Fréttir - Eyjafréttir - 16.11.2000, Síða 2
2
Fréttir
Fimmtudagur 16. nóvember 2000
Siyðja blómaskála
við Hilmisgötu
Fyrir skömnru var greint frá því í
Fréttum að þeir Andrés Sig-
mundsson, bakari og Eiríkur Sæ-
land, í Eyjablómum, hefðu sótt um
lóð við Hilmisgötu. Þ;u hyggjast
þeir reisa gróðurskála og kal'filiús.
Á fundi bæjarstjómar, á mið-
vikudag í síðustu viku, lögðu
fulltrúar minnihlutans fram bókun
þess efnis að þeir fögnuðu hug-
mynd umsækjenda og legðu áherslu
á að þeim verði úthlutað umræddri
lóð. „Umræddur blómaskáli yrði
án efa lil að hleypa nýju lífi í
miðbæinn," segii' í bókun þeirra.
Dæmdur í sjö
mánaða fangelsi
Rúmlega tvítugur karlmaður var á
föstudaginn dæmdur í 7 mánaða
fangelsi fyrir líkamsárás á
fósturföður sinn í desember á
síðasta ári. Atvikið átti sér stað á
heimili þeirra í Dverghamrinum í
Eyjum.
Maðurinn stakk fósturföður sinn
með hnífi í öxl og háls. Héraðs-
dómur Suðurlands dæmdi hann til 7
mánaða fangelsisvistar og til
greiðslu sakarkostnaðar.
Héraðsdómurinn taldi að ósann-
að væri að maðurinn hefði vís-
vitandi ætlað að ráða fósturföður
sínum bana. Honum hljóti hins
vegar að hafa verið ljóst, að alvar-
legir áverkar gætu hlotist af þegar
hnífierbeitt.
Vill úr
landnytjanefnd
Á fundi bæjarráðs á þriðjudag lá
fyrir bréf frá Magneu Bergvins-
dóttur, frá 8. nóv., þar sem hún
óskar eftir lausn úr landnytjanefnd
og sem varaskoðunarmaður. Þetta
erindi var samþykkt og verður
tilnefnt í ofangreindar nefndir á
næsta fundi bæjarstjórnar.
Handalögmál
í dagbók lögreglu voru alls 185
færslur eftir síðustu viku. Er það
heldur færra en var í vikunni á
undan og því ekki annað sjá en enn
sé rólegt hvað löggæsluna varðar.
Ein líkamsárás var kærð í vikunni
og átti sér stað á öldurhúsi að-
faranótt föstudags. Þar varð ósætti
milli tveggja gesta staðarins og
endaði með handalögmálum. Hlaut
annar þeirra áverka eftir þau
samskipti og hefur kært verknaðinn.
Árekstur og á hvolf
Tvö umferðaróhöpp urðu í vikunni.
Hið fyrra á Birkihlíð þar sem
léttbifhjól og bifreið rákust saman.
Ekki urðu slys á fólki en nokkurt
tjón varð á ökutækjum. Seinna
óhappið átti sér stað á Fellavegi en
þar missti ökumaður stjórn á bifreið
sinni með þcim afieiðingum að hún
lenti á hvolfi. Ökumaðurinn var
fluttur á sjúkrahús en slapp með
mar og skrámur. Bifreiðin er
töluvert skemmd.
Vetrargolf
Þó svo að golfvertíðinni sé lokið cr
rétt að benda á Vetrarkeppnina í
golfi sem l'ram fer á hverjunt
laugardagsmorgni þegar veður
leyfir. Mótsgjald er 500 kr. og er
kaffi og meðlæti innifalið í því.
Fjárhagsstaðan rædd í bæjarstjórn:
Harðar deilur
Á bæ jarstjórnarfundi í síðustu viku
urðu talsverð orðaskipti milli meiri-
hluta og minnihluta vegna milli-
uppgjörs og skuldastöðu bæjarins.
I bókun frá minnihlutanum segir að
samkvæmt milliuppgjöri bæjarsjóðs,
sem miðast við 31. ágúst sl., komi
fram að ýmsir liðir muni standast,
miðað við ijárhagsáætlun, en aðrir fari
langt fram úr áætlun og sé það
áhyggjuefni. Á sama tíma rjúki skuld-
ir bæjarsjóðs upp úr öllu valdi, aukist
um 520 milljónir frá áramótum til
ágústloka og sýni að fjármálastjórn
sjálfstæðismanna hafi gersamlega
mistekist. Höfuðástæða versnandi
efnahags bæjarfélagsins sé röng stefna
sjálfstæðismanna í fjármálum og
aðgerðaleysi í atvinnumálum. Þá
segir í bókuninni að þessi stefna sýni
ótrúlega skammsýni enda láti afleið-
ingamar ekki á sér standa. Því sé
nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að
snúa vöm í sókn og freista þess að
koma íjármálum bæjarfélagsins í lag
og efla atvinnulífið í stað þess að
aðhafast ekkert eins og sjálfstæðis-
menn hafi gert.
Bæjarfulltrúar sjálfstæðismanna
lögðu fram bókun þar sem segir að í
endurskoðaðri ijárhagsáætlun komi
fram að jafnvægi sé milli breytinga á
gjalda- og tekjuliðum í rekstri. Þá
liggi fyrir samhljóða samþykkt bæjar-
stjómar um byggingu á nýjum,
tvöföldum íþróttasal, kaup á tveimur
kennslustofum við Bamaskólann og
framkvæmdum við bókasafn skólans,
ásamt búnaðarkaupum og ýmsum
samþykktum í bæjarráði og nefndum
bæjarins. Samt sem áður sé lántaka
níu milljónum króna lægri en sam-
þykktir ársins og sé það ánægjulegt.
Þá segir í bókuninni að á næsta ári
verði haldið áfram með byggingu
íþróttasalarins og hugsanlega bmgðist
við með fjölgun stofa í Hamarsskóla.
Síðar verði tekin ákvörðun um
framtíðarbyggingu grunnskólanna
þegar reynsla verði komin á notkun
nýju kennslustofanna og aðrar breyt-
ingar í skólamálum. Lántöku- og
stimpilgjaldakostnaður vegna Kaup-
þingsláns sé allur færður á árinu. Áð
því loknu sé framkvæmdastaða mjög
sterk og ekki víst að fara þurfi í miklar
framkvæmdir til viðbótar. „Þjónustu-
stig í Eyjum verður eitt það hæsta sem
boðið er upp á á landsbyggðinni og af
því emm við bæjarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins mjög stoltir," segir í
lok þessarar bókunar.
Þessu svaraði minnihlutinn, að loknu
umbeðnu fundarhléi, með enn einni
bókun þar sem segir að bókun meiri-
hlutans beri með sé að bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokks geri sér ekki grein
fyrir alvarlegri stöðu íjármála
bæjarins, á sama tíma og umræða fari
fram í bæjarstjóm um þessa alvarlegu
stöðu. „Samþykktir okkar um auknar
lántökur hafa allar verið í trausti þess
að breytt verði um stefnu í fjárhags-
og atvinnumálum í Vestmannaeyjum,
enda er það forsenda þess að rétta
megi við alvarlega stöðu bæjar-
félagsins," segir í þessari lokabókun
minnihlutans.
Megi klukkan vernda
Fyrir skömmu barst formanni
sóknarnefndar Landakirkju, Jó-
hanni Friðfinnssyni, bréf frá íbúum
bæjarins Lom í Noregi en þeir gáfu
kirkjuklukkuna í Stafkirkjuna á
Skansinum og aibcntu gjöfina þann
30. júlí í sumar. Við birtum hér
bréfið, lítið eitt stytt.
Agætu Islendingar.
Fyrst af öllu viljum við þakka þá
hlýju sem við fundurn fyrir á Islandi,
bæði þá hlýju sem við fundum frá
íslenskri jörð og einnig þá hlýju
hjartans sem við fundum hjá ykkur
íslendingum hvar sem við komum.
Okkur fannst freistandi að fara að
dæmi Ingólfs Arnarsonar, fyrir
rúmum 1100 ámm, hann fórekki aftur
heim.
Hvort sú kirkja, sem hinn fyrsti
Ólafur í röð norskra konunga sendi
yfir hafið til íslands, var búin kirkju-
klukku, vitum við ekki með vissu. Þó
hefur klukkan fylgt kristinni kirkju frá
upphafi hennar þannig að þeir Gissur
og Hjalti gætu hafa haft klukku með
til Vestmannaeyja.
Þegar þessi klukka kallar til tíða í
Vestmannaeyjum í dag og í
framtíðinni, vonum við Lom-búar að
hljómurinn beri vott um sterk tengsl
milli bræðraþjóða. Von okkar og trú
er að þau tengsl eigi eftir að styrkjast í
fullvissu um sameiginlegan menn-
ingararf okkar.
Frummynd þeirrar kirkju sem vígð
var í júlí, stafkirkjan frá Haltdalen,
stóð þar í nær 600 ár. Sú kirkja hefur
séð norrænar bræðraþjóðir í stríði.
Þessi eftirlíking hennar á Islandi á að
vera tákn unt frið og vináttu á
Norðurlöndum.
Við Norðmenn eigum það mest
Snorra Sturlusyni að þakka að saga
okkar skuli hafa varðveist. Því erum
við Lom-búar þakklátir fyrir að hafa
fengið að heimsækja Reykholt og sjá
gröf Snorra. Við þekkjum áhuga
ykkar Islendinga á að nota söguna sem
verkfæri til að mynda framtíðina.
Að hringja kirkjuklukkunt hefur um
aldir verið örugg leið til að særa burt
illar vættir og tröll. I þúsund ára gam-
alli norskri þjóðsögu segir af því þegar
Ólafur konungur helgi vildi láta reisa
kirkju en var illa séð af tröllum sem
bjuggu í fjallinu ofan við þann stað
sem kirkjan skyldi rísa. Þegar kom að
því að vígja kirkjuna, á hvítasunnu,
ákváðu tröllin að urða kirkjuna með
grjóti. En þá hringdi klukka Ólafs
hins helga, stöðvaði grjótskriðuna og
unt leið steinmnnu tröllin. Von okkar
er sú að klukkan í Stafkirkjunni megi
einnig vemda kirkjuna fyrir ágangi
þeirra afla sem vilja eyða henni.
Til hamingju með kirkjuna og
klukkuna.
Kveðjurfrá Listafélaginu í Lom.
Erik Holö.
Nemendur Framhaldsskólans tölvuvæðasí
Búið er að ganga frá samningi
milli Framhaldsskólans,
Nýherja og Islandsbanka,
vegna kaupa nemenda
Framhaldsskólans á
svonefndum fistölvum.
Á laugardaginn var, um leið
og Tölvun flutti í nýtt húsnæði,
voru samningar undirritaðir og
fyrstu 20 tölvurnar afhentar
nemendum. Alls hafa um 40
nemendur Iýst yfir áhuga sínum
á þessum tölvukaupum og enn
eru nemendur að bætast við á
þann lista en um 30 þeirra hafa
þegar staðfest kaup á tölvum.
Ólafur Hreinn Sigurjónsson,
skólameistari, segir að á næstu
dögum verði byrjað að koma
upp örbylgjuneti í
Framhaldsskólanum sem gerir
notendum kleift að tengjast
netinu þráðlaust en það er
gífurlegur kostur og í raun
frumsenda þess að tölvurnar
geti nýst nemendum að fullu í
sínu námi.
Frá undirskrift samningsins, Óðinn Steinsson frá íslandsbanka, Ólafur skólameistari, Davíð
Guðmundsson framkvæmdastjóri Tölvunar og Þórarinn Kópsson frá Nýherja.
Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir
Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi47 II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-
1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www. eyjaf retti r. is
FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum
Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn og i Jolla í Hafnarfirði. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000
eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.
1
FRETTIR