Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Side 15

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Side 15
Fimmtudagur 28. september 2000 Fréttir 15 John Steven Berry skrifar: Ekki hugað að grasrótinni sem skyldi Hugleiðingar um starfsemi yngri flokka IBV Um allnokkurt skeið hefur mig langað til að tjá mig um starfsemi grasrótarinnar í knattspyrnudeild IBV og þá aðallega yngri flokka pilta. (Eg þekki einfaldlega ekki nóg til kvennaflokkanna, til að tjá mig um málefni þeirra). Eftir hinn miður glæsilega árangur meistara- flokks IBV í sumar læt ég nú verða af því. Einhverjum kann að finnast einkennilegt að ætla að tjá sig um starfsemi yngri flokka, en minnast hið fyrsta á meistaraflokkinn og árangur hans, sem engan veginn er ásættanlegur. Staðreyndin er sú að í meistaraflokkum félagsins á að vera rjóminn af því fólki sem búið er að ala upp innan félagsins. Flestir gera sér grein fyrir því. Nú við upphaf þessa tímabils sem úrslitaleikurinn í Kókakólabikamum markaði, að ég tel, held ég að knattspymuforystan, (þá meina ég í heild sinni og bið því alla að gerast ekki persónulegir), hafi ekki og í raun aldrei þann tíma sem liðinn er frá sameiningu Týs og Þórs gert sér grein fyrir þýðingu grasrótarinnar, eða ekki mátt vera að því að sinna henni. Málið er að ég tel að enginn af yngri flokkum ÍBV í knattspymu hafi verið ræktaður sem skyldi, misjafnlega mikið þó. Sumir þjálfarar þurfa oft á tíðum að standa einir og að mér hefur sýnst með misjafnlega mikinn stuðningi frá forystunni. Mönnum hefur verið tíðrætt um annan flokk vegna góðs árangurs og nokkurrar breiddar í þeim hópi, og mikið rétt, við eigum frábæran annan flokk karla. En horfum til 3. og 4. flokks þessa árs. Þar em iðkendur mjög fámennir, en þessa tvo flokka skipa fjórir árgangar '84, '85, '86 og '87. Þegar við horfum til þess tíma er þessir drengir vom í Tý og Þór vom þeir miklu fjölmennari. Hinir yngri sem á eftir komu þekktu lítið til Þórs og Týs. Strákamir í öðmm flokki vom komnir nógu langt í þroska og einbeitingu til að halda áfram við sameininguna, því fyrir þá var orðið stutt í annan flokkinn. Hvað segir þetta okkur? Jú, knattspymuforystan, sem við sameiningu tók við þessum málum hefur fram að þessu bmgðist þeim piltum sem saman mynda 3. og 4. flokk í dag, þ.e. '84., '85., '86. og '87. árganginum. Nú tek ég það fram að þetta hefur ekkert með sam- eininguna sem slíka að gera, heldur hvemig að þessum málum hefur verið John Steven Berry s „Isömu andrá skýtur það nú svolítið skökku við að félagið veitir krökkum úr öllum landshlutum allra handa verðlaun í skjóli Shellmóts og Vöruvalsmóts.“ staðið í nýju félagi. Þetta em þungar ásakanir, því auðvitað vilja allir hlú að grasrótinni, en félagið hefur einfald- lega ekki borið gæfu til þess að mínu viti. Eitt mesta brottfallið varð í þessum flokkum þegar '84 og '85 árgangurinn mættu til æfinga sem 4. flokkur haustið 1997. Þessir drengir höfðu ekki þjálfara í þijá til fjóra mánuði, svo ekki er einkennilegt þó margir hafl hætt og farið að stunda eitthvað annað þar sem þeim hefur kannski fundist þeir meira metnir að verðleikum. (Hver veit). Lítill hluti skilaði sér aftur í janúarlok 1998, þegar þjálfari mætti loks til starfa. Mig minnir að í þessum flokki hafi verið nokkuð margir eíhilegir drengir, alla vega þeir sem komu frá Tý, þar sem Bjöm Elíasson hafði haldið vel utan um þá. Þegar ég byrjaði að fylgjast með þessum málum var það hjá Tý. Týr, og sjálfsagt Þór, gerðu nokkuð vel við sína iðkendur, þrátt fyrir fjárhags- erfiðleika. Eins og við vitum sem fylgst höfum með var tekin upp sú „einkennilega" stefna innan IBV- íþróttafélags að veita engin einstak- lingsverðlaun í yngri flokkunum, nema að mjög takmörkuðu leyti. Frá og með stofnun félagsins hefur félagið haldið lokahóf hvers árs fyrir yngri flokkana, sem þykir sjálfsagt. Þá em iðkendum veitt verðlaun, (þ.e.a.s. lánuð verðlaun til eins árs í senn svo félagið geti nú sparað í grasrótinni), fyrir hversu duglegir þeir eru að mæta á æfingar nýliðins tímabils, sem er nú bara gott og blessað. En viti menn, það virkar ekkert. Margirhveijirnennaekkiað mæta neitt betur á æfingar þó að verðlaunaskjöldur sé í húfi. En einnig em veitt verðlaun fyrir framfarir og hversu stilltir krakkamir hafa verið. Þama er ekki rétt að málum staðið. Að mínu viti á að dæla í þessa krakka viðurkenningum fyrir allt mögulegt sem tengist íþróttaiðkun þeirra. Á þessum lokahófum hefur verið heldur fámennt undanfarin ár, því krökkunum er svo sem alveg sama um þessi verðlaun í núverandi mynd. Þau veita þeim svo sem ekki mikla gleði, nema kannski þeim allra yngstu. Og það er ekki um að kenna hroka né svívirðu þeirra sjálfra. I sömu andrá skýtur það nú svolítið skökku við að félagið veitir krökkum úr öllum landshlutum allra handa verðlaun í skjóli Shellmóts og Vöruvalsmóts, þó sýnu glæsilegra á Shellmóti og er það vel. En viti menn, ekki sínum eigin félögum fyrir að halda uppi merki félagsins með keppni og eigin atgervi, og dugnaði. Allir krakkar sem stunda íþróttir eiga að læra að bera virðingu fýrir félagi sínu og félagsmerki, en ég get svo sem skilið þó ÍBV krakkar beri enga sérstaka virðingu fýrir félaginu sínu. Allflest hinna stóru knattspymu- félaga halda mjög á lofti sínum yngri iðkendum, þó að ÍSÍ stefnan sé ekki á þann veg, nema IBV. Allir þurfa hvatningu og þakkir fýrir erfiði sitt og árangur. Við hinir fullorðnu verðum ánægðir við að fá lof og hól fyrir árangurokkaríleikogstarfi. Bömog unglingar fá viðurkenningu í formi einkunna fyrir árangur sinn í skóla ár hvert. Lítil sex ára böm gleðjast og eflast við að fá einn lítinn broskarl í stílabókina sína, það em þeirra verðlaun. Krakkar innan raða knattspymudeildar ÍBV þurfa líka viðurkenningu fyrir eigin dugnað, atgervi og hæfileika, og ekki síst fýrir vinnu sem þau leggja til að stærstum hluta í nafni okkar góða félags, bæjarfélagsins. Það getur ekki verið svo dýrt að gera vel við æskuna, að það borgi sig ekki, þvert á móti. Eitt af því sem mér finnst miður er það úrræðaleysi sem ríkir við að koma á æfmgaleikjum á vorin fyrir hin eiginlegu mót. Sitt sýnist hveijum, en sjálfsagt er það dýrt. Á ég einkanlega við 3. og 4. flokk drengja og stúlkna á sama aldri. Ég trúi því ekki að ekki sé hægt að finna flöt á því máli, því ég fór sjálfur upp á mitt einsdæmi, að sjálfsögðu í samráði við þjálfara, upp á Selfoss á tvo æfingaleiki í vor og vomm ekki í einn sólarhring í burtu. Það kostaði um 2500 krónur á hvem einstakling. Allt snýst þetta um peninga og hvemig á að ráðstafa þeim. Sjálfsagt finnst einhverjum að nógir aurar fari í yngri flokka félagsins, en mig gmnar að svo sé ekki með allflesta sem lesa þessi orð. Persónulega fínnst mér ekki nóg að gert. Það þarf að halda uppi metnaði í grasrótinni. Það má vafalaust velta fýrir sér fleiri málum þessu tengdu, svo sem hvemig að þjálfaramálum er staðið og hvemig viðhorf til þeirra em, en ég hreinlega nenni því ekki, þar sem um viðkvæmt málefni er að ræða og því ekki við hæfi hér. Eitt er víst að þetta er einstaklega gott, duglegt og fómfúst fólk. Einnig má koma því að, að mér finnst foreldrar ekki eins sýnilegir og virkir, eins og kostur er, eða hvað? Sitt sýnist hverjum. Ég skora á knattspymuhreyfinguna að taka sig á og hlúa að grasrótinni af fullri alvöru í eitt skipti fyrir öll svo ekki þurfi illa að fara. Ég óska öllum knattspymuiðkendum ÍBV í 2. flokki og niður úr, stelpum og strákum til hamingju með árangurinn í sumar, hversu lítilvægur sem hann taldist. Þið gerðuð ykkar besta. Með fullri virðingu íýrir öllu því fólki sem starfar að velgengni ÍBV- íþróttafélags John Steven Berry. Golf: Nýr skáli að rísa Framkvæmdir eru hafnar vegna fyrirhugaðrar stækkunar Golfskálans. Eldri hluti skálans er illa farinn, nánast hægt að taka hann í nefið, eins og einn skoðunarmanna orðaði það, og því var ákveðið að púkka ekki upp á hann lengur, heldur miða framkvæmdir við að hann verði rifinn. Áformað er að hin nýja viðbygging muni rúma golfherminn ásamt því sem búnings- og hreinlætisaðstaða verður stórbætt. Til fjáröflunar fyrir hina nýju byggingu var á laugardag haldið mót með Texas Scramble fyrirkomulagi þar sem kepptu saman tveir og tveir. Þátttaka var ágæt, eða 34 keppendur. Úrslit urðu þessi: 1. Aðalsteinn - Þorsteinn 62högg 2. Gísli Stef. - Hlynur St. 64 högg 3. Magnús - Kristleifur 64 högg Framkvæmdir eru hafnar við viðbyggingu Golfskálans og mun hún m.a. mun hýsa golfherminn og hreinlætisaðstöðu. Gamli skálinn verður rifinn enda fátt nýtilegt af honum. Speirt er..... Tekur bú slátur? (Nú er sláturtíð og blóðvellir víða) Ingólfur Grétarsson, nýorðinn fimmtugur: „Nei, því miður, eins og mér fínnst slátur góður matur. Ungt fólk í dag er afskaplega lélegt í því að taka slátur og það er hara skiimm að því." Kagnheiður Borgþórsdóttir, húð- og föröunar- fræðingur: „Nei, ég geri það ekki ein en ég lijálpa mömniu í sláturgerðinni. Mér iinnst slátur alveg rosalega gott, sérstaklega lifrarpylsan." Guðrún Kristmannsdóttir, nuddari: „Nei, það hef ég aldrei gert. Mér fannst nóg að sjá ntömmu og önnnu haksa í þessu. En mamma tekur slátur og býður okkur í mat tvisvar, þrisvar á vetri og það er alveg ágætt." Gunnar Stefánsson, golfieikari: „Ekki lengur en við gerðurn það til margra ára. Nú niá hvorugt okkar hjónanna horða slátur, út af kólesterólinu og mér iinnst það alveg ferlegt. Slátur er nefnilega einhver besti niatur sem ég veit um." Ingi Sigurðsson, bygginga- fulltrúi: „Nei, manima hefur séð um það fram að þessu. Iin nú fer að styttast í að maður taki sjálf- ur þátt í þcim lcik, mér skilsl að það sé á dagskrá á næstunni. Mér fínnst slátur nijög gott, alveg herra- mannsmatur." Drífa Kristjánsdóttir, I’rygg- ingamiðstöðinni: „Nei, ekki lengur en ég hef oft gert það. Unglingar- nir í daga borða ekki slátur, því miður, og þá nennir maður ekki að standa í því. En ég horða slátur og þykir það mjög góður matur."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.