Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2000, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2000, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 7. desember 2000 Fréttir 19 Nissandeildin: Haukar 29 - IBV 26 Vonandi vísbendins um bctrí tíð hjá strákunum Á laugardaginn Iék ÍBV gegn efsta liði Nissandeildarinnar, Haukum, á þeirra heimavelli á Ásvöllum. ÍBV hefur ekki verið að spila vel á meðan mótherjar þeirra hafa verið að gera einmitt það ef frá er skilinn síðasti leikur liðsins og því búist við frekar erfiðum róðri Eyjapeyja. En leikur IBV hefur undan- tekningarlaust tekið miklum fram- förum um áramót og vonandi að leikurinn gegn Haukum sé aðeins smjörþefurinn af því sem koma skal. ÍBV tapaði þó leiknum með þremur mörkum, 29-26 sem gefur ekki rétta mynd af leiknum. Stuðningsmönnum IBV var gefinn kostur á að fylgjast með leiknum sem var í beinni útsendingu sjónvarpsins. Það fyrsta sem kom á óvart var að Aurimas Frovolas, sem forráðamenn liðsins höfðu nánast afskrifað fyrir nokkrum dögum, spilaði með liðinu bæði í vöm og sókn. Endurkoma hans hafði greinilega góð áhrif á leik liðsins enda komst IBV þremur mörkum yfir, 1-4 í upphafi leiks eftir að bæði lið höfðu átt í vandræðum til að byrja með. IBV var yfir nánast allan fyrri hálfleikinn, íslandsmeistararnir náðu nokkrum sinnum að jafna en IBV var ávallt skrefi á undan. Heimamenn jöfnuðu svo rétt fyrir leikhlé 12-12 og þannig vom hálfleikstölur. í seinni hálfleik snerist dæmið hins vegar við, IBV skoraði reyndar fyrsta markið en Haukamir komust fljótlega yfir og vom ávallt skrefinu á undan. I stöðunni 24-24 var eins og leikmenn ÍBV hefðu gefist upp enda skoruðu heimamenn þrjú mörk í röð og tryggðu sér þar með sigurinn. Mörk IBV: Eymar Krúger 6/5, Jón Andri Finnsson 5/1, Erlingur Richardsson 4, Aurimas Frovolas 3, Svavar Vignisson 2, Sigurður Ari Stefánsson 2, Guðfinnur Kristmanns- son 2, Mindaugas Andriuska 2. Varin skot: Gísli Guðmundsson 11. Knattspyrna: Gunnar markmaður kominn heim frá Svíþjóð Leik ekki með ÍBV næsta sumar Tap Hemma ruglaði úrslitin Gunnar Sigurðsson hefur undan- farin tvö ár haldiö til í Svíþjóð þar sem hann hefur spilað með liðinu IK Brage í sænsku fyrstu deildinni. Hann lék vel með liðinu, Brage mistókst reyndar að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni síðasta tímabil og því varð úr að Gunnar héldi heim á Ieið, ásamt unnustu sinni, Kakel Dögg Guðjónsdóttur sem var barnshafandi. Fréttir slógu á þráðinn til Gunnars þar sem hann var staddur við smíðar á Laugarvatni. Afliverju varste/han tekin heim á leið úr atvinnumennskunni ? „Samningur minn við Brage var útrunninn þannig að það var ekkert því til fyrirstöðu að við færum til Islands. Eg var reyndar í samninga- viðræðum við forráðamenn liðsins en við kornust aldrei neitt áleiðis þannig að við ákváðum í sameiningu að fara heim, enda erfmgi á leiðinni og að ýmsu að huga í því sambandi. Núna þarf maður að hugsa um fleiri en sjálfan sig, fjölskyldan hefur forgang enda telur hún núna fjóra, mig, kon- una, bamið og hundinn en hundurinn vildi endilega komast til Islands og má segja að hann hafi haft úrslitavaldið. En mér líkaði mjög vel í Svíþjóð, ég kynntist konunni héma úti þannig að það má kannski segja að dvölin í Svíþjóð hafi verið ein besta lífsreynsla sem ég hef lent í.“ Hvað hefur þú hugsað þér að gera nœsta sumar? „Það er bara ekki komið á hreint enda hef ég verið upptekinn í pabbahlutverkinu undanfamar tvær vikur þannig að það hefur lítið komist að annað en það. Eg neita því hins vegar ekki að nokkur iið hafa haft samband við mig með það í huga að fá mig til liðs til þeirra fyrir næsta tímabil." Hvaða lið eru það? „Ja, ég veit ekki hvort ég á að segja það. Jæja, þú iofar að segja engum það. Valur hafði samband við mig þegar ég var úti en mér sýnist að áhuginn hjá þeim hafi eitthvað dofnað núna. Forráðamenn Stjömunnar töl- uðu við mig, sem og forráðamenn Víkings og síðast en ekki síst IBV. Eg get reyndar staðfest það að ég mun ekki spila mep ÍBV næsta sumar, það er á hreinu. Eg get alveg sagt það, að á sínum tíma ýttu forráðamenn ÍBV leikmönnum hreinlega í burtu, þar á meðal mér og fyrst þeir vildu hafa þetta svona þá verður þetta bara svona. Þeir gátu ekki notað mig þá og því ættu þeir að geta það núna? En ég er ekki að segja að ég sé eitthvað á móti liðinu eða félaginu sem slíku enda er ég Eyjamaður og mun alltaf styðjalBV. En eins og málin standa í dag þá vil ég einfaldlega ekki spila með þeim þótt ég voni að liðinu gangi allt í haginn.“ Nú hefurfrést afþér í Víkingstreyju að undanfömu, Itafa þeirþá vinninginn ? „Nei, ég mundi nú ekkert frekar segja það. Ég er búinn að vera að spila handbolta með Víkingum í 2. deildinni að undanfömu og kannski rétt að nota tækifærið til þess að koma því á framfæri að Siggi Braga er langbestur í Víkingsliðinu. En það eru engin tengsl milli þess að ég sé að spila handbolta með félaginu og að ég muni spila með þeim fótbolta í sumar. Ég einfaldlega hringdi í félaga minn Þorberg Aðalsteinsson, þjálfara Vík- ings, og spurði hvort ég mætti ekki æfa með þeim, eins og ég æfði með ÍB V á sínum tíma.“ En þú œtlar sem sagt að spilafótbolta nœsta sumar ? „Það er alls ekkert víst. Ég tel reyndar að ég eigi eftir að spila eitt- hvað fótbolta næsta sumar en með hverjum og í hvaða deild er ekki á hreinu. Ég mun að sjálfsögðu skoða þau tilboð sem mér verða boðin en svo munum við taka sameiginlega ákvörðun um hvað ég muni gera. Það er nánast öruggt að ég muni spila með einhverju liði á höfuðborgarsvæðinu en meira veit ég bara ekki í dag.“ GUNNAR Sigurðsson á þeim tíma sem hann lék með IBV. Úrslitin á getraunaseðlinum voru að mestu eftir bókinni að þessu sinni. Það var helst útisigur Derby á Hemanni Hreiðars og félögum hans í Ipswich sem gerði mönnum erfitt fyrir. Einnig voru leikimir úr fyrstu deildinni ansi snúnir. Skorið var alveg þokkalegt, lægst var það 6 hjá nokkr- um hópum, en tveir hópar náðu 9 réttum og voru það Doddamir, sem Sigurjón Birgis er í forsvari fyrir og R.E., en þann hóp skipa framhalds- skólakennaramir, Ragnar Oskars og Einar Friðþjófs. Þeir virðast hafa nýtt tímann í kennaraverkfallinu vel og rannsakað seðilinn gaumgæfilega fyrir síðustu helgi. Reyndar veitti þeim ekki af að bæta sig, því að þeir voru búnir að vera með falleinkunn tvær helgar þar áður. Við vonumst að sjálfsögðu eftir að sjá sem flesta inni í Týsheimili næsta laugardag, en viljum einnig minna þá á sem tippa á öðrum sölustöðum að merkja seðlanna 900 til þess að styrkja unglingastarf IBV. A-riðill Dumb and Dumber 44, Dodd- amir 44, Bahamas Boys 41,F.F 40 og Austurbæjargengið 37. B-riðiIl: Reynistaður 43, H.H. 43, Húskross 42, Bonnie & Clyde 41 og JÓ-JÓ41. C-riðill: Pömpiltar 43, Yngvi Rauð- haus 43, Landafjandar 41, Vinir Ottós 41 og R.E.41. D-riðill: Klaki 45, Tveir á toppnum 44, Óléttan 44, Bláa Ladan 43 og Vinstri bræðingur 42. 3000 stigum meira Um næstsíðustu helgi fóm 13 sund- menn frá Sundfélagi ÍBV á Bikar 2000 sem haldið var í Reykjavík. IBV keppir í 2. deild og kepptu þau í 39 greinum á mótinu. Árangur liðsins síðustu 5 ár hefur verið á uppleið til að mynda fékk iiðið 5.531 stig árið 1996 en þau komu heim með 12.471 stig í ár sem em 3000 stigum meira en í fyrra. Svo markmið okkar fyrir næsta ár er að koma heim með 3.500 fleiri stig en nú, þannig að við getum haldið okkur um miðja 2. deild. Sunddeildin ætlar að heiðra þá keppendur í liðinu sem náðu flest- um stigum fyrir okkur í ár á næsta föstudag. En það vom þau Þórey Jóhannsdóttir í kvennafiokki með 1.289 stig og í karlaflokki Jose Felix með 1.241 stig. Yngri kepp- endumir stóði sig með mikilli prýði, Sigrún Halldórsdóttir, sem er 12 ára, færði liðinu 1.188 stig ogg Jóhann Jóhannsson, sem er 13 ára gamall, færði liðinu 958 stig. Til hamingju, krakkar!! Við viljum þakka þeim sem lögðu okkur lið í að gefa krökkunum sér- stakan Bikarbúning, Heildverslun Karls Kristmanns, Tölvun. Eðal- sporti og Speedo. Stjóm Sundfélags ÍBV. ÍV í fallsæti ÍV lék gegn efsta liði 1 .deildarinnttr í körfuknattleik þegar liðið tók á móti Stjömunni í áttundu umferð deildarinnar. Stjarnan, undir stjóm fyrrverandi landsliðsþjálfarans, Jóns Kr. Gíslasonar, hefur verið að spila mjög vel enda er liðið skipað ungum og efnilegum strákum sem nú þegar em farnir að banka á dyr A-landsliðsins. Leikurinn varð aldrei spennandi, gestimir tóku öll völd á vellinum og áttu Eyjamenn ekkert svar við góðum leik þeirra, hvorki í vöm né sókn. Staðan í hálfleik var 33-51 en IV tapaði leiknum með hvorki meira né minna en 52 stigum, 53- 105. Lind og félagar ekki áfram U-18 ára kvennalandslið íslands lék í milliriðli Evrópukeppninnar í síð- ustu viku og var leikið á Spáni. Einn af burðarrásum liðsins er hin efnilega Lind Hrafnsdóttir, handhafi Fréttabikarsins, en Lind hefur verið að spila mjög vel með landsliðinu síðustu misseri. ísland var í riðli með Spánverjum, Hollendingum og Pólverjum en liðið var óheppið að komast ekki áfram, Island endaði í þriðja sæti riðilsins með fjögur stig en Spánverjar og Hollendingar komust áfram. Lind veiktist úti ásamt nokkrum öðmm leikmönnum liðsins og hefur það örugglega haft einhver áhrif á leik liðsins en Lind sagði í stutlu samtali við Fréttir að hún væri öll að koma til. Framundan Föstudagur 8. desember Kl. 20.00 KA-ÍBV Nissand. karla Kl. 21.30 Víkingur-ÍBV 3. fl. karla Laugardagur 9. desember Kl. 16.00 Haukar-ÍBV Nissand. kv. Kl. 18.30 Fylkir-ÍBV 3. flokkur k. Sunnudagur 10. desember Kl. 13.00 FH-ÍBV 4.fl. karla, bikarkeppni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.