Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.2003, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.2003, Blaðsíða 1
i i i i i i i i i i i i i HERJÓLI V FUR ETRARÁÆTLUN Frá Frá Vcstm.cy'jum Þorl.höfn Mánu-til laugardaaa 08.15 12.00 Aukaferð föstudaga 16.00 19.30 Sunnudaga 14 00 18 00 HERJÓLFUR Landjinrrkxfar Upplýsingasími: 481-2800 ■ www.herjolfur.is 30. árg. • 5. tbl. • Vestmannaeyjum 30. janúar 2003 • Verð kr. 180 • Sími 481 1300 • Fax 481 1293 • www.eyjafrettir.is Skip og bíll Viðgerðir og smurstöð Sími 481 3235 Rettingar og sprautun Sími 481 1535 EIMSKIP z£Z7 sími: 481 3500 sími: 481 3500 Heima- klettur í nýju Ijósi Það hefur færst í vöxt að ýmis náttúrufyrirbrigði og mannanna verk eru lýst upp í náttmyrkri og er það ýmist gert með hefð- bundinni lýsingu eða skrautljós- um. Tilgangurinn er bæði að bregða öðru vísi ljósi á það sem lýst er upp og fá notið þeirra lengur en sem nemur dagsbirt- unni. Hvort tveggja á rétt á sér en hætt er við að mikil ljósasýning geti orðið leiðigjörn fyrir þá sem þurfa að lifa við hana hverja nótt. Það var því skynsamlegt að fara hina leiðina þegar ákveðið var að hrinda í frantkvæmd hugmynd Friðbjörns Valtýssonar að lýsa Heimaklett upp. Kveikt var á ljósunum fimmtu- dagskvöldið, þann 23. janúar, sem var vel við hæfi. Vegna innsiglingarinnar var ákveðið að afmarka lýsinguna við Lönguna og bergið þar upp af. Það er í sjálfu sér alveg nóg,- Heinta- klettur er það stór. Einhver hafði á orði að lýsingin hefði mátt vera meiri og það er auðvitað réttur hvers og eins að hafa skoðun á því. Almennt mun fólk sátt við útkomuna því hófleg lýsingin undirstrikar dulúð Heimakletts og mjúkar línur. Hressómálið affur til Sam- keppnis- stofnunar Eigendur Hressó hafa falið lög- mannsstofunni Logos að senda erindi aftur til Samkeppnisstofn- unar vegna deilna þeirra við bæjaryfirvöld. Vilja þau að rnálið sé opnað aftur þar sem þau telja að bæjaryfirvöld hafi aldrei farið að úrskurði nefndarinnar frá 1996. Málið er rakið frá upphafi í greinargerð frá lögmannsstof- unni. Samkeppnisstofnun sendi gögnin til bæjarráðs og var þeim boðið að gera athugasemdir við bréfið, eigi síðar en 3. febrúar en þá mun málið verða lagt fyrir samkeppnisráð til ákvörðunar. Bæjarráð fól bæjarlögmanni að svara Samkeppnisstofnun. Heimaklettur í nýju Ijósi en svona lítur hann út eftir að byrjað var að lýsa hann upp. Vilja stjórna fjölþjóðlegu fyrirtæki frá Vestmannaeyjum Eignarhaldsfélagið svarar ekki Verkefnið Auður í krafti kvenna hófst fyrir þremur árurn og er sagt hafa stuðlað að stofnun 51 fyrirtækis og skapað 217 ný störf. Fjórtán hundruð og áttatíu konur hafa tekið þátt í nániskeiðum á vegum verkefnisins. A lokahátíð á föstudag var kynnt var hvaða konur hlutu Auðar verðlaunin. Guðrúti Möller er ein þriggja kvenna sem fengu viðurkenningu fyrir athyglisverðustu viðskiptahug- myndina en hún rekur fyrirtækið Lucina ásamt eiginmanni sínum, Eyjamanninum Ólafi Árnasyni. Ákváðu þau að atlutga þann mögu- leika að hafa skrifstofur og bæki- stöðvar fyrirtækisins í Eyjum. Ólafur segir að þau Guðrún hafi stofnað fyrirtækið fyrir nokkru síðan um einkaleyfi fyrir kanadíska verslunarkeðju sem sérhæfir sig í tískufatnaði og fleiru fyrir bams- hafandi konur. Umboðið nær yfir alla Skandinavíu en vörumerkið heitir Thyme matemity. „Við höfum áhuga á að hafa skrif- stofur, rekstur og birgðastýringu í Eyjum en okkur vantar fjármagn til frekari uppbyggingar. Við leituðum til forsvarsmanna Þróunárfélagsins og Eignarhaldsfélagsins og bentum á að tilkoma fyrirtækisins gæti stuðlað að atvinnuuppbyggingu í Vestmannaeyjum. Við höfum ekki fengið nein svör ennþá en um það bil ár er síðan við höfðum fyrst samband. Við lögðum fram við- skiptaáætlun og pappíra sfðastliðið sumar og aftur í haust er leið. Byggðastofnun leggur til fjármagn til Eignarhaldsfélagsins sem er ætlað til atvinnusköpunar en við förum ekki fram á neinn styrk held- ur að þeir gerist hluthafar í fyrir- tækinu. Steindór Ámason, skó- kaupmaður. kom strax inn í þetta með okkur og er meðeigandi að fyrirtækinu Við reiknum með að þetta geti skapað fjögur til sex störf til að byrja með en þau gætu orðið tólf til fimmtán ef vel tekst til.“ Ólafur og Guðrún reka verslanir í Kópavogi og Svíþjóð en til stendur að opna fleiri verslanir í Svíþjóð á næstu mánuðum. „Þegar við fórum út í fyrirtækjarekstur vildi Guðrún bæta við þekkingu sína í sambandi við viðskipti. Þar kemur Auður í krafti kvenna við sögu en hún sótti námskeið á þeirra vegum. „Þrjú fyrirtæki fengu viðurkenningu þar á meðal fyrirtæki okkar, Lucina, þar sem það þykir vænlegt og miklar vonir eru bundnar við það. Við höldum þessu opnu með Eyjar en við erum farin að skoða aðra möguleika fyrst ekkert heyrist frá Eignarhaldsfélaginu né öðrum. Við þurfum skýr svör og það gefur auga leið að það þarf að verða sem fyrst.“ TM-ÖRYGGI fyrir fjölskylduna sameinar öll tryggingamalin á einfaldan og hagkvæman hátt Þingmenn fjalla um atvinnumál Þingmenn kjördæmisins mættu á fund stéttarfélaga, bæjar- stjórnar og atvinnulífsins. | BLS. 16&17 Heimaklettur í mál og myndum Athyglisverð sýning er nú í Vélasalnum á myndum af Heimakletti. í tengslum við hana var fluttur fyrirlestur um klettinn. | BLS. 19 Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Flötum 20

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.