Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Qupperneq 18

Fréttir - Eyjafréttir - 28.09.2000, Qupperneq 18
18 Fréttir Fimmtudagur 28. september 2000 Meistaraflokkur kvenna í handbolta: Handknattleikslið ÍBV 2000 - 2001 Meistaraflokkur kvenna ÍBV í handbolta 2000 til 2001 ásamt þjálfurum og stjórnarmönnum. Mikið breytt lið hjá stelpunum 03 erfitt til að byija með - sesir fyrirliðinn Vigdís Sigurðardóttir Landa- KIRKJA Fimmtudagur 28. september: Kl. 17.00. Æfingabúðir hjá Litlum lærisveinum Landakirkju hefjast í Skátaskykki. Kl. 17.30 TTTstarfið. Allir 10-12 ára krakkar velkomnir. Garðar Öm og Halldór Ingi mæta með sund- hettu. Föstudagur 29. september: Kl. 19.00. Handverkssýning heima- manna verður opnuð í Safnaðar- heimilinu að viðstöddum prófasti Kjalamesprófastsdæmis, dr. Gunn- ari Kristjánssyni, og nokkmm fundarmönnum héraðsfundar. Sýn- ingin er opin til kl. 21.00. Laugardagur 30. september: Kl. 13.30. Háu'ðarmessa helgarinn- ar. Með þessari messu lýkur hátíðahöldum í Kjalamesprófasts- dæmi vegna 1000 ára kristni á Islandi. Einsöngvari verður Sigrún Hjálmtýsdóttir. Hátíðarkór Vest- mannaeyja syngur ásamt félögum úr öðmm kirkjukórum prófasts- dæmisins. Söngstjóri er Guð- mundur H. Guðjónsson, en honum til aðstoðar verða organistamir Einar Öm Einarsson og Úlrik Ólafsson. Skfm og altarisganga. Eftir messu er kirkjugestum boðið að snæða risatertu sem gefm er af Vilberg kökuhúsi og Magnúsar- bakaríi áður en haldið verður á Skansinn. Ath. að messa þessarar helgar er á laugardegi. Sunnudagur 1. október: Kl. 11.00. Bamaguðsþjónusta með leik og söng og mikilli lofgjörð. Allir byrja saman í kirkjunni en síðan færa yngri þátttakendur sig yfir í Safnaðarheimilið. Athugið að hátíðarmessa helgarinnar verður laugardaginn 30. september kl. 13.30. Kl. 20.30. Æskulýðsfundur, Æsku- lýðsfélag Landakirkju. Allir í 8. - 10. bekk velkomnir. Garðar Heiðar og Ingveldur gefa öllum bland í poka. Þriðjudagur 3. október: Kl. 16:30. KKK Kirkjuklúbburinn Kirkjuprakkarar, 7-9 ára. Miðvikudagur, 4. október: Kl. 12.00. Fyrsta bæna- og kyrrðarstund vetrarins í Landa- kirkju. Organleikurog íyrirbænir. Kl. 20.00 - 22.00. Opið hús í KFUM & K húsinu, borðtennis, fótbolti, snóker... bara nefndu það. Fimmtudagur 5. október: Kl. 17.30. TTT starfið. Nú borgar sig að mæta, því dálítið óvænt verður framkvæmt. Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Biblfulestur. Laugardagur Kl. 20.30 Bænasamkoma, Sunnudagur Kl. 15.00 Vakningarsamkoma Allir hjartanlega velkomnir á samkomur sem hafa áhrif. Hvítnsunnumenn Aðventkirkjan Laugardagur 30. september Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Kl. 11.00 Guðsþjónusta Ræðumaður Frode Jakobsen Allir hjartanlega velkomnir. Biblían talar sími 481-1585 Vigdís Sigurðardóttir hefur lengi verið í fremstu röð meðal mark- manna í íslenskum handknattleik. Vigdís hefur lengst af spilað með ÍBV, fyrir utan þrjú tímabil sem hún spilaði með Haukum og var m.a. fyrirliði liðsins í eitt tímabil. Vigdís byrjaði aftur með IBV á síðasta tímabili og er nú orðinn fyrirliði IBV í fyrsta sinn. Hvemig hefur undirbúningur liðsins gengið ? „Hann hefur verið ágætur hjá grunnhópnum, en við höfum verið að fá mikið af nýjum stelpum. Færeyska stelpan var að koma og svo kemur önnur til viðbótar þannig að ég býst alveg við því að þetta verði dálítið erfitt hjá okkur til að byrja með. Við erum með mikið breytt lið frá því í fyrra þannig að fyrstu leikimir fara kannski í það að sdlla saman strengina en í nóvember verður gert hlé á deildinni sem við munum nýta okkur og það má kannski segja að það verði okkar undirbúningstímabil." Hvemig lístþérá deildina ? „Þetta verður örugglega mjög jafnt í vetur. Það eru kannski tvö til tjögur lið sem eiga möguleika á að stinga hin svolítið af en ég held samt sem áður að liðin verði að vinna hvert annað í vetur. Það hafa miklar manna- breytingar átt sér stað hjá mörgum liðum í deildinni, Haukar eru með mjög góða einstaklinga innanborðs og Stjaman líka en svo er bara spuming hvemig þeim tekst að vinna saman sem lið.“ Og hver eru markmið ykkar í vetur ? „Að sjálfsögðu stefnum við á það að verja titilinn og vinnum kannski út frá því. En það er vitað mál að það verður erfitt hjá okkur, sérstaklega fyrstu leikimir enda em leikmenn enn að tínast inn í hópinn. Við stefnum kannski fyrst og fremst á að komast í úrslitakeppnina. Eg held að það sé ágætis markmið." Heldurðu að ykkur takist að verja titilinn í vetur ? „Eg held ekki. Við verðum að sjálfsögðu erfiðar heim að sækja og verðum sjálfsagt í efri hluta deildar- innar en liðið er ungt að ámm, þannig að ég hef kannski ekki mikla trú á að við verjum titilinn. Það er bara svo erfitt að ætla búa til meistaralið á einu ári, við eigum kannski frekar mögu- leika á næsta tímabili en þetta tímabil verður kannski frekar notað til þess að móta liðið. Annars á maður aldrei að segja aldrei. Það vom nú ekki margir sem spáðu okkur sigri í íslandsmótinu í fyrra þannig að ég útiloka ekkert.“ En hvemig leggstfyrirliðahlutverkið í þig? „Bara ágætlega. Eg var íyrirliði hjá Haukum í eitt ár þannig að ég veit um hvað málið snýst. En það er mikil eftirsjá í Ingibjörgu sem fyrirliða, hún er fyrirliði af lífi og sál og mikil fyrirmynd fyrir ungu stelpumar. Hún verður bara að vera mér til halds og trausts enda efast ég ekki um að hún verði með okkur á bekknum í vetur þó hún spili ekki.“ Þorvarður Þorvaldsson er að hefja sitt þriðja ár sem formaður hand- knattleiksdeildar kvenna. Hann segir m.a. að hópurinn hafi nánast verið fullmótaður í júní en þá fór allt í baklás. „Þetta er búið að vera mjög erfitt í leikmannamálum hjá okkur. Við töldum okkur vera komin með lið í enda júní en svo kom skellur í enda ágúst og leikmenn sem við héldum að yrðu með okkur ákváðu að fara annað. Það má segja að við höfum misst átta leikmenn frá því í fyrra en hópurinn þá var fámennur þannig að við emm nánast að byrja upp á nýtt. Það gekk reyndar mjög vel að fá íslensku stelpumar en þær koma m.a. frá ÍR og Aftureldingu. Svo hefur ráðið þurft að leita á hveijum einasta degi að leik- mönnum út um alla Evrópu og hefur Hlynur sinnt því frábærlega. Þetta virðist vera að ganga upp hjá okkur. Við emm að fá tvær færeyskar stelpur og svo emm við búnir að ganga frá samningi við úkraínska vinstri handar skyttu sem lofar góðu. En við emm náttúmlega bara bjartsýnir á veturinn þó svo að við séum nokkuð á eftir hinum liðunum en yngri stelpumar sýndu það á móti Val í leiknum um meistara meistaranna að þær em tilbúnar að leggja sitt af mörkum." En er þetta ekki eilífðar barátta með leikmannamálin ? „Jú því miður er staðreyndin sú að við búum í fámennu bæjarfélagi og í ofanálag missum við margar stelp- umar í skóla á höfuðborgarsvæðið þegar þær hafa lokið framhalds- skólanáminu þannig að ég sé ekki að það sé hægt annað en að vera með þrjár til fjórar aðkomumanneskjur á hveiju ári. Svo emm við líka í samkeppni við fótboltann en þó við séum að fá leikmenn þá þurfa þeir ekkert frekar að vera erlendir, það er bara svo erfitt að fá góða íslenska leikmenn til okkar. En við höfum metnað í þessu og sjáum engan tilgang í að hanga í þessu á hálfum hraða. Við emm einfaldlega keppnisfólk og höfum metnað í að gera sem best. En þetta kostar að sjálfsögðu allt peninga, kannski sérstaklega hjá okkur hér í Eyjum. Það gekk vel í fyrra, við klámðum þá á núllinu en það kostaði mikla vinnu.“ Viltu koma einhverjum skilaboðum til stuðningsmanna liðsins ? „Ég vil bara byija á því að þakka fyrir stuðninginn á síðasta vetri, kannski sérstaklega í úrslitakeppninni. En við væntum til mikils af okkar stuðningsfólki, sérstaklega í vetur enda þurfum við sem Islandsmeistarar kannski að leggja ennþá meira á okkur í hverjum einasta leik. Ég vil bara hvetja fólk til að mæta á leikina frá byrjun, þá munum við ekki valda stuðningsmönnum okkar von- brigðum." Nýir leikmenn: Árún Ósk Guðgeirsdóttir frá Selfossi Edda Garðarsdóttir úr Aftuereldingu íris Sigurðardóttir úr Aftureldingu Ingibjör Y r Jóhannsdóttir úr ÍR Marina Bakulina frá Úkrainu Gunnley Berg frá Færeyjum Inga Falkvard Danberg frá Færeyjum. Leikmenn farnir: Guðbjörg Guðmannsdóttir Hind Hannesdóttir Anita Andreassen Mette Einarsen Anna Rós Hallgrímsdóttir Ingibjörg Jónsdóttir Andrea Atladóttir

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.