Fréttir - Eyjafréttir - 16.11.2000, Blaðsíða 6
6
Fréttir
Fimmtudagur 16. nóvember2000
Bára Friðriksdóttir skrifar um tónleika Tónsmíðafélagsins:
Tónaflóð í Vélasalnum
Það var eftirvænting í gamla
úhaldahúsinu síðastliðið laugar-
dagskvöld þegar Tónsmíðafélag
Vestmannaeyja hélt tónleika.
Salurinn var orðinn að kaftihúsi
með sviði þar sem trommurnar
voru afgirtar með plastbúri. I einu
horninu lúrði Citroenbifreið
skólastjóra Tónlistarskólans eins og
tónvörður og salurinn að fyllast.
Fyrir mig, sem Vestmannaeying,
var það mjög spennandi að fá að hlýða
á Eyjagrúppu og satt að segja komu
sum andlitin á óvart, hvað þá að lang-
flest laganna og textamir væru
frumsamið efni eftir Eyjamenn.
Brasstríóið 3/5 hitaði upp með
nokkmm þekktum lögum, en þar
verma stólana Ósvaldur Freyr Guð-
jónsson, Eggert Björgvinsson og Páll
Pálsson. Tónsmíðafélag Vestmanna-
eyja skipa Ósvaldur Freyr Guð-
jónsson, píanó, gítar ásamt söng og
átti hann flest lög og texta. Högni
Hilmisson spilaði á bassa, gítar og
raddaði en bróðir hans Óðinn lék á
bassann og ásláttarhljóðfæri.
Hrafnhildur Helgadóttir er söng-
kona hljómsveitarinnar en „grúpp-
peyjar“ hennar þetta kvöld voru
Kristleifur Guðmundsson og Kristinn
Bjömsson sem einnig spilaði á
harmonikku og munnhörpu. Þau eiga
það sammerkt að vera að feta sín
fyrstu spor í opinberri söngfrægð.
Agúst Ingvarsson á gítar og slagverk
og í búrinu barði Grímur Gíslason
húðir. Kynnir kvöldsins Palli Páls. sá
einhverja líkingu með Grími og Dýra
í Prúðuleikurunum, hvort rétt er skal
ósagt látið.
Þegar kemur að tónlistargagnrýni
get ég ekki haft mörg orð sökum fá-
fræði en eitt veit ég að skemmtunin
var mín þetta kvöld og er ég viss um
að svo var um fleiri. Leikgleði Tón-
smíðafélagsins var mikil og góð í
hverju popplaginu á fætur öðru.
Aðeins bar á því að stilla hefði betur
mátt saman raddir í hljóðnemum og
jafnvægi á milli hljóðfæra var ekki
alltaf sem skyldi. En eitt var það sem
kom óþægilega við eyru. Þar var á
ferð málvilla en ekki tónlist. Lag
Einars Þórs Hannessonar heitir Það er
bara þú, en persónufomafnið þú tekur
alltaf með sér ert en ekki er.
Hvað tónlistina snertir var það
óneitanlega ánægjuefni að sjá kokkinn
á trommunum og Gústa á Herjólfi á
bongó. Vestmannaeyingar vissu að
þeir ættu góðan tónlistarmann í Obba
en hver vissi um Hrafnhildi, Kristleif
fmm
j [[> . ' j|^( , - T % 1 1 ~Tj|i
HLJÓMSVEIT Tónsmíðafélagsins, Kristinn, Högni, Óðinn, Grímur og Ósvaldur.
GAMLI vélasalurinn, sem hýst hefur margar athyglisverðar myndlistarsýningar var allt í einu orðinn
að kaffihúsi sem bauð upp á skemmtilega tónlist.
og Kristin? Bræðurnir tóku ótrúlega
syrpu í laginu Allra veðra von,
frumsamið af Óðni. Stflbrigðin minntu
á eitthvað frá 1970 og krafturinn var
mikill. Engu líkara en að Eyjaveðrið
brytist út í hljómunum.
Tónsmíðafélagið llutti tólf frum-
samin lög, þar af vom átta eftir Ósvald
og átti hann texta við sjö laganna.
Óðinn átti eitt lag. Tómas Ingi
Tómasson eitt lag þar sem texta-
höfundur er tilgreindur ónefndur
KR-ingur. Jóhannes Agúst Stefáns-
son og Einar Þór Hannesson áttu hvor
sitt lagið með texta. Ámi Johnsen
samdi texta við eitt laga Ósvalds. Eina
lagið í sjálfri dagskránni sem var ekki
eftir Eyjamann var Angels, samið af
KK, svo ekki var ráðist á garðinn þar
sem hann er lægstur. Sérstaka athygli
mína vakti lagið Stjama skær eftir
Ósvald.
Perla kvöldsins var Iris Guð-
mundsdóttir með sína fallegu rödd.
Hún flutti fjögur frumsamin lög og
texta. Allt „gospel" eða eins og hún
sagði sjálf: „Þetta em trúarleg lög eins
og þið hafið sjálfsagt átt von á.“
Textarnir vom allir á ensku, fannst
mér það helst til ljóður, en hver hefur
heyrt gospel á íslensku? Þetta er í
fyrsta sinn sem íris syngur eigin lög
og texta opinberlega. Margrét Hjálm-
arsdóttir var bakrödd og undirleik
annaðist Högni. Féll klassískur
gítarhljómurinn vel að röddunum.
Kvöldið var sigur fyrir tónlistar-
fólkið allt. Það er frábært að vita til
þess að á dimmum síðkvöldum sé fólk
í bænum að vinna að skapandi
verkefnum eins og dægurlögum og
textagerð. í því felst sköpunargleði og
fmmkraftur. Þetta kom berlega í ljós á
tónleikum Tónsmíðafélagsins og ber
félagið nafn með rentu. Þetta er lof-
samlegt framtak og óska ég þátt-
takendum til hamingju.
Séra Bára Friðriksdóttir.
Að þessu sinni féllst skrifari á að Ijá dálk sinn
undir lesendabréf og auk þess að aðstoða
höfimd þess lítillega við orðalag bréfsins.
Höfundurinn, sem lagður hefur verið í einelti,
bœði af yftrvöldum og Fréttum, vill ekki koma
fram undir nafni vegna ótta umfrekara einelti.
Nú er mér nóg boðið. Undanfama mánuði
höfum við ökumenn í Vestmannaeyjum verið
lagðir í einelti og undir það kynt af blaðinu
Fréttum sem vikulega slær því upp að ökumenn
í Vestmannaeyjum hafi verið kærðir fyrir það
sem þeir kalla brot á umferðarlögum.
Já, mér er nóg boðið því að í síðustu viku,
þegar ég kom að bílnum mínum einn morg-
uninn, var búið að klippa af honum númerin.
Þau höfðu verið klippt af í skjóli nætur. Þegar
ég fór svo að grennslast fyrir hverju þetta sætti
þá fékk ég það beint í andlitið að komið hefði
verið langt fram yfir skoðun.
Nú vissi ég vel að komið var fram yfir skoðun
og búinn að fá einhvem blaðsnepil unt það. En
síðustu vikur hef ég bara ekki mátt vera að því
að láta skoða bflinn, ætlaði að gera það í vikunni
ef ég hefði haft tíma til. Svo fæ ég nú ekki séð
að það skipti höfuðmáli þótt einhverjir dagar eða
vikur fari fram yfir skoðun enda er bfllinn alltaf
í topplagi hjá mér og ef eitthvað er að þá ek ég
bara þeim mun varlegar svo að engin hætta er á
ferðum.
En þá kemur þessi aðkomumaður sem segist
stjóma löggunni í Vestmannaeyjum og tekur
menn úr vinnu hjá lögreglunni til þess eins að
stela númemm af bflnum mínum. Svo hótar
hann að kæra mig og sekta.
Síðan þessi aðkomumaður kom til Vest-
einetti og smjatti
mannaeyja og fór að skipta sér af öllum
mögulegum hlutum, ekki síst okkur öku-
mönnum, hefur ástandið stórversnað og nú fáum
við aldrei að vera í friði með neitt. Við emm
hundeltir, teknir fyrir að aka of hratt, leggja
ólöglega, gefa ekki stefnuljós og láta ekki skoða
bflana okkar. Og svo smjatta Fréttir á öllu
saman.
Ég var gráti nær þama um morguninn þegar ég
sá hvemig búið var að fara með bflinn minn og
það fyrir ekki meiri sakir en þær að hafa dregið
í nokkra mánuði að fara með hann í skoðun.
Svo datt mér í hug hvað hefði nú verið sagt ef
svona hefði verið farið með fólkið sem lenti í
árekstri á Þrengslaveginum unt daginn. Ef
númerin hefðu nú bara verið klippt af bflnum
þeirra og sagt að hann væri ekki ökufær og þeim
væri nær að vera að lenda í árekstri. Það hefði
ekki þótt góð latína þegar ég var að læra.
Ég er orðinn aldraður maður. Ég er fæddur og
uppalinn í Vestmannaeyjum og hef unnið
hörðum höndum allt mitt líf. Ég hef borgað mín
gjöld til bæjarins og haft fólk í vinnu, margt af
því fætt og uppalið í Vestmannaeyjum, og það
hefur líka borgað sín gjöld til bæjarins. Eina
ánægjan mín í ellinni hefur verið að keyra um á
bflnum mínum, nú er búið að hafa þá ánægju af
mér, það er aðkomumaður sem stendur fýrir því
og Fréttir smjatta á þessum ófögnuði.
Ég fæ ekki séð að íbúum eigi eftir að ijölga í
Vestmannaeyjum ef svona á að koma fram við
okkur sem erum fæddir hér og búum hér enn og
emm lagðir í einelti alla daga.
Greinarhöfundur er aldraður, harðduglegur,
fyrrverandi athafnamaður í Eyjum, fœddur þar
og uppalinn.