Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Side 10

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Side 10
10 Fréttir Fimmtudagur 28. september 2000 „Mínar kindur bera virðingu fyrir girðingum." „Nú er ég einn af níu Dallasbændunum og allt búfjárhald liðin tíð við Vestmannabrautina. Einn eiginleiki kinda er hins vegar sá að ef lamb kemst upp á lag með að fara í gegnum girðingu, þýðir ekkert að setja það á,“ segir Haukur á Reykjum. Haukur ó Reykjum er kunnugt nafn í Eyjum. Hann er fæddur 1938 og hefur upplifað miklar breytingar á sinni tíð, enda á hann gagnmerk störf að baki jafnt á láði og legi. Hann er í hópi fjárbænda, hefur stundað trilluútgerð bæði að atvinnu og sem áhugamál, auk þess er hann einn frumkvöðla vöru bif reiðaa kstu r s í Eyjum. Hans stærsta áhugamál er hins vegar knattspyrna og engar ýkjur að segja hann einn öflugasta stuðningsmann enska knattspyrn u liðsi ns Arsenal á Islandi og þó víðar væri leitað. Haukurá Reykjum hefur frá mörgu að segja og þegar falast var eftir léttu spjalli, tók hann því Ijúflega. Hús með nöfn og kýr í fjósum Haukur lítur á sig sem „orginal" Eyjapeyja og hefur alltaf kennt sig við æskuheimili sitt Reyki. „Reykir eru við Vestmannabraut 54, en í þá tíð báru húsin iðulega nafn, en ekki númer. Ég er yngstur tíu systkina og þótti mjög gott að vera yngstur, því maður gat alltaf leitað ráða hjá eldri systkinum sínum, sem gat komið sér vel. En sem krakki var maður sjálfum sér nógur, en aðalleiksvæðið var bryggjan. Maður þekkti bátana þegar þeir komu inn, bara af möstrunum, eins og algengt var með Eyjapeyja þá. Annað er líka að við Vestmanna- brautina voru þá ellefu fjós og pabbi var til dæmis með tvær kýr í fjósi. Þannig að þú getur ímyndað þér skítinn og lyktina sem fylgdi slíkum búskap En það var mikil fátækt á þessum árum og menn urðu að taka hvaða vinnu sem var. Pabbi fyllti þann hóp og stundaði bæði sjó og vinnu í landi. Um tíma átti hann einnig sinn eigin bát. Hann var einnig aðalslátrarinn hér í bæ og sá um slátrun húsdýra, hvort heldur kinda, kúa eða hesta, ef þess þurfti við. Þessu starfi fylgdi því tilfallandi matur fyrir heimilið, en hann var í þessu starfi alveg til 1954.“ Þú hefur sjálfur haldið fé, er það í beinu framhaldi af búskapnum á Reykjum? „Já, það er rétt, en nú er ég einn af níu Dallasbændum og allt búfjárhald liðin tíð við Vestmannabrautina Ég var með kindur fyrir gos, en var bannað það eftir gosið. Svo var ég plataður til að byija aftur árið 1980 og hef haft nokkrar kindur síðan. Það er ágætt að vera íjárbóndi í Eyjum, þó að það mætti vera meiri samstaða með okkur.“ Það hefur mikið verið rœtt um girðingamál í surnar samfara búfjár- haldi, hefiir þú einhverjar skoðanir á þeim málum? „Nei ekkert endilega. Einn eigin- leiki kinda er hins vegar sá að ef lamb kemst upp á lag með að fara í gegnum girðingu, þýðir ekkert að setja það á. Það er alveg sama hvaða, eða hvemig sú girðing er. Það er ekki til sú girðing sem heldur kind ef hún ætlar sér út. Menn verða að rækta kindur sem bera virðingu fyrir girðingum, ef ekki þá eru þær ekki á setjandi, en mínar kindur bera virðingu fyrir girðingum, enda hef ég reynt að sinna þessum þætti í rninni ræktun. Þetta er eins og með hesta. Ég þekki fólk sem kærir sig ekki um að eiga hesta, sem það getur ekki náð í út í haga án vandræða. Ef það tekur allan daginn að ná þeim, þá er lítið varið í að eiga þá. Fólk á kindur og hesta til þess að hafa af þeim ánægju, en það er lítil ánægja ef ekki er hægt að ná þeim.“ Útgerð og tveggja manna fiskur Árið 1956 keypti Haukur trillu af Ása í bæ og Sigga ffænda hans og hóf útgerð 30. apríl sama ár. „Það ár komst ég því líka í formannavísur Oskars Kárasonar, en þær voru ortar um skipstjóra í Vestmannaeyjum, en þetta var síðasta árið sem formanna- vísur voru gefnar út. Ég man nú ekki mína vísu og kannski var hún þannig að ég kæri mig ekkert um að muna hana,“ segir Haukur og hlær. ,J3n allt um það, þessi bátur hét Uggi. Ég skipti svo um bát árið 1980 og fékk mér plastbát í staðinn. Ég hef verið í þessu bæði sem hobbíi og sem atvinnu. Árið 1959 fór ég að vinna hjá Vestmannaevjabæ og það varð aðal- atvinna mín Ég hafði reyndar byijað á Skuldinni á handfærum, en útbún- aðurinn var nú ekki betri en það, að

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.