Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2000, Blaðsíða 20
MAGNÚS fimmtugur
Þær hafa sennilega ekki verið stærri afmælisveislurnar sem haldnar hafa verið af einstaklingum í
Vestmannaeyjum en veisla sú er Magnús Kristinsson útgerðarmaður hélt á laugardagskvöldið í
Týsheimilinu. Magnús, sem varð 50 ára þann 3. desember fékk til sín um 300 gesti og var ekkert til
sparað í mat og drykk og í lokin var dansiball fram á morgun. Hér er hann með Lóu Skarphéðinsdóttur
eiginkonu sinni og bróðursyni, Kristni Birkissyni.
Atvinnulausir nálgast hálft hundrað
Enn fjölgar þeim sem skráðir eru atvinnulausir í
Vestmannaeyjum.
Seinnihluta nóvembermánaðar fór tala þeirra yfir 30 en í
gær hafði heldur betur fjölgað á þeirri skrá. þá voru 43
skráðir án atvinnu og er þetta hæsta tala yfir atvinnulausa
sem sést hefur um langt skeið.
Því miður eru ekki líkur á að þessi tala eigi eftir að lækka
á næstu dögum, a.m.k. ekki ef tekið er tillit til þess að í
blaðinu í dag er greint frá uppsögn áhafnarinnar á Bylgju,
svo og uppsögn 17 starfsmanna Isfélagsins.
Rútuferðir - Bus tours
Móttaka ferðamanna, skóla- og íþróttahópa
ÓDÝRASTIKOSTURINN í EYJUM
(3)481 1909 - 896 6810-fax 4811927
Sendibílaakstur - innanbæjar
Vilhjálmur E 481-2943 • 897-1178 eJ íergsteir símlfei isson miiiL
H vítasu n n u ki rkja n:
Greiðir ekki
fasteignaskatt
-frekar en aðrar kirkjur - Af+ur á móti eru
fasteignagjöld greidd af öllum húseignum
í síðasta blaði var greint frá
óánægju kaupmanna í Vestmanna-
eyjum með það að farandsalar úr
Reykjavík hefðu sett upp helgar-
markað í Hvítasunnukirkjunni. I
þeirri grein var sagt að hvítasunnu-
menn greiddu ekki fasteignaskatta
af húseign sinni.
Þessu vilja hvítasunnumenn mót-
mæla. Því til sönnunar hafa þeir lagt
fram yfírlit frá Vestmannaeyjabæ um
álögð fasteignagjöld fyrir húseignina
Vestmannabraut 19, frá 1997 til 2000,
svohljóðandi:
Árið 1997 kr. 270.463
Árið 1998 kr. 384.213
Árið 1999 kr. 145.496
Árið 2000 kr. 254.758
Fasteignagjöld eru samsett úr sex
liðum, fasteignaskatti, lóðarleigu-
gjaldi, holræsagjaldi, vatnsgjaldi,
sorphirðugjaldi og sorpeyðingargjaldi.
Af þessum sex liðum vegur fast-
eignaskattur þyngst, en hann er 0,4%
af íbúðum, íbúðarhúsum, sumar-
bústöðum, útihúsum og mannvirkjum
á bújörðum en 1,35% af öllum öðrum
fasteignum.
Kirkjur, skólar og ámóta byggingar
eru undanþegin greiðslu fasteigna-
skatts, eins og skýrt var tekið fram í
áðumefndri frétt. Aftur á móti þarf að
greiða af þeim önnur fasteignagjöid,
hina fimm liðina, og þau hafa verið
lögð á Hvítasunnukirkjuna eins og
aðra. Eins og áður segir vegur
fasteignaskatturinn þyngst, getur
numið allt að 50% af samanlögðum
fasteignagjöldum.
Fréttin í síðasta tölublaði Frétta er því
rétt að öllu leyti. Hvítasunnumenn
greiða ekki fasteignaskatt af húseign
sinni, enda væru þá ofangreindar tölur
verulega hærri. Áftur á móti eiga þeir
að greiða, eins og aliir aðrir, hol-
ræsagjald, vatnsgjald og sorpgjöld,
það eru þær tölur sem fram koma í
yfirliti þeirra.
Kveikt á jólatrénu
Á morgun, föstudag, kl. 17 verður kveikt á jólatrénu á horni Bárustígs
og Vesturvegar. Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, forseti bæjarstjórnar,
flytur ávarp og séra Bára Friðriksdóttir flytur hugvekju. Lúðrasveitin
leikur og barnakór syngur. Að sjálfsögðu verða svo jólasveinar á
svæðinu.
„CREAMOf '
'»CKEN SOU'’
CRtAM Of ..«
ipMtAGUS SOUf
. CREAM Of A
^USHROOM
. soupJ
| 'Wf ijUchttl
Jólatilboð 7. des
UESTURVEGI18
saltstangir, 150gr. 59 kr. - áður 79,-
saltkringlur, 200gr. 99 kr. - áður 120,
saltstangir, 250gr. 99 kr. - áður 118,