Fréttir - Eyjafréttir - 16.11.2000, Blaðsíða 18
18
Fréttir
Fimmtudagur 16. nóvember2000
Landa-
KIRKJA
- hjartanlega velkomin!
Fimmtudagur 16. nóvember
Kl. 10.00 Foreldramorgunn, hjúkr-
unarfræðingur verður til skrafs og
ráðagerða.
Kl. 14.30 Helgistund á Heil-
brigðisstofnun, dagstofu 3. hæð,
heimsóknargestir velkomnir.
kl. 17.30 TTT Tíu til tólf ára starf á
fullu.
Laugardagur 17. nóvember
Kl. 14.15 æfing Litlir lærisveinar,
safnaðarheimili.
Sunnudagur 19. nóvember
Kl. 11.00 Sunnudagaskólinn á
sínum stað. Litlir lærisveinar
syngja og bam borið til skímar.
Kl. 20.00 Þjóðlagamessa. Notaleg
stund í kirkjunni fyrir alla fjöl-
skylduna. Litlir lærisveinar leiða
söng og valinkunnur hópur tón-
listarfóks leikur undir. Ferm-
ingarböm leggja sitt að mörkum í
stundinni. Æskulýðsfundurinn
rennur inn í þjóðlagamessuna.
Mánudagur 20. nóvember
Kl. 17.00 Æskulýðsstarf fatlaðra í
safnaðarheimilinu.
Kl. 20.00 Saumafundur kven-
félagsins.
Þriðjudagur 21. nóvember
Kl. 16.30 Kirkjuprakkarar, heim-
sókn á Hraunbúðir, allir 7-9 ára
krakkar velkomnir.
Miðvikudagur 22. nóvember
Kl. 20.00 Opið hús fyrir unglinga í
KFUM&K-húsinu. Hleypt inn
meðan húsrúm leyfir.
Hvi'tasunnu-
KIRKJAN
Fimmtudagur
Kl. 20.30 Biblíulestur
Laugardagur
Kl. 20.30 Bænasamkoma - um-
sjón Lilja Óskarsd.
Sunnudagur
Kl. 15.00 Vakningarsamkoma -
Þriðjudagur
Kl. 17.30 Krakkakirkjan
Verið hjartanlega velkomin að
leita Drottins meðan hann er að
finna!
Hvítasunnukirkjan
Allir hjartanlega velkomnir
Aðventkirkjan
Fimmtudagur 16. nóvember
Kl. 20.00 Samvera og bænastund
Luugardugur 18. nóvember
Kl. 10.00 Biblíurannsókn.
Allir hjartanlega velkomnir.
Biblían
talar
sími
481-1585
Knattspyrna: Lokahófið hjá stelpunum
Karen besti leikmaðurinn
-Samantha Britton markahæst
Lokahóf kvennadeildar ÍBV í knattspyrnu fór fram í Þórsheimilinu á laugardagskvöldið og var þar mikið fjör eins og alltaf þegar ÍBV-konur bregða á
leik. Veittar voru viðurkenningar fyrir afrek sumarsins og bar þar hæst að Karen Burke var valin besti leikmaður tímabilsins. Samantha Britton var
markahæst í sumar, Petra Bragdóttir þótti sýna mestu framfarirnar í sumar og Sigríður Inga Kristmannsdóttir fékk bikar fyrir að vera jákvæðasti
persónuleikinn. Þá fékk Lind Hrafnsdóttir Fréttabikarinn.
uír m' 10
flfw 3 Al Wr *« 1B
■1 H m wML - 1 Wttk mfi
ÍL mIa ' . - T ■■
m t
imr .aW’
ÞEIR leikmenn sem mættir voru á lokahófið. Efri röð frá vinstri: Rakel Rut Stefánsdóttir, Elfa Ásdís Ólafsdóttir, Hjördís
Jóhannesdóttir, Elena Einisdóttir, Fanný Yngvadóttir, Sigríður Inga Kristmannsdóttir, Sigríður Ása Friðriksdóttir, Hanna
Guðmundsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Svetlana Balinskaya, íris Sæmundsdóttir, Hjördís Halldórsdóttir, Petra Bragadóttir og
Bryndís Jóhannesdóttir. Á myndina vantar Kelly, Samönthu og Lind sem var veðurteppt í Reykjavík.
SVEINN Þorsteinsson í knattspyrnuráði kvenna og Heimir Hall- VERÐLAUNAHAFARNIR og markverðirnir Sigríður Inga Krist-
grímsson skemmtu sér vel á slúttinu. mannsdóttir og Petra Bragadóttir.
Upp með
endurskinsmerkin
Lögreglan vill benda gangandi
vegfarendum á að núna í skamm-
deginu er rétti tíminn til að nota
endurskinsmcrki.
Lögregla hefur orðið vör við fólk á
gangi, klætt dökkum fötum sem sjást
illa í myrkri og fylgir því mikil
slysahætta. Jafnvel hefur umrætt fólk
verið á gangi á röngum vegarhelmingi
en þar sem hvorki er gangstétt eða
gangstígur er öruggara að ganga
vinstra megin á vegi.
Síðan má velta þeirri spumingu fýrir
sér hvers vegna fullorðið fólk er ekki
jafnduglegt og böm að nota
endurskinsmerki. Er hugsanlegt að
fólki finnist það „bamalegt" að nota
endurskinsmerki? Ef sú er reyndin
má benda á að það hefur hingað til
ekki talist bamalegt að koma í veg
fyrir slys. Lögreglan hvetur því alla
gangandi vegfarendur til að nota
endurskinsmerki.
Hemmi
Heimaklettur?
Hermann Hreiðarsson og félagar
hans í enska úrvalsdeildarliðinu
Ipsvvich hafa svo sannarlega
komið á óvart það sem af er
vetrar. Liðið hefur nú sigrað í
sex leikjum af þrettán og situr í
sjötta sæti úrvalsdcildarinnar en í
næstu sætum á eftir Ipswich er
m.a. Newcastle og Leeds.
Hermann hefur verið fastamaður
í liðinu og er öðrum fremur
þakkaður traustur varnarleikur
liðsins, enda hefur hann verið að
spila mjög vel það sem af er
vetrar. A fréttavefnum Teamtalk
er Hermanni einmitt hrósað fyrir
skipulagðan varnarleik liðsins í
leik liðiðsins gegn Charlton og er
hann m.a. kallaður the Icelandic
rock, eða íslenski kletturinn.
Ætli þeir séu að tala um
Heimaklett?