Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2000, Blaðsíða 1
IR
Lady
innimalmng
HUSEY
27. árgangur • Vestmannaeyjum 7. desember 2000 • 49. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími:481 3310 • Fax:481 1293
AÐ STÖRFUM um borð í dýpkunarskipinu Vestmannaey.
Fréttir/Guðm. Asmundsson
Verkalýðsfélag Vestmannaeyja og Verkakvennafélagið Snót:
Formleg sameining á laugardag
Nú sér fyrir endann á sameiningu
Verkalýðsfélags Vestmannaeyja og
Verkakvennafélagsins Snótar í eitt
félag. Sameiginlegur fundur fé-
laganna verður haldinn á laugar-
daginn þar sem m.a. verða borin
upp lög nýja félagsins og tilkynnt
verður hvað það á að heita.
Stjórnarkjör verður á fyrsta aðal-
fundi hins nýja félags eftir áramót.
Guðný Oskarsdóttir, formaður
Snótar og Arnar Hjaltalín formaður
Verkalýðsfélagsins. hafa sameiginlega
unnið að því á lokasprettinum að
koma hinu nýja félagi á koppinn.
Meðal hugmynda að nýju nafni er
Drífandi stéttarfélag og segja Guðný
og Amar að verði það nafn fyrir
valinu sé lokað hringnunt í atburðarás
sem hófst upp úr 1930. „Hér var til
verkalýðsfélag með þessu nafni en
það klofnaði í pólitískum átökum upp
úr 1930,“ segir Guðný. „Upp úr
þessum klofningi var Snót stofnuð
árið 1932 og Verkalýðsfélagið þann 9.
desember 1939 en það það er einmitt
þann dag, árið 2000, sem við ætlum
að sameina þessi félög á ný.“
Það hefur legið í loftinu í nokkur ár
að félögin yrðu sameinuð en þau hafa
farið sér hægt í þeim efnum. „Það er
búið að samþykkja sameininguna í
báðum félögunum og fundurinn á
laugardaginn er formlegur stofnfundur
hins nýja félags. Þar verður borinn
upp stofnsamningur hins nýja félags,
tillaga um nafn, lög og reglugerðir til
samþykktar. Er þar um að ræða seinni
umræðu því fyrri umræða fór fram í
félögunum og samþykkt þar til seinni
umræðu. Einnig verður kynnt sam-
Engilbert Egill Stefánsson heitir
þriggja ára Vestmannaeyingur,
sonur Stefáns P. Kristjánssonar og
Berglindar Eiðsdóttur. Þann 28.
nóvember sl. greindist hann með
hvítblæði og hefur síðan verið í
meðferð við því á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur.
Berglind, móðir Engilberts Egils, er
hjá syni sínum í Reykjavík. Hún segir
að hann hafi fengið undarlega bletti á
líkamann í nóvember og við greiningu
hafi komið í ljós að hér væri um hvít-
blæði að ræða. Hvítblæði getur reynst
banvænn sjúkdómur en Berglind segir
að Engilbert Egill hafi greinst með
vægasta tilfelli sjúkdómsins og því
keppni um merki handa nýju félagi,“
sagði Amar.
Ekki verður stjómarkjör á fundinum
á laugardaginn og munu stjórnir
beggja félaganna starfa sem ein
bráðabirgðastjóm þangað til kemur að
aðalfundi félagsins sem verður eftir
áramót.
„A fundinum ætlum við að setja upp
séu bundnar góðar vonir við að hann
muni ná sér að fúllu að aflokinni
meðferð en framfarir í lækningum við
hvítblæði hafa verið miklar á undan-
fömum ámm. Meðferðirrtekur tvö til
tvö og hálft ár.
„Eg verð að vera hjá honum meira
og minna meðan á meðferðinni
stendur," segir Berglind. „Þessi fyrsti
hluti meðferðarinnar tekur sex vikur,
næsti hluti er fljótlega eftir nýár, þá
kemst hann lítið út og ég verð þá að
vera mikið hjá honum. Eg reikna með
að verða í Reykjavík að mestu leyti
allan þennan tíma,“ segir Berglind
sem starfaði á Pizza 67 í Eyjum en
hefur nú orðið að hætta störfum þar.
sýningu á gömlum fundargerðabók-
um sem ná allt aftur til Drífanda.
Eldri félagar em hvattir til að láta sjá
sig, ekki síst þeir sem komnir em á
lífeyrisaldur,“ sagði Amar.
„Það er rétt að það komi fram að
þetta em síðastu kyngreindu verka-
lýðsfélögin í landinu,“ sagði Guðný
að lokum.
„Ég sef núna aðra hvetja nótt á spítal-
anum en bý annars hjá vinkonu minni
í Reykjavík sem skaut yfir mig
skjólshúsi," segir Berglind.
„Auðvitað var þetta áfall en mér
líður betur eftir að hafa fengið góða
von um að hægt sé að lækna þetta.
Svo mátti nú fjárhagurinn illa við því
að ég hætti að vinna,“ segir Berglind
en vinir hennar og ættingjar hafa
ákveðið að hrinda af stað íjársöfnun til
styrktar þeim mæðginum. Þeir sem
vilja leggja þeim lið geta lagt inn á
reikning nr. 582 -14 - 601450 í
Islandsbanka í Vestmannaeyjum
Klárar
veiðiskyld-
una og leigir
afganginn
Það er á fleiri vinnustöðum en
Isfélaginu sem fólki hefur verið
sagt upp atvinnu sinni að
undantörnu.
Fyrir skömmu fengu skipverjar á
Bylgju VE bréf þar sem þeim er
sagt upp störfum. Skipið lá bundið
við bryggju í Vestmannaeyjum frá
því í janúar á þessu ári og fram til
25. ágúst þegar haldið var til veiða.
En nú stendur til að leggja skipinu á
ný og sýnt að úthaldið nær ekki
fjómm mánuðum á árinu. A
þessum tíma er aflaverðmætið um
90 milljónir króna en ástæða þess
að skipinu er lagt er ekki sú að
kvótinn sé búinn, aðeins er búið að
veiða helming þess kvóta sem
skipið hefur. Samkvæmt lögum er
veiðiskylda á 50% af því sem
hverju skipi er úthlutað og því er
heimilt að hætta veiðum þegar því
marki er náð og leigja út þann
kvóta sem eftir er. Að sögn
skipverja var þetta gert í fyrra og
virðist eiga að hafa sama hátt á að
þessu sinni. Ekki náðist í útgerðar-
mann Bylgju VE, Matthías Oskars-
son, til að fá staðfestingu hans á
þessu en hann mun staddur í
útlöndum.
Bíóið í nýtt og
betra horf
Sigurgeir Scheving og Ruth
Zohlen hafa undanfarið unnið að
gagngerum endurbótum á bíó-
og leikhússalnum í Félagsheim-
ilinu.
Skipt hefur verið um sæti og hús-
næðið allt snyrt og lagfært þannig
að þeir sem langar að bregða sér í
bíó geta Iátið fara vel um sig. Það á
ekki bara við salinn því nú er búið
að koma upp aðstöðu fyrir gesti í
anddyri og flytja sölubúðina
þangað niður. Þar er mjög rúmgott
og þægilegir stólar þar og í gamla
IBV-ganginum.
„Við byrjum með Myrkradans-
aranum, þar sem hún Björk okkar
hefur slegið svo rækilega í gegn, og
verður fyrsta sýning í kvöld. Með
þessu viljum við ná upp bíó-
menningu í Vestmannaeyjum á ný.
Aðstaðan er fyrir hendi og við
verðum alltaf með nýjar og nýlegar
myndir og nú er bara að sjá hvort
Eyjamenn kunni ekki að meta þetta
framtak okkar,“ sagði Sigurgeir.
Bílaverkstæðið Bragginn s.f.
Réttingar og sprautun
Flötum 20 - Sími 481 1535
Viögeröir og smurstöð
liu ly,uMt Frá Þorlákslr
Mánud. - laugard. kl. 08.15 kl. 12.0
Sunnudag kl. 14.00 kl. 18.0
Aukaferð föstud. kl. 15.30 kl. 19.0
w^Herjólfiir
Sími 481 2800 - Fax 481 2991
Greindist með hvítblæði