Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.11.2000, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 16.11.2000, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 16. nóvember 2000 Fréttir 19 Nissandeildin: IBV 25 - Fram 30 Gunnar Bcrg í stuði -gegn sínum gömlu félögum sem ekki höfðu tapað tólf leikjum í röð á heimavelli ÍBV tók á móti Fram í toppslag Nissandeildarinnar síðastliðið sunnudagskvöld. Fyrir leikinn var ÍBV í ijórða sæti með tíu stig en gat með sigri komist upp að hlið Fram í annað sætið. IBV var fyrir leikinn búið að spila tólf leiki í röð í deildinni án þess að tapa en í þeim þrettánda snerist dæmið við, Fram sigraði með fimm mörkum, 25 - 30. Virðast þeir ætla að stinga af ásamt Haukum sem tróna á toppi deild- arinnar. ÍBV spilaði ekki vel í leiknum. Fyrri hálfleikur var reyndar skárri, liðið skoraði fyrsta mark leiksins og leiddi mestan hluta hans með tveimur mörkum. Markvörður gestanna lék sóknarmenn IBV þó oft grátt, hann varði hvert skotíð á fætur öðru og m.a. þrjú víti. Eyjamenn spiluðu síðustu mínútur fyrri hálfleiks óskynsamlega, Fram- arar gengu á lagið að jöfnuðu fyrir leikhlé, 12-12. Seinni hálfleikur var afar slakur hjá IBV. Erlingur Richardsson fyrirliði liðsins var rekinn út af með þrjár tveggja mínútna brottvísanir á bakinu strax í upphafi hálfleiksins og munaði um minna í vamarleiknum. Framarar nýttu sér það til fulls og komust fimm mörkum yfir. ÍBV náði aðeins að klóra í bakkann, munurinn fór niður í tvö mörk, 20 - 22 en lengra komust heimamenn ekki og Framarar sigruðu með fimm mörkum 25-30. Svavar Vignisson, einn skásti maður ÍBV liðsins sagði eftir leikinn að Framarar hefðu einfaldlega verið betri í leiknum. Mörk ÍBV í leiknum: Mindaugas Andriuska 6, Eymar Kriiger 6/3, Svavar Vignisson 4, Guðfinnur Kristmannsson 3, Jón Andri Finnsson 3, Erlingur Richardsson 2 , Sigurður Ari Stefánsson 1. Varin skot: Gísli Guðmundsson 13/1. Evrópukeppni félagsliða: IBV 14 - Buxtehude 34 Gcstirnir sýndu frábæran handbolta íslandsmeistarar ÍBV tóku á móti þýska liðinu Buxtehude í annarri umferð Evrópukeppni félagsliða. Þýska liðið er mjög sterkt á alþjóða vísu og lék handbolta af styrkleika sem ekki hefur sést til félagsliðs í handbolta kvenna hér á landi. ÍBV átti því aldrei möguleika gegn þeim og endaði leikurinn með tuttugu marka sigri gestunna, 14 - 34. Það var ljóst fyrir leikinn að hið ört vaxandi lið IBV þurfti að eiga toppleik til þess að geta staðið í Þjóðverjunum. En strax frá byrjun slökktu gestimir vonameista áhorfenda sem flestir vonuðust eftir jöfnum og skemmti- legum leik. Flestir leikmenn ÍBV hreinlega gáfust upp við mótlætið enda við ofurefli að etja. Engu að síður hefðu áhorfendur viljað sjá stelp- umar berjast en það gerðist ekki fyrr en í síðari hálfleik. Staðan í hálfleik var 6-19, þrettán marka munur sem var allt of mikið til þess að leikurinn gæti orðið spennandi. En IBV liðið sýndi góðan karakter að koma inn eftir leikhléið ákveðnar í að berjast enda vom fyrstu fimmtán mínútumar í seinni hálfleik jafnari en áður hafði sést í leiknum. Þýska liðið hefur hins vegar yfir að ráða úrvali leikmanna og óþreyttir varamenn liðsins vom látnir klára dæmið. Það gerðu þeir með glæsibrag. IBV tapaði leiknum með tuttugu mörkum, 14-34 og tapaði því viðureignum sínum gegn Buxtehude 34-72. Sigbjöm Oskarsson sagði eftir leikinn að hann hefði verið ósáttur við fyrri hálfleikinn. „Við bámm of mikla virðingu fyrir þeim í fyrri hálfleik og hleyptum þeim í gegn eins og þetta væm einhverjar drottningar. Seinni hálfleikur var hins vegar mun betri af okkar hálfu, við fómm að berja frá okkur enda þýddi ekkert annað í stöðunni. Ég leit á þessa leiki fyrst og fremst sem góða reynslu fyrir liðið í þeim átökum sem ;XT£HID£ ÍBV-stelpurnar þakka þeim þýsku fyrir leikinn en þeim er greinilega ekki hlátur í huga. Edda, Ingibjörg, Eyrún og Amela, sem var sterkust Eyjastúlkna. fyrir liggja bæði í deild og bikar. Þetta kemur sér líka vel í sambandi við að þjappa saman hópnum en ég tel mig vera með lið sem getur vel skilað inn titlum íyetur." Mörk IBV: Tamara Mandizch 4/1, Amela Hegic 4, Anita Andreassen 3, Ingibjörg Yr Jóhannsdóttir 1, Edda Eggertsdóttir 1, Bjamý Þorvarðar- dóttir 1 Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 9, Lukrecija Bokan 2. HEITT í hamsi. Sigbjörn þjálfari ÍBV og þýski þjálfarinn voru ekki alltaf sammála. , A Tf Jp J*;- A « Getraunakeppni IBV og Frétta Bláan að gera það gott Enn og aftur voru menn í góðu formi í hópakeppninni og var skorið í góðu meðallagi hjá flestum hópanna. Besta skorinu, 9 réttum náðu Biggi Tvistur Sveins og Stebbi Eyjablikkari á Bláu Lödunni. Skammarverðlaun vikunnar fá hins vegar stórtippararnir og feðgamir Helgi og Huginn á Reynistað, þrátt fyrir að þeirra lið, West Ham og Man. Utd. hafi bæði unnið óvænta sigra. Annars em riðlarnir enn nokkuð jafnir, en C riðillinn er greinilega langsterkastur. Nöfn sumra hópanna hafa vakið verðskuldaða athygli og að gefnu tilefni skal það tekið fram að hópurinn Yngvi Rauðhaus, (Valgeir Yngvi Ama og Sindri Grétars), er ekki skírður í rautt höfuð á syni ákveðins kúlusmiðs hér í bæ, heldur er það nefnt eftir getspakari hluta tipphópsins. Þá hafa menn kannski tekið eftir því að einn hópur hefur skipt um nafn. Þeir bræður Elli og Ási Friðriks gáfu hið frumlega nafn Elli & Ási upp á bátinn og taka upp uppnefnið sem þeir bám í æsku, Landafjandar. Við viljum að lokum hvetja sem flesta til að láta sjá sig á laugardagsmorgnum inni íTýsheimili og njóta góðgætis frá Vilberg á meðan þið tippið. Á laugardaginn er ætlunin að vera með húskerfi, sem hægt verður að kaupa hlut í, þannig að menn þurfa að hafa ótrúlega lítið fyrir því að græða smávegis fyrirjólagjöfum. Á-riðill Bahamas Boys 25, Dumb and Dumber 24, FF22, Doddamir21 og Austurbæjargengið 21. B-riðill HH 25, Bonnie & Clyde 23, Reynistaður 22, Húskross 22 og Jó-Jó 21. C-riðill Yngvi Rauðhaus og Pörupiltar 24, RE 23, Landafjandar og Vinir Ottós 22. D-riðill Vinstri bræðingur 26, Bláa Ladan 26, Tveir á toppnum 24, Óléttan 24 og Klaki 24. Félagsmenn í Óðni á afsláttarkjörum UMF Óðinn er ungmennafélag sem starfar undir reglum Ungmenna- félags Islands sem er landshreyfing. Óðinn hefur frjálsar íþróttir á sinni könnu í Eyjum og stendurjafnvel til að fjölga deildum næsta vetur, t.d. koma upp blakdeild. Nokkur misskilningur hefur verið í bænum um starfsemi félagsins, t.d. að einungis þeir sem æfa frjálsar íþróttir séu ungmennafélagar, en svo er auðvitað ekki. Til að starfrækja félag eins og okkar, þarf Ijármagn. Þaðljármagn hefur oftar en ekki verið fengið sem styrkur frá fyrirtækjum. En í stað þess að sníkja beinharða peninga til að halda uppi starfseminni, höfum við fundið aðra leið. Um 20 fyrirtæki í Eyjum hafa lagt okkur lið í þessari fjármögnun okkar sem er á þann hátt að fyrir- tækin gefa afslátt á vörum eða þjónustu sinni. Aðeins félagsmenn Óðins eiga aðgang að þessum af- slætti með þar til gerðu félags- skírteini sem sýna þarf við kaup á vöru eða þjónustu. Á næstu dögum verða árgjöld félagsmanna í Öðni innheimt og fá félagsmenn þá um leið félags- skírteini og blað þar sem segir hvar afslátt er að fá. Með þessum af- slætti til félagsmanna fá þeir eitthvað fyrir sinn snúð og er það von okkar að við með þessu fáum inn fleiri árgjöld ungmennafélaga en verið hefur. Því fleiri félagar, þeim ntun rneiri innkoma, þess öflugri starfsemi. Árgjald fyrir fullorðna er 1000 kr. en 500 kr. fyrir 12 ára og yngri. Sá afsláttur, sem um er að ræða, er mjög góður, allt upp í 20%, og þarf ekki mikla reikningskunnáttu til að sjá að þetta getur verið fljótt að borga sig. Við hvetjum ungmennafélaga til að versla við þau fyrirtæki sem hafa lagt okkur lið og efla um leið okkar heimabyggð með því að versla í Vestmannaeyjum. Þeir sem vilja fá nánari upplýsingar eða hafa áhuga á að ganga í félagið geta haft sam- band við Imbu í síma 481 2670 eða Guðjón í síma481 3334. Fréttatilkynning Enn tapar annar flokkur Annar flokkur karla lék á laug- ardaginn gegn Fram hér í Eyjum. Fyrri hálfleikur liðanna var nokkuð jafn, gestimir þó alltaf einu til tveimur mörkum yftr en IB V aldrei langt undan. Staðan í hálfleik var 11-14 og Eyjapeyjar enn inni í myndinni. Strákamir vilja hins vegar líklega gleyma seinni hálfleik sem fyrst, liðið hreinlega steinlá og leikurinn endaði með þrettán marka sigri gestanna, 18-31. ÍBV situr því neðst í deildarkeppni Islands- mótsins með tvö stig. Framundan Föstudagur 17. nóvember Kl. 20.00 UMFA-ÍBV Nissandeild karla Laugardagur 18. nóvember Kl. 15.00 IV-ÍR karfan Kl. 16.00 Víkingur-ÍBV Unglinga- flokkur kvenna Kl. 17.30 Selfoss-ÍBV 3. fl. karla Sunnudagur 19. nóvember Kl. 13.00 FH-ÍBV 3. fl. karla Kl. 14.00 ÍR-ÍBV Unglingaflokkur kvenna

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.