Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 7. desember 2000 Jólatónleikar Kórs Landakirkju: Diddú er mesta söngperla Islendinga Kór Landakirkju byrjaði með jólatónleika árið 1978. Það ár söng Sigríður Ella Magnúsdóttir einsöng með kómum. Þessari nýbreytni var svo vel tekið að síðan hafa slíkir tónleikar verið árviss viðburður og nú standa yfir æfingar fyrir 23. jólatónleika kórsins. Guðmundur H. Guðjónsson, organ- isti og stjórnandi kórsins, segir að ævinlega hafí verið fengnir lands- þekktir einsöngvarar til að koma fram með kómum á jólatónleikum. Áður fyrr hafi þeir oft verið tveir en í seinni tíð hafi verið algengara að einn einsöngvari hafi sungið með. Að þessu sinni mun Sigrún Hjálm- týsdóttir, Diddú, syngja með kórnum en þetta er í fjórða sinn sem hún kemur fram á jólatónleikum með Kór Landakirkju. „Diddú sýnir okkur mikla vinsemd og heiður enda hefur alltaf verið einstaklega gott að leita til hennar. Að mínu mati er hún mesta söngperlan sem Islendingar eiga í dag,“ segir Guðmundur. Hluti af prógrammi jólatónleikanna er ævinlega tónlist sem tengist jól- unum en að auki takast bæði kór og einsöngvari alltaf á við einhver ný viðfangsefni sem ekki hafa verið áður flutt. Að þessu sinni mun Diddú t.d. syngja þrjú lög sem ekki hafa verið flutt áður á jólatónleikum og sömu- leiðis er kórinn að æfa þrjú verk sem ekki hafa áður verið á dagskrá jólatónleika. Tvö þessara verka eru Sanctus eftir Gounod og Casta Diva úr óperunni Norma eftir Bellini. Tónleikamir verða í Landakirkju fimmtudaginn 14. desemberkl. 20.30. Þeir eru margir sem fmnst það ómissandi þáttur í jólaundir- búningnum að fara á jólatónleika Kórs Landakirkju og án efa verður þátttaka Diddúar ekki til að draga úr aðsókn að þeim. Guðmundur: - Diddú sýnir okkur mikla vinsemd og heiður. Bókasafnið og Bókabúðin Bókmenntavaka í kvöld Immanúel nú í nátt Bókmenntavaka Bókasafns Vest- mnnnaeyja og Bókabúðarinnar verður haldin í AKÓGES fimmtu- daginn 7. desember kl. 20.30. Eftirtaldir höfundar lesa úr verkum sínum: Auður Jónsdóttir les úr bók sinn Annað líf, Bjöm Th. Björnsson les úr Byltingarbörn og Þórunn Valdimarsdóttir og Sigrún Jónsdóttir lesa úr Engin venjuleg kona: litríkt líf Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu. Einnig verður upplestur úr Ijóðum á vegum Leikfélags Vestmannaeyja. Michelle Gaskell og Védís Guð- mundsdóttir sjá um tónlistarflutning. Léttar veitingar standa gestum til boða. Fréttatilkynning. Handritasýning í tilefni af jólatónleikum Sam- kórsins, þann 12. desember næstkomandi býður Héraðsskjala- safn Vestmannaeyja til handrita- sýningar á Bókasafni Vestmanna- eyja- Á tónleikunum verður lluttur sálmurinn Immanúel oss i nátt úr sönglagasafninu Hymnodia sacra sem tekið var saman í Vestmanna- eyjum um miðja 18. öld af sr. Guðmundi Högnasyni presti á Kirkjubæ. Þetta handrit er einstætt í sinni röð, það er mjög fallegt, vel með farið og inniheldur yfir hundrað lög, sálma og andleg kvæði sem hvergi er annarsstaðar aðMRa. Handritadeild Landsbókasafns ís- lands hefur nú lánað Héraðs- skjalasafninu handritið um vikutíma á aðventunni til sýningar vegna tónleikanna. Hymnodia sacra verður til sýnis á Bókasafninu dagana 9. til 20. desember og eru allir velkomnir að líta þennan dýrgrip augum á opnunartíma Bókasafnsins, mánudaga til fimmtudaga kl. 11 - 19, föstudaga kl. 11 -17 og laugardaga kJ. 13 - 16. Héraðsskjalasafnið vill hvetja fólk til þess að koma og líta augum þetta merkilega og fagra handrit, því það er ekki á hverjum degi sem okkur gefst annað eins tækifæri. Fréttatilkynning -tónverk úr handriti sem skrifað var í Vestmannaeyjum órið 1772 Jólatónleikar Samkórsins verða næstkoniandi þriðjudag, 112. desember, í Safnaðarheimilinu og hefjast kl. 20.30. Þetta er í sjöunda sinn sem Samkórinn efnir til jólatónleika, þeir fyrstu voru haldnir á veitingahúsinu Hertoganum árið 1994 og þá söng Skólakór Hamarsskóla einnig með kórnum. Síðan hafa jólatónleikar verið árlegur viðburður í kórstarfinu. í Samkórnum eru nú um 40 félagar. Bára Grímsdóttir, stjórnandi kórsins, segir að margir hafi hætt í haust en á móti hafi margir nýir bæst í hópinn og æfingar hafi gengið að óskum í haust. Efni þessara tónleika verður að verulegu leyti tengt jólunum eins og venjulega. Bára segir að þar beri hvað hæst íslenskt jólalag, Immanúel nú í nátt. Það er úr handriti sem heitir Hymnodia sacra og er skrifað í Vestmanna- eyjum árið 1772 af sr. Guðmundi Högnasyni. Utsetning lagsins er eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Bára segir að handritið sé varðveitt í Landsbókasafninu en í tilefni þess að þetta verk verður ílutt á tónleikunum á þriðjudag hefur það verið fengið til Eyja og verður til sýnis á Byggðasafninu um helgina. Bára segir að auk þessa verði á efnisskránni fjöldi jólasálma og svo jólalaga í veraldlegri kantinum. Til dæmis er þar að finna syrpu sem ber nafnið Stilla Bach Christmas en þar er blandað saman amerísku þjóðlagi og þekktu tónverki eftir J.S. Bach og segir Bára að sú útkoma sé sérlega falleg og skemmtileg. Undirleikari á þessum tónleikum verður Michelle Gaskell en eins og áður segir verða þeir í Safnaðarheimilinu á þriðjudaginn kemur. BARA GRÍMSDÓTTIR: -Efni tónleikanna tengt jólunum eins og venjulega. A Sigurgeir Jónsson orgínölum og AKP Upp á síðkastið hefur farið fram hin skemmti- legasta orðræða og orðaskipti í blöðunum í Vestmannaeyjum um orgfnala og AKP. Nú er skrifari svo grænn í eðli sínu, eða blautur bak við eyrun eins og sumir kalla það, að ekki em nema fjögur eða fimm ár síðan hann vissi fyrir hvað skammstöfunin AKP stendur og lá við að hann yrði hneykslaður þegar hann heyrði skýringuna. Svo hefur skrifari alltaf lagt allt aðra merk- ingu í orgínala en þá sem fram hefur komið að undanfömu. Skrifari hefur alltaf talið að orgínal (á vestmanneysku) merkti sérstæðan prsónu- leika eða kynlegan kvist, einhvern sem væri svolítið öðmvísi en allir hinir. Sem dæmi um virkilega orgínala hafa stundum verið tekin dæmi af þeim Áma Valda (Gösla), Magga kmmm og Jóni snara sem allir eru horfnir úr þessu jarðlífi. Oft hafa menn harmað það hve orgínölum fer fækkandi í Vestmannaeyjum, í dag megi telja sanna orgínala á fingmm annarrar handar. Skrifari þorir ekki fyrir sitt litla líf að segja hveijir það em sem í dag em flokkaðir sem orgínalar, það kynni að kalla á enn meiri og hatramari blaðaskrif. En við lestur blaða að undanfömu hefur skrifari komist að því að komin er alveg ný merking í orgínala, það em þeir sem em fæddir og uppaldir í Vestmannaeyjum og skrifari heldur að þessi nýja merking sé frá þeim komin sem kenndir hafa verið við AKP. Skrifari getur ekki að því gert að hann kann betur við gömlu merkinguna, samkvæmt þeirri nýju flokkast hann nefnilega orðið sjálfur undir orgínal en gerði það ekki miðað við fyrri flokkun. Nú er sem sagt farið að etja saman orgínölum og AKP, svipað og höfuðborgarbúum og lands- byggðarfólki og skrifara finnst hvort tveggja ógeðfellt og óþarft. Þrátt fyrir að vera fæddur í Vestmannaeyjum (og orgínal samkvæmt nýju kenningunni) hefur skrifari aldrei haft hom í síðu aðfluttra Vestmannaeyinga (AKP sam- kvæmt nýju kenningunni). Margir þeirra em góðir kunningjar hans og hið ágætasta fólk. Meira að segja hefur skrifari sofið síðustu 34 árin með AKP (samkvæmt nýju kenningunni) við hliðina á sér. Konan, sem skrifari hefur búið með í þessi 34 ár, er nefnilega fædd og uppalin í Dölunum, hefur aldrei farið leynt með það og er meira að segja bara nokkuð hreykin af því. Henni hefur á þessum 34 ámm tekist nokkuð bærilega að laga sig að háttum orgínala (sam- kvæmt nýju kenningunni) í Vestmannaeyjum þrátt fyrir að flokkast undir AKP (samkvæmt nýju kenningunni). Afraksturinn af þessu 34 ára sambýli orgínals og AKP (samkvæmt nýju kenningunni) er íjögur afkvæmi, þrjú þau elstu orgínalar (samkvæmt nýju kenningunni) en það yngsta AKP (samkvæmt nýju kenningunni) þar sem það afkvæmi fæddist í Reykjavík skömmu eftir gos. Ekki kannast þó skrifari við að það afkvæmi hafi orðið fyrir sérlegu aðkasti vegna þess, né heldur að eiginkonunni hafi verið núið því sérstaklega um nasir að hún sé ekki orgínal (samkvæmt nýju kenningunni). Skrifara finnst að hann hafi gegnum tíðina verið svona heldur laus við fordóma gagnvart litarháttum, ætt og uppruna, trúarbrögðum og skoðunum fólks og honum hefur líkað prýðilega að sofa við hliðina á konu úr Dölunum í 34 ár. Það eru nefnilega ekki nema íjögur eða fimm ár síðan hann uppgötvaði að hún flokkast víst undir AKP (samkvæmt nýju kenningunni). Það olli þó ekki neinu viðvarandi sjokki. Aftur á móti lá við að skrifari fengi aðkenningu af sjokki þegar hann las á dögunum að nú væri farið að flokka hann sem orgínal. Kannski á hann einhvem tíma eftir að fylla þann flokk (samkvæmt gömlu kenningunni) en helst ekki alveg strax. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.