamir fái sér gjaman glas af léttvíni. Einhverjir höfðu af því áhyggjur að áfengis- veitingar á þessum stað gætu leitt til vandræða en Garðar segir að það sé síður en svo. Aldrei hafi nein vandræði hlotist af vegna þess og aldrei hafi þurft að kalla til Iögreglu enda velji fólk sér sennilega aðra staði en Flugstöðina, ætli það sér að setjast að drykkju. En Garðar fullyrðir að síðustu hækkanir á flugfargjöldum hafi greini- lega haft áhrif, farþegum hafi fækkað og þar með viðskiptavinum í veitinga- sölunni. „Eg tel fulla ástæðu til að endurskoða stefnuna í fargjalda- málum, fólk velur greinilega hag- kvæmari kostinn þegar kemur að ferðalögum,“ segir hann. „Líklega verður komandi vetur rólegur, þó fer það mikið eftir tíðarfari. Ferðamannatíminn er líka alltaf að lengjast, færist yfir á fleiri mánuði ársins og hvort sú verður þróunin hér, á tíminn eftir að leiða í ljós. Ég er ánægður í þessu starfi og Garðar í teríunni tilbúinn að taka á móti stórum hópum. ýmislegt í farvatninu, t.d. hef ég fullan hug á að bjóða listamönnum að halda sýningar í húsnæði Flugstijðvarinnar. Ymsar aðrar uppákomur gætu einnig vel átt heima hér, hvort sem e r frá verslunum eða öðrum. Húsnæðið býður upp á slíkt og mér finnsl sjálfsagt að nýta það til slíkra hluta, bæði í þágu Eyjamanna og annarra.“ Sigurg. Þessar myndarlegu og góðhjörtuðu stúlkur efndu til sölu á vinaböndum sem þær höfðu búið til. Að því loknu héldu þær að Hraunbúðum, þar sem þær afhentu Leu Oddsdóttur forstöðukonu ágóðann, kr. 1.380 til styrktar heimilinu. Þær eru frá vinstri. Tvíburarnir Dröfn Haraldsdóttir og Bylgja Haraldsdóttir auk Bjarteyjar Ingibergsdóttur. íbúar Hraunbúða þakka kærlega fyrir sig. Bændaglíma á laugardag Nú tekur að síga á seinni hluta golfvertíðarinnar. Á laugardag er síðasta stórmótið á dagskrá hjá GV, Bændaglíman. Þar keppa tvö lið og keppa saman tveir og tveir með áþekka forgjöf. Að keppni lokinni mun svo tapliðið þjóna sigurvegurunum til borðs í sameiginlegum kvöldverði. Keppni hefst á laugardag kl. 13 en vakin er athygli á því að skrá verður þátttöku í mótinu fyrir kl. 20 í kvöld. Að standa sig ekki Þegar ég skrifaði tiltölulega hóg- væra grein um þá niðurlægingu sem Eyjamenn mega sæta, nú þegar þeir sjá á eftir rekstri Herjólfs í hendur Samskips átti ég von á viðbrögðum og andsvörum en ekki í þeim anda sem kemur fram hjá alþingismönnunum Árna Johnsen, formanni samgöngu- nefndar, og Lúðvík Bergvinssyni. Báðir gera þeir geðslag mitt að stóru atriði og þeir eru sammála um að aðrir en þeir hafi ekki rétt á að hafa skoðun á Herjólfsmálinu. Mín persóna skiptir nákvæmlega engu máli þegar Heijólfur er annars vegar heldur það að Vestmanna- eyingar eiga eftir að sjá lakari kostinn verða ofan á í þessum mikilvægasta þætti í samgöngumálum Eyjanna. Þið ágætu menn, sem báðir eru búsettir í Reykjavík, verðið að koma auga á að Heijólfur er ekki rútubfll sem fólk getur valið um samhliða einkabflnum, hann er þjóðleiðin sem tengir okkur við fastalandið. Ami segir það ákvörðun núverandi rfkisstjómar að bjóða út feijurekstur og báðir em þeir sammála um að Eyjamenn hafi ekkert að óttast, allir sem tengjast Heijólfi haldi vinnu sinni og þjónustan verði sú sama. Við Áma segi ég bara, ríkisstjóm sem ákveður svona nokkuð án tillits til aðstæðna er vond rfkisstjóm. Og hvað atvinnuöryggi fólksins áhrærir þá skulum við spyija að leikslokum, ég er ekki viss um að fólkinu á Herjólfi sé eins rótt og ykkur. Sama gildir um þjónustuna, til hvaða ráða verður gripið af hálfu Samskips þegar í ljós kemur að dæmið gengur ekki upp? Vegagerðin hefur sýnt að þar á bæ hafa menn ekki mikinn Þið ágætu menn, sem báðir eru búsettir í Reykjavík, verðið að koma auga á að Herjólfur er ekki rútubíll sem fólk getur valið um samhliða einkabílnum, hann er þjóðleiðin sem tengir okkur við fastalandið. skilning á sérstöðu Vestmannaeyja. Það má því búast við að Samskip mæti þar skilningi þegar kemur að því að benda á þætti í rekstrinum sem ekki standa undir sér. Má til dæmis benda á laugardagsferðir yfir vetrar- tímann sem eru ekki mikið notaðar. Bæjarstjóm Vestmannaeyja er umsagnaraðili um þessi atriði en hvað má hún sín? Þá er ég viss um að eigendum flutningsíyrirtækja í Vestmannaeyja, annarra en Flutningamiðstöðvar Vestmannaeyja, sem er í eigu Samskips, er ekki rótt. Samskip verður með yfirburðastöðu í öllum flutningum á sjó til og frá Vest- mannaeyjum frá og með næstu áramótum sem þýðir bara eitt, þeir litlu munu týna tölunni. Hér hef ég nefnt nokkur atriði um þennan hörmungargjöming, að taka forræði á rekstri Hetjólfs úr höndum heimamanna. Um leið er verið að taka af okkur eina ríkisfyrirtækið sem er þvert á það sem er að gerast í öðrum kjördæmum. Lúðvík segir að ég líki þingmönnum kjördæmisins við jólasveina og við því er ekkert að segja. Landsyggðin hefur átt undir högg að sækja undanfarið en það er greinilegt að verið er að taka pólitískar ákvarðanir um hvaða staðir skuli lifa og hverjir ekki. Það er greinilegt að Vestmannaeyjar eru ekki ofarlega á þeim lista ef taka á mið af Heijólfsmálinu. Og það er sama hvað þið reynið að gera mig tortryggilegan, strákar, þið verðið að sætta ykkur við að þið stóðuð ykkur ekki í þessu máli. Því miður. Ómar Garðarsson ritstjóri X

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.