Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2000, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2000, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 7. desember 2000 Fréttir 17 STOFNFUNDUR Verkakvennafélagið SNÓT og Verkalýsfélag Vestmannaeyja boða til stofnfundar sameinaðs stéttarfélags laugardaginn 9. desember 2000 kl. 14.00 í Alþýðuhúsinu. Dagskrá 1. Kosning starfsmanna fundarins 2. Stofnsamningur sameinaðs félags 3. Nafn og merki sameinaðs félags 4. Ávörp 5. Lög sameinaðs félags, seinni umræða 6. Reglugerðir sjóða, seinni umræða 7. Önnur mál Boðið verður upp á léttar veitingar að fundi loknum Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á þessum tímamótum í sögu félaganna og skrá sig sem stofnfélaga Verkakvennafélagið Snót og Verkalýðsfélag Vestmannaeyja Nýjar bækur með 20% afslætti Hálendið í náttúru íslands 11.920- áður 14.900 ísland í aldanna rás 7.920- áður 9.900 Maturinn hennar mömmu 3.920- áður 4.900 Engin venjuleg kona 3.424- áður 4.280 íslandsbanki FBA: Framtíðarreikningur vekur mikla athygli GEORG, lukkutröll íslandsbanka FBA í heimsókn í Eyjum. Framtíðarreikningur Islandsbanka FBA er reikningur sem hægt er að stofna upp að 15 ára aldri barns. Hann hefur fengið nijög góður við- tökur og það ekki síst í Vest- mannaeyjum. Reikningurinn er íyrir böm og ung- linga til 18 ára aldurs og er bundinn til 18 ára aldurs bamsins. Með honum geta aðstandendur séð til þess að unga fólkið hafi yfir að ráða myndarlegri fjárhæð þegar það verður 18 ára. Þessi hugsun hefur fallið í kramið hjá Vestmannaeyingum því hvergi í útibúum Islandsbanka FBA hafa verið stofnaðir fleiri framtíðarreikningar. Sigurður Friðriksson, þjónustustjóri og Björk Elíasdóttir þjónustufulltrúi í útibúi íslandsbanka FBA í Vest- mannaeyjum, em mjög ánægð með hvemig til hefur tekist. „Þama er möguleiki fyrir þá sem vilja skapa bömum sínum Ijárhagslegt öryggi og það er greinilegt að Vestmannaeyingar hugsa til framtíðar bama sinna því Framtíðarreikningurinn hefur hvergi fengið betri viðtökur en hér,“ segir Sigurður um þennan nýja reikning. Þau segja að hugmyndin með Framtíðarreikningum sé sú, að þama geti fólk stofnað til langtímaspamaðar fyrir bamið sitt, og komist sá spam- aður næst því að vera eins og skyldu- spamaður var hugsaður hér á árum áður. „Þú ræður hvort þú gerir samning um fastar innborganir eða ekki. Ef það er gert millifærum við ákveðna upp- hæð af reikningi inn á Framtíðar- reikning, mánaðarlega, ársfjórðungs- lega eða einu sinni á ári. Þú getur sagt samningnum upp hvenær sem er og hækkað eða lækkað upphæðina. Allt eftir því hvað þú vilt, þar til reiknings- eigandinn verður 18 ára. Ef ekki er gerður fastur samningur getur hver og einn hagað greiðslum inn á reikn- inginn eins og honum hentar. Td. má leggja fermingarpeninga, blaðburðar- peninga, afmælispeninga o.s.frv. inn á reikninginn," segir Björk. „Framtíðarreikingurinn hefur vakið mikla athygli og frábærar viðtökur um allt land en hvergi hefur hann slegið eins í gegn og hér í Vestmanna- eyjum,“ segir Sigurður. „Þetta fyrirkomulag er þekkt víða erlendis en hefur vantað hér á landi. Viðtökumar sanna að svo er. Hér höfum við fengið mikil viðbrögð og fjölda fyrirspuma og hafa hvergi verið stofnaðir eins margir framtíðar- reikningar og hjá okkur,“ sagði Björk. „Það er mikil viðurkenning fyrir starfsmenn Islandsbanka FBA í Vest- mannaeyjum og sýnir að Vest- mannaeyingar kunna að meta það sem við höfum að bjóða og þjónustu bankans almennt. Við höfum orðið vör við að Vestmannaeyingar hugsa mikið til framtíðarinnar og gera sér grein fyrir mikilvægi spamaðar. Margt smátt gerir eitt stórt, ef við tökum sem dæmi þá kostar leiga á myndbandi 400 krónur og ef sú upphæð er lögð inn mánaðarlega í 18 ár verður heildarupphæðin 160 þúsund krónur og ef þú leggur t.d. 1500 krónur á mánuði þá gerir það tæp 600 þúsund, ef miðað er við vexti reikningsins í dag, sem getur komið sér vel þegar maður er 18 ára, hvort sem um bílakaup eða framhaldsnám er að ræða,“ sögðu Björk og Sigurður að lokum. <*> "Ucrióliur h$. Hluthafafundur Að beiðni Ríkissjóðs íslands er boðað til hluthafafundar í Hetjólfi hf. fimmtudaginn 21. desember 2000, kl. 10.00 Fundurinn verður haldinn í Háskólasetrinu v/Strandveg í Vestmannaeyjum Fundarefni 1. Breyting á samþykktum félagsins 2. Kosning nýrrar stjómar 3. Framtíð félagsins 4. Önnur mál Vestmannaeyjum 5. desember 2000 Stjóm Hetjólfs hf.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.