Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 07.12.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 7. desember 2000 Einar Sigurðsson og Jóhann Pétur Andersen hjá ísfélaginu: Töpuðum tíma í sam- einingarviðræðunum -og urðum að laga til í fyrirtækinu núna. Ef beðið hefði verið t.d. í eitt ár hefði það kostað stærri aðgerðir og sársaukafyllri Á ársfundi ísfélags Vestmannaeyja, sem haldinn var sl. fostudag, kom fram að tap á síðasta starfsári félagsins nam 155 milljónum króna. Stjóm félagsins telur þessa rekstrar- niðurstöðu algjörlega óviðunandi og hefur því verið gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir áframhaldandi taprekstur. Meðal þeirra ráðstafana eru uppsagnir á 17 starfsmönnum, tíu iðnaðarmönnum og sjö verkamönn- um. I fréttatilkynningu frá félaginu segir að gert verði ráð fyrir auknu aðhaldi á öllum sviðum í rekstri. Félagið á nýlegt frystihús og fiskimjölsverk- snriðjur sem eru í góðu ástandi og er stefnt að miklum spamaði í viðhaldi og öðmm rekstrarkostnaði. Ákveðið hefur verið að leggja niður vélaverk- stæði félagsins og trésmíðaverkstæði. Auk þess verður lítils háttar fækkun á störfum í öðmm deildum. Eftir þessar aðgerðir verða starfsmenn álika margir og þeir vom á síðastliðnu hausti, segir í frétt frá félaginu. í sömu tilkynningu segir að stjómin hafi l'ulla trú á landfrystingu bolfisks og muni áfram beina þeim bolfisk- kvóta, sem félagið hefur umráð yfir, í frystihús sitt í Vestmannaeyjum. „Ennfremur verður lögð enn meiri áhersla á vinnslu uppsjávarfisks til manneldis. Félagið mun auk þess landa eins miklu af bræðslufiski skipa sinna og nokkur kostur er í fiskmjöls- verksmiðjum þess,“ segir í tilkynn- ingunni. Einar Sigurðsson, sem unnið hefur að málefnum ísfélagsins undanfarið, segir að ákveðið hafi verið að skera niður með handafli í viðhaldi og þar með sýnt að ekki væm verkefni til staðar fyrir þessar viðhaldsdeildir, þ.e. vélaverkstæðið og trésmíðaverkstæðið sem séð hefur um viðhald fasteigna. „Þessi störf hverfa að sjálfsögðu ekki alveg en þau verða keypt af öðmm og útboðsleiðin farin," segir Einar. Þá er sjö verkamönnum sagt upp störfum en Einar segir að þar sé að hluta um að ræða ungt fólk á skólaaldri sem býr í foreldrahúsum. Við vonurn að sem flestir fái vinnu annars staðar og ef við getum aðstoðað við það, þá munum við gera það. Auðvitað er leiðinlegt að þurfa að segja upp fólki en því miður varð ekki hjá því komist,“ segir Einar Sigurðsson. Sami starfsmannafjöldi og síðasta haust En nú hafa ársreikningar Isfélagsins áður sýnt neikvœða niðurstöðu án þess að farið hafi verið í jafn viða- miklar uppsagnir. Er þarna um að rœða nýja stefiui hjá félaginu? „Ekki myndi ég nú segja það,“ segir Einar. „Fjöldi starfsmanna hjá fyrir- tækinu er eftir þetta sá sami og var á síðasta hausti. Eins og flestir vita var stefnt að sameiningu Isfélagsins og Vinnslustöðvarinnar á þessu ári en upp úr þeim viðræðum slitnaði, því miður. Ætlunin með þeirri samein- ingu var að búa til ný sóknarfæri og skjóta sterkari stoðum undir atvinnu- lífið í Vestmannaeyjum. Því miður slitnaði upp úr því og var það aðallega vegna andstöðu nokkurra heima- manna. Hvaða hagsmunir og sjónar- mið réðu þar ferðinni get ég ekki sagt til um. Útkoman varð sú að við töp- uðum tíma og stóðum frammi fyrir því að verða að laga til í fyrirtækinu. Eg tel að ekki hafi verið um annað að ræða en að gera það núna. Ef beðið hefði verið t.d. í eitt ár hefði það kostað stærri aðgerðir og sársauka- fyllri.“ Aðspurður um hvort ísfélagið sé mjög illa statt segir Einar: „Nei svo er ekki, við höfum ljárfest mikið á síðustu fimm árum og emm eitt tækni- væddasta fyrirtæki á landinu, sér- staklega í uppsjávarfiski. Við búum yfir mikilli þekkingu og ísfélagið hefur gott starfsfólk sem er griðarlega mikilvægt. Ef allir leggjast á eitt er ekki minnsti vafi í mínum huga að við snúum rekstrinum við. Við ætlum að fara landvinnsluleiðina en til þess þurfa allir að ýta vagninum, jafnt háir sem lágir.“ Óskemmtilegt að þurfa segja upp fólki „Það er langt í frá nokkurt skemmti- verk að þurfa að segja fólki upp störfum," segir Jóhann Pétur Ander- sen, starfandi framkvæmdastjóri Isfélagsins. „Það er sárt fyrir okkur, engu síður en fyrir þá sem þau fengu uppsagnarbréf.“ Þeir starfsmenn, sem hafa fengið uppsögn, hafa sagt að uppsagnar- hréfið hafi lítið verið á mannlegum nótum, ástœða uppsagnar t.d. ekki tilgreind heldur einungis að við- komandi vœri sagt upp störfum. Hver erástœða þess? „Áður en bréfin vom send út var talað þá aðila sem stóð til að segja upp og náðist í alla nema tvo. Við fómm yfir það með þessum starfsmönnum hverjar ástæður uppsagnanna vom og lýstum vonbrigðum okkar með hvemig málin hefðu þróast. Við skýrðum út fyrir þeim ástandið og gáfum þeim möguleika á að ræða við okkur. Bréfið var aðeins formleg staðfesting á uppsögninni. Ein af þeim aðgerðum, sem við grípum til er að minnka allt viðhald eins og kostur er. Við ætlum að sætta okkur við að eitthvað drabbist niður á næstu misserum en þessu íylgir að við getum ekki rekið sérstök viðhaldsverkstæði. Auðvitað verður eitthvert viðhald en það verður keypt út innanbæjar.“ Stefnt að arðbærari rekstri „Við stefnum að því að gera rekst- urinn arðbærari, m.a. með meiri áherslu á vinnslu uppsjávarfisks til manneldis. Með kaupunum á nóta- skipinu Hörpu bættum við einum síldarkvóta við okkur og um hálfu prósenti af loðnukvótanum. Nú í haust eigum við miklar veiðiheimildir, bæði í sfid og loðnu, auk þess hefur Gullberg verið að sfidveiðum fyrir okkur og maikaðir íyrir sfld líta vel út. Þá em að opnast markaðir í Rússlandi fyrir loðnu og hefði veður að undan- fömu ekki hamlað veiðum þá væri búið að frysta talsvert á þann markað. Það hefur ekki gerst áður að loðna hafi verið fryst hér á þessum tíma árs en við erum komnir með flokkara klára og verður hægt að frysta loðnu um leið og hún berst hingað. Um þessar mundir eru ýmsar tilfærslur í rekstrinum sem miða að því að snúa honum til hins betra. Hjá Isfélaginu em um 250 manns á launa- skrá, af þeim hefur nú 17 verið sagt upp og eftir þær uppsagnir emm við með sama íjölda á launaskrá og við vomm á sl. hausti. Það er engin launung að við þurfum að geta náð rneiri afköstum með því fólki sem við höfum, menn þurfa að leggja sig fram. Með því móti náum við að reka þetta fyrirtæki með hagnaði og byggja það upp og að því hljótum við að stefna," segir Jóhann Pétur Andersen. Sigurg. Jólahlaðborð Veitingahúss Hótels Þórshamars: Gælt við bragðlaukana FÖNDURHÓPUR Hraunbúða mætti á jólahlaðborðið á sunnu- daginn og lét vel af kræsingunum. Matseðillinn að jólahlaðborðinu hjá Veisluþjónustu Gríms Gíslasonar á Hótel Þórshamri er virkilega glæsilegur. Flestir byrja á köldu réttunum og mestur vandinn er að fá sér nógu lítið af hverju, annars er hætta á að lítið rými verði fyrir það sem á eftir kemur. Afsjávarréttum, sem á boðstólum eru, má nefna bananasfld, rússneskt sfldarsalat, hvítlaukssfld, reyktan lax með tartarasósu, gratinn lax með sinnepssósu, súrsætan sjávarréttakokteil, kryddlegnar rækjur og sjávarréttapate. Þá er og forvitnilegur ginleginn lax með jógúrtsósu. í köldu réttunum er einnig kjötmeti að linna svo sem grafna villigæsabringu með hnetuvinaigrette, íjallagrasapate með Cumberland sósu, sveitapate og drottningarskinku með ávaxtasalati. Heitu réttirnir eru ýmist gamalkunnugir íslenskir jólaréttir á borð við hangikjöt með uppstúf eða það sem nýrra er af nálinni svo sem hreindýrabuff með villibráðarsósu, kalkúnabringur með sveppa- og heslihnetufyllingu, eplaflesksteik, svínapurusteik með hvítvínssósu og reykt svínakjöt með rauðvínssósu. Með þessum indælisréttum er að sjálfsögðu viðeigandi meðlæti eftir smekk hvers og eins, þ.á.m. appelsínugljáðar kartöflur sem fara einkar vel með mörgum heitu réttunum. Og þegar kemur að eftirréttunum, sé magamál fyrir slíkt, þá er að sjálfsögðu á boðstólum sá sígildi jólaeftirréttur ris a la mande með Grand Marnier karamellusósu en auk þess er einnig hægt að fá eplaköku með rjóma eða sherrytriffle. Grímur Gíslason og hans fólk hafa í mörg ár kitlað bragðlauka Eyjamanna og gesta en sjaldan tekst þeim betur upp en á jólahlaðborðinu og ekki bregst það að þessu sinni. Vandinn er að taka nógu lítið ef hverjum rétti og ætla sér góðan tíma í borðhaldið. Sé þessa gætt er svo sannarlega hægt eiga góða stund á Veitingahúsi Hótels Þórshamars og halda þaðan sæll, glaður og saddur. Jólahlaðborðið er í boði á fostudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum en á sunnudögum miðast það einkum við fjölskyldufólk. Þeirfengu uppsagnarbréf Kom ekki á óvart Þórður Karlsson, trésmiður, er einn þeiira starfsmanna Is- félagsins sem fékk uppsagn- arbréf. Þórður hefur haft með höndum eftirlit og viðhald með fasteignum ísfélags Vest- mannaeyja sl. fjögur ár. Kom þessi uppsögn honum á óvart? „I sjálfu sér ekki. Eg hafði vitað um nokkurt skeið að eitthvað væri að gerast í þessum málum og vissi að dregið yrði saman á einhverjum sviðum. Þetta þýðir að öllu viðhaldi verður hætt nema í því allra nauð- synlegasta og hve víðtækt það er, veit rnaður ekki. Kannski verður þetta eitthvað endurskoðað en það er á hreinu að ég verð að fara að leita mér að nýju starfi," sagði Þórður. Sári Sigurður Sigurðsson, rennismiður, hefur unnið ú vélaverkstæði ísfélagsins og við alls kyns viðgerðir í fimm ár. Hann var einn þeirra sem fékk upp- sagnarbréf. „Jú, ég neita því ekki að þetta kom mér nokkuð á óvart og það er óneitanlega sárt að verða fyrir þessu. Eg skil heldur ekki að það geti orðið spamaður í því að sækja þessa vinnu annað og leggja vélaverkstæðið niður. Eg er ekki búinn að sækja um vinnu annars staðar en verð að fara að huga að því. Síður vildi ég flytja suður en kannski verður það þrautalendingin," sagði Sigurður. Þriðja upp- sagnarbréfið Guðmundur Gíslason er vélvirkja- meistari og hefur unnið hjá vélaverkstæði Isfélagsins í 15 ár en hefur nú verið sagt upp störfum. „Þetta er í þriðja sinn sem ég fæ upp- sagnarbréf frá ísfélaginu. Fyrst 1991 þegar ísfélagið og Hraðfrystistöðin voru sameinuð. síðan 1993 vegna rekstrarerfiðleika en í bæði skiptin var ég endurráðinn. Aftur á móti á ég ekki von á því að ég verði endurráðinn að þessu sinni. Fyrri bréfin, sem voru undirrituð af Sig- urði heitnum Einarssyni, voru á mannlegum nótum og ástæður til- greindar fyrir uppsögn. Síðasta uppsagnarbréfið, sem er dagsett 30. nóvember sl. og undirritað af Jóhanni Pétri Andersen, er með allt öðrum og neikvæðari tóni, mann- lega þáttinn vantar í það bréf,“ sagði Guðmundur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.