Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Síða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Síða 16
16 Fréttir Fimmtudagurinn 28. september 2000 Byggingin á vatnstankinum: Viljum að rödd þeirra jákvæðu fái að heyrast f - segja Þórarinn Olason og Emelía Guðgeirsdóttir Frá upphafí framkvæmda við tankinn og væntanlega byggingu. Síðan hefur runnið nokkuð vatn til sjávar og sýnist sitt hverjum um ágæti framkvæmdarinnar. Nokkur umræða hefur verið í bænum um fyrirhugaða bygg- ingu veislu- og ráðstefnuhúss á vatnstankinum við Löngulág. Mörgum finnst að umræðan um hygginguna hafí einkennst af neikvæðni og fjandsamlegum viðhorfum í garð þeirra sem að byggingunni standa. Að minnsta kosti hafa Emelía Guðgeirsdóttir og Þórarinn Olason mjög ákveð- nar skoðanir varðandi hin neikvæðu viðhorf og fínnst ilit til þess að vita að örfáir einstakling- ar skuli reyna að leggja stein í götu þeirra manna sem sýna viðleitni til efíingar atvinnu- rekstri og uppbyggingu í Eyjum. Sjónarmið örfárra Þórarinn segir að það eina sem heyrist í umræðunni sé að byggingin muni eyðileggja lífsskilyrðin fyrir þeim aðilum sem látið hafa hvað hæst við að mótmæla henni. „Sjónarmið örfárra virðast ráða ferðinni. Það hefur verið talað um það í bænum að svona hús vanti. Þama eru tveir menn tilbúnir að leggja allt sitt í þetla og helja framkvæmdir. Þá á allt í einu að fara að bregða fyrir þá fæti. Grímur ætlar að fara í þetta húsnæði með veisluþjónustu sína, auk þess að setja á fót annað fyrirtæki sem kemur til með að veita fimm til sex manns atvinnu. Af hverju horfa menn ekki í þetta. Eg trúi því ekki að ekki sé hægt að sætta ólík sjónarmið í þessu máli. Það er hægt ef menn vilja. Menn verða að virða að þama er um uppbyggingu að ræða.“ Emelía bætir við að þar fyrir utan tali þeir fyrir hönd alls hverfisins og segi að nágrannamir séu ekki hlynntir framkvæmdinni. „Það hefur ekki verið talað við alla þessa nágranna svo ég viti til.“ „Setjum okkur það, að við fáum ráðstefnur hingað með tilkomu hússins,“ segir Þórarinn. „Þá er verið að selja þeim aðilum gistirými og ýmsa þjónustu sem tengist því.“ Fólk vill uppbyggingu En um gagnrýni þeirra að um óeðlilega afgreiðslu málsins hafi verið að rœða í stjómkerfi bœjarins? Emelía: „Það er nefnilega það sem við stöndum ekki fyrir. Við emm ekki að láta í okkur heyra vegna pólitíkur. Þetta er bara okkar rödd og fólks í bænum, sem við teljum nauðsynlegt að fái að heyrast. Fólk vill að í Eyjum sé uppbygging. Ég er ekki pólitíkus og veit ekki hvað gerist á bæjar- skrifstofunum. En það er vitað að þama átti að rísa félagsheimili sam- kvæmt skipulagi, það er það eina sem ég veit, svo að þetta ætti ekki að koma þessum fjórum til fimm neikvæðu röddum á óvart. Af hveiju ekki að líta þetta jákvæðum augum og reyna að byggja eitthvað upp í stað þess að vera með fýlu og neikvæðni. Hvað er til dæmis að því þó að komi matarlykt í kringum Smáragötuna, sem hafa verið ein rök andbyggingarsinna. Þetta er bara mgl og allir sem vilja vita sjá að þessi bygging rís.“ Þórarinn: „Ég held að það sé nú ekki sú hættulegasta lykt sem komið heí'ur í bæinn. Maður hefur það á tilfinningunni að staðan sé þannig að þessir menn sem era að reyna að byggja hér eitthvað upp verði að tapa nógu miklu úr því þeir vora að fara út í þetta. Klappa svo á bakið á þeim og segja: „Ég á ekkert sökótt við þig, það era hinir.“ Af því að það var nefnt hér að byggingin hefði ekki farið í eðlilegan farveg í stjómkerfmu, þá spyr ég, hvað er eðlilegur farvegur í þessu sambandi? I gegnum tíðina hafa byggingar risið hér í bænum. Ætli þessi bygging sé ekki sú sem átt hefur hvað lengstan og löglegastan aðdrag- anda af öllum byggingum sem reistar hafa verið í Vestmannaeyjum?" Að horfa til framtíðar Emelía vill ítreka að það sem þau hafi haft í huga þegar þau vildu tjá sig um þetta mál hafi verið að koma af stað jákvæðri umræðu. „Þannig að rödd þeirra jákvæðu gagnvart þessari byggingu fái að heyrast og það er held ég meirihluti bæjarbúa. Hvað eru þetta margir menn sem vilja stoppa þetta á móti þeim sem era jákvæðir og vilja sjá uppbyggingu í bænum?“ Þórarinn: „Það er enginn heldur að tala um að í lýðræðisþjóðfélagi sé hægt að stíga ofan á menn og segja þeim að þeir ráði engu. Það er tekið tillit til ákveðinna sjónarmiða, en menn verða líka að gera sér grein íyrir því hver lagalegur réttur þeirra er varðandi þessa byggingu. Ég trúi ekki öðra en að þeir menn sem stjóma bænum hafi hugsað sig vel um áður en byggingarleyfið var gefið út. Ef til þess kæmi að þetta yrði stoppað af, þá er bæjarstjómin í vondum málum held ég. Við þekkjum dæmi um svona í Reykjavík, þar sem borgin hefur orðið skaðabótaskyld gagnvart bygginga- framkvæmdum sem hætt hefur verið við. Ekki bætir það stöðuna. Eru þessir menn sem mótmæla fram- kvæmdunum tilbúnir til þess að taka það á sig? Ég sem íbúi þessa bæjar er ekki tilbúinn til þess.“ Eru einhverjar aðgerðir í uppsiglingu til stuðnings byggingaframkvœmd- unum? Emelía: „Við voram að velta því fyrir okkur að setja undirskriftalista í verslanir til þess að kanna huga hins almenna bæjarbúa gagnvart bygging- unni.“ Þórarinn: „Það yrði þá líka til þess að sýna þeim mönnum sem vilja byggja húsið hver vilji Eyjamanna er.“ Emelía: „Ég held líka að tími sé til kominn að Vestmannaeyingar fari aðeins að horfa upp af borðinu og horfa jákvætt á nútíðina og til framtíðar." Bikarinn á Skagann - ÍBV ekki í Evrópukeppni næsta ár Það er óhætt að segja að dramatíkin hafi verið allsráðandi í leik IBV og IA í úrslitum bikarkeppninnar á sunnudaginn. Bæði þessi lið höfðu lent í vandræðum í undanúrslitum, ÍBV var undir gegn Fylki þar til fimm mínútur voru eftir og Skagamenn voru undir fram á síðustu stundu gegn FH þannig að liðin stóðu undir nafni og sigurmarkið í úrslitaleiknum kom þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegann leiktíma. Skagamenn sigruðu í leiknum, 1-2 og er það í þriðja sinn í röð sem þeim tekst að leggja IBV í úrslitaleik bikarkeppninnar með sömu markatölu. Það var eins og einhver værð væri yfir Eyjamönnum fyrir leikinn, stuðningsmenn liðsins létu sjá sig fyrir leik í Laugardalshöllinni en stemmninguna vantaði. Ekki verður fullyrt hér hvort stemmningsleysið hafi skilað sér til leikmanna en IBV var nánast á hælunum fyrstu fimmtán mínútumar. Það er alveg á hreinu að IBV hefur á betri einstaklingum á að skipa en Skagamenn, en það virðist fylgja liðinu í flestum leikjum einhver deyfð þegar ekki er spilað á Hásteinsvellinum. IBV spilaði illa í leiknum, mótheijinn reyndar líka en þó vora þeir það skárri að þeir náðu að pota inn einu marki meira en ÍBV. Fyrri hálfleikur var verri af þeim tveimur sem spilaðir vora á sunnudaginn. IBV var lengi í gang og leikmenn virtust ekki tilbúnir í leikinn. En liðið sótti í sig veðrið og Steingrímur var ekki langt frá því að skora eftir homspymu á 29. mínútu en skot hans fór rétt framhjá. Skagamenn skoraðu fyrsta mark leiksins þremur mínútum fyrir leikhlé en markið var réttilega dæmt af enda var brotið á Birki. Seinni hálfleikur var meiri skemmtun og þremur mínútum eftir að flautað var til leiks átti Momir glæsilegt skot beint úr aukaspymu sem hafnaði í þverslá. Reyndar var spyman óbein og ólíklegt að markið hefði verið dæmt gilt. Skagamenn komust svo yfir á 57. mínútu eftir að vamarmenn IBV voru fullrólegir í sínum leik. Aðeins fimm mínútum seinna skoraði Bjami Geir gullfallegt mark með hnitmiðuðu skoti af 30 metra færi. Sigurmarkið kom svo eftir að venjulegur leiktími var liðinn og aftur virtust vamarmenn IBV fullrólegir miðað við aðstæður, enda vora flestir famir að gera sig klára fýrir framlengingu. Reyndar lagði Skagamaðurinn, sem átti fyrirgjöfina, boltann fyrir sig með hendinni og súrt að tapa með slíkum hætti en sigur Skagamanna verður þó að teljast fylli- lega sanngjam. Leiktímabilsins árið 2000 verður seint minnst fyrir mikil afrek. IBV endaði deildina í fjórða sæti, komst í úrslitaleikinn í bikarkeppninni en tapaði honum. Árangur liðsins er sá slakasti síðan 1996 en það ár tapaði IB V einmitt líka gegn Skagamönnum í úrslitaleik bikarkeppninnar. Góðu fréttimar era hins vegar þær að liðið er í uppbyggingu, Hjalti Jóns., Bjami Geir og Páll Almars era framtíðarleikmenn liðsins og fengu sína eldskím í fastaliðinu í sumar. Þar fyrir utan bíða leikmenn eins og Atli Jóhanns, Gunnar Heiðar og Unnar og verður ekki langt að bíða uns þeir fara að láta að sér kveða. IBV spilaði 4-5-1: Birkir Kristinsson, Páll Guðmundsson, Kjartan Antonsson, Hlynur Stefánsson, Páll Almarsson, Momir Mileta, Bjami Geir Viðarsson, Baldur Bragason, Goran Aleksic, Ingi Sigurðsson, Steingrímur Jóhannesson. Varamenn sem komu inn á: Hjalti Jónsson og Tómas Ingi Tómasson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.