Fréttir - Eyjafréttir - 16.11.2000, Síða 9
Fimmtudagur 16. nóvember 2000
Fréttir
9
Árlegur göngudagur fjölskyldunnar var sl. laugardag. Alls tóku milli 30 og 40 manns þátt í göngunni og
létu ekki á sig fá frost og stífan vind en veður var bjart.
Gangan hófst á Skanssvæðinu þar sem Olafur Týr Guðjónsson, kennari, rakti sögu þeirra minja sem
er að finna á safnasvæðinu við Skansinn en þar eru m.a. Landlyst og stafkirkjan.
Þaðan var gengið sem leið lá upp að Safnahúsi þar sem veitingar biðu göngufólksins.
Frá handknattleiksráði kvenna:
Bestu stelpur í heimi?
Leikur okkar gegn einu sterkasta liði
heims, Buxtehude frá Þýskalandi, var
frábær reynsla fyrir okkur. Buxtehude
sýndi handboltatakta eins og þeir
gerast bestir í heiminum í dag. Okkar
stelpur sáu aldrei til sólar í þessum leik
og ekki furða þar sem um allt annan
styrkleika á liðum er að ræða.
Samt sem áður var hér um að ræða
mikilvæga reynslu fyrir okkar stelpur
að fá að spila við eitt besta liðs heims.
Það er ekki oft sem slíkt tækifæri
býðst á ævinni. Einnig gátu
áhorfendur orðið vitni að handbolta
eins og hann gerist bestur í dag. Þrátt
fyrir slæmt tap gegn Buxtehude
megum við vera ánægð að hafa fengið
þetta tækifæri til að spila gegn einu
besta liði heims. Þessir evrópuleikir
voru dýrmæt reynsla fyrir liðið og
ekki síður skemmtileg lífsreynsla.
Það er einnig frábært að Vest-
mannaeyingar skuli hafa fengið
tækifæri til að sjá þetta frábæra lið frá
Þýskalandi og vonandi höfðu áhorf-
endur mikla ánægju af. Við vorum að
vonast eftir fleirri áhorfendum en við
þökkum þeim kærlega íyrir er komu á
leikinn. Einnig viljum við þakka öllu
því fólki er lagði hönd á plóginn með
vinnu og íjárframlögum til að gera
þessa Evrópuleiki mögulega. Stuðn-
ingsmenn og fyrirtæki okkar eiga
þakkir skildar.
Nú loks er allur hópurinn kominn
saman, nú síðast komu Anita And-
reassen ffá Noregi er lék með okkur á
síðasta ári og spilaði frábærlega fyrir
okkur þá. Þá hefur einnig gengið til
liðs við okkur júgóslavnesk stúlka er
heitir Tamara Mandzic en hún lék
annars í Þýskalandi í 4 ár og varð
evrópumeistari fyrir 2 árum. Tamara
er frábær leikmaður sem á eftir að
styrkja lið okkar mikið.
Við lofum Vestmannaeyingum
góðum kvennahandbolta í vetur og
vonumst eftir sama stuðningi og á
síðasta ári frá öllu okkar stuðn-
ingsfólki, bæði einstaklingum sem og
fyrirtækjum.
Handknattleiksdeild kvenna ÍBV
KYNNING
A föstudaginn verður kynning á
haust- og vetrarlínunni í förðun frá
OO^olx/íiE. li liGo
10%
kynningarafsláttur
Verslunin
JfWOB&R
Miðstræti 14 Vestmannaeyjum
Ársfundur
Ársfundur Þróunarfélags
Vestmannaeyja verður haldinn
miðvikudaginn 22. nóvember
kl. 20.00 í húsnæði Háskóla
Islands í Vestmannaeyjum.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Nýtt merki Héraðsskjalasafnsins:
Logi Jes hlutskarpastur
í tílefni af 20 ára afmæli
Héraðssk jalasafns Vest-
mannaeyja, fyrr á þessu ári, var
haldin hugmyndasamkeppni um
merki fyrir safnið. Ákveðið var að
tiliögunum skyldi skiiað undir
dulnefni, og að nafn, heimilisfang
og símanúmer höfundar skyldi
fylgja með í lokuðu umslagi.
Verðlaun fyrir endanlega útfærslu
merkisins voru ákveðin 50.000 kr.
Alls bárust 28 tillögur frá fimm
aðilum í keppnina. Sérstök
dómnefnd, sem skipuð er
héraðsskjalaverði, menningar-
málafulltrúa, menn-
ingarmálanefnd og forstöðumanni
Safnahúss, hefur nú samþykkt að
velja tillögu sem merkt var
dulnefninu „Friðrik“ sem
framtíðarmerki fyrir
Héraðsskjalasafn Vestmannaeyja.
Höfundur tillögunnar reyndist
vera Logi Jes Kristjánsson,
Brekkuseli 30 í Reykjavík.
Dómnefndin taldi þessa tillögu
vera mjög vel ígrundaða og
Héraðsskjalasafn
vestmannaeyja
ÞANNIG lítur merkið út sem
Logi Jes hannaði.
fagmannlega unna og að
afraksturinn sé einfalt og stflhreint
merki sem auðvelt sé að vinna með
í allri prentvinnslu í framtíðinni.
Dómnefndin vill hér með þakka
öllum þátttakendum í
hugmyndasamkeppninni fyrir
allar skemmtilegu tillögurnar sem
komu virkilega á óvart og voru
margar hverjar stórsnjallar.
FORELDRAR Loga Jes, Ágústa Friðriksdóttir og Kristján Egilsson taka við verðlaunum úr hendi
Jónu Guðmundsdóttur, forstöðumanns Héraðsskjalasafnsins.