Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 16.11.2000, Qupperneq 14

Fréttir - Eyjafréttir - 16.11.2000, Qupperneq 14
14 Fréttir Fimmtudagur 16. nóvember 2000 Þessi þjónusta er fyrst og fremst fyrir almenning -segir Jóhanna María Einarsdóttir, forstöðumaður Kaupþings í Vestmannaeyjum JÓHANNA MARÍA: Við sjáum stimdum talsverðar sveiflur milli mánaða hjá fyrirtækjum en það er fímm ára þróunin sem skiptir máli og hún er yfirleitt hæg og sígandi upp á við. Um síðustu áramót var opnað í Vestmannaeyjum útibú frá Kaupþingi í Reykjavík. Bjarki Brynjarsson veitti því forstöðu í upphafi en hætti störfum þar í sumar. í júlí tók Jóhanna María Einarsdóttir við sem forstöðumaður Kaupþings. Jóhanna María er fædd á Selfossi en fluttist hingað með foreldrum sínum stuttu eftir gos. „Pabbi, Pálmi, vann í Geisla hjá Tóta en mamma, Barbara Wdowiak, vann m.a. í Sparisjóðnum, svo að ég er ekki með öllu ókunnug í Vestmannaeyjum," segir Jóhanna María. Fjölskyldan flutti svo frá Eyjum og Jóhanna María stundaði sitt fram- haldsnám uppi á landi, lauk prófum í viðskiptafræði frá Háskóla íslands 1996. Það sama ár flutti hún ásamt fjölskyldu sinni til Eyja á ný. „Mér var boðið starf hjá Flutningamiðstöð Vestmannaeyja og ákvað að taka því. Sjálfsagt hefði ég ekki komið til Eyja nema vegna þess að mér bauðst gott starf hér. Svo fór ég í bameignarfrí, vann síðan í tvö ár hjá Skattstofunni en tók við þessu starfi hjá Kaupþingi í júlí,“ segir Jóhanna María. Jóhanna María er gift Þorvaldi Kristinssyni, blikksmið í Vélsmiðj- unni Þór og þau eiga tvær dætur, ellefu ára og þriggja ára. Eins konar tengiliður I hverju felst þitt starf'! Hvað er Kaupþing eiginlega? „Eg er umboðsmaður Kaupþings í Vestmannaeyjum og býð upp á þá þjónustu sem Kaupþing í Reykjavík er með. Er eins konar tengiliður við Kaupþing í Reykjavík. Mitt aðalstarf felst í fjármálaráðgjöf fyrir einstaklinga. Við bjóðum upp á eignastýringu sem felst í því að Kaup- þing tekur við fjármunum einstak-1 inga og ráðstafar þeim í samræmi við íyrirfram ákveðnar íjárfestingastefnur. Allt að 40 manns vinna hjá Kaupþingi við eignastýringu og þar er til staðar mikil sérfræðiþekking á verðbréfum." Eru Vestmannaeyingar mjög með- vitaðir um þessa starfsemi í Vestmannaeyjum ? „Nei. Raunar má segja að ég hafi ekki mikið látið á mér bera fram til þessa. Bjarki hætti í vor, ég tók við í júlí og hef ekki gert mikið að því að auglýsa þessa starfsemi. Auk þess er ég framkvæmdastjóri Fjárfeslinga- félags Vestmannaeyja. Þar voru ákveðin verkefni sem þurfti að ljúka. Þau hafa tekið sinn tíma og því hef ég ekki verið mjög áberandi til þessa.“ Fer eftir áhættunni Er þessi þjónusta fyrir allan almenning eða aðeins fyrir sérhœfða Jjármálaspekúlanta ? „Fyrst og fremst fyrir almenning en einnig fyrir þá sem spekúlera í fjármálum. Spamaður er okkar fag, hvort sem um er að ræða einstaklinga í reglulegum spamaði eða lífeyrissjóði í heildarrekstri." Ef ég kœmi nú til þín með hálfa milljón sem ég vildi fjáifesta í verðbréfum. Aðstoðar þú mig við það? ,Já.“ I framhaldi af því. Hver er besta ávöxtunin sem þú gœtir boðið mér upp áídag? ,,Það fer ettir því hve mikla áhættu þú vilt taka. Það er mjög einstak- lingsbundið og ekki hægt að gefa út neina ákveðna tölu um ávöxtun. En það er að mínu viti mikið af góðum kauptækifærum í dag. Sem dæmi get ég gefið að án vem- legrar áhættu er unnt að ná ávöxtun upp á 8-10% en ríkisskuldabréf em að gefa tæp 7%. Ef fólk vill taka mikla áhættu þá getur ávöxtun farið allt upp í 50% og við höfum dæmi um 100% ávöxtun á nokkmm vikum en slíku er nú bara hægt að jafna við það að fá hæsta vinning í Lottói. Raunhæft er að tala um 10 til 20% ávöxtun ef fólk vill taka áhættu en því fylgir líka sá möguleiki að tapa stórt. Sérfræði- þekking Kaupþings liggur ekki síst í því að draga úr áhættu þegar ijárfest er í verðbréfum." Hægt og sígandi upp á við Nú er algengt að fólk kaupir hlutabréf fyrir áramót, vegna skattafsláttar. Síðan er þeim bréfum stungið niður í skúffu og beðið fram að nœstu ára- mótum. Þarf fólk að pœla eittlrvað í þessum bréfum sínum eða getur Kaupþing gert það ? „Ef fólk er í eignastýringu, eins og ég minntist á áðan, þá sér Kaupþing um það. Svo fer þetta líka eftir því hvers konar bréf fólk er að kaupa. Hluta- bréfasjóðimir dreifa áhættunni. Ef fólk íjárfestir líka í ákveðnum fyrir- tækjum þá er rétt að fylgjast með gengi fyrirtækjanna. Það á að líta á ljárfestingu í hlutabréfum til a.m.k. fimm ára. Við sjáum stundum tals- verðar sveiflur milli mánaða hjá fyrirtækjum en það er fimm ára þróunin sem skiptir máli og hún er yfirleitt hæg og sígandi upp á við. Horft til hugsvits, ekki steinsteypu Nú var um síðustu áramót settur á laggimar sjóður til nýsköpunar- verkefha. Hvers konar sjóður er það ? „Þetta er hlutafélag, að nokkm leyti í eigu heimamanna. í það vom lagðar 125 milljónir króna frá heimamönnum og Uppsprettu, sem er áhættu- fjárfestingasjóður í rekstri Kaupþings, og svo 250 milljónir króna frá Ný- sköpunarsjóði atvinnulífsins. Stefna þessa félags er að koma fyrirtækjum af stað með því að leggja fram hlutafé til nýsköpunar. Þegar tíu ár verða liðin frá stofnun sjóðsins, þ.e. frá síðustu áramótum, verður hann lagður niður og hlutabréfin seld. Þá verður Fjárfestingafélag Vestmannaeyja einnig gert upp.“ Hvað þaiftil aðfá úthlutaðfé úrþessu félagi ? „Góða arðbæra hugmynd.“ Hve margir Vestmannaeyingar hafa sótt um hlutafé úr þessum sjóði og fengið úthlutun ? „Tveir aðilar hafa sótt um en hvorugur uppfyllti þau skilyrði sem sett vom. Aðeins hefur verið úthlutað til eins verkefnis og það er á Suðumesjum. Sjóðurinn er skilgreindur sem fjárfesting í hátækni og upplýsinga- tækni, með áherslu á landsbyggðina. Nokkurs misskilnings hefur gætt með hlutverk hans. T.d. er ekki unnt að fá fé til að stofna verslun af því tagi sem ekki hefur verið til staðar í Vest- mannaeyjum, t.d. gleraugnaverslun. Það telst ekki til nýsköpunar. Með þessum sjóði er horft til hugvits, fram hjá steinsteypunni, eitthvað sem tengist þekkingariðnaði. Nýtið sérfræðiþekkinguna Hvað ráðleggur þú fólki í sambandi við verðbréfaviðskipti? „Að nýta sér sérffæðiþekkingu þeirra sem starfa á verðbréfamarkaði, að leita ráðgjafar, fjárfesta í verðbréfasjóðum eða fara í eignastýringu." Sigurg. Efnileg fermingarbörn Fermingarbömin fjölmenntu á fermingarbamamót sem haldið var í Landakirkju síðastliðinn fimmtudag. Voru þau í kirkjunni frá því kl. níu um morguninn til að verða tíu um kvöldið. Þau höfðu margt skemmtilegt fyrir stafni, fóm í sund fengu vitaskuld kristilega fræðslu, tóku þátt í ljósmyndakeppni, svömðu spurningum inni á vinnustöðum, fengu snúð og pitsu og enduðu kvöldið með frábærri kvöldvöku og helgistund í kirkjunni. Foreldmm var boðið á kvöldvökuna, eitthvað heyrðist kvartað hjá einstaka unglingi að mamma og pabbi væru orðin of hallærisleg til að taka þátt í svona skemmtun. Við í kirkjunni gátum komið þeim í skilning um að foreldramir þyrftu að fá að taka þátt í tjörinu því að án þeirra íhlutunar væm engin bömin til, hvað þá ferm- ingarböm. Hópurinn var vel sam- stilltur og leiddu Olafur Jóhann Borgþórsson, Skapti Öm Ólafsson og Helga Jóhanna Harðardóttir daginn ásamt prestunum að ógleymdri aðstoð Maríu Gunnarsdóttur og Halldórs Hallgrímssonar. Sigurvegarar dagsins voru fermingarbömin sem stóðu sig með prýði. Sr. Bára Friðriksdóttir MYNDARLEGUR hópur fermingarbarna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.