Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.2003, Blaðsíða 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 30. janúar 2003
Snorri Rútsson ökukennari með nýtt spil:
Hringyegurinn í alla skóla
Eitt af stærri augnablikum í lífi
ungs fólks er þegar bflprófið er í
höfn, 17 ára aldurinn og rúnturinn
bíður. Það er þó ekkert sjálfgefið að
krakkar nái prófinu sem er þungt,
enda þarf að læra öll umferðar-
merkin og allar þær reglur sem
fylgja því að vera ábyrgðarfullur
einstaklingur í umferðinni.
Heldur hafa yfirvöld þyngt prófin
undanfarið auk þess sem krakkamir fá
nú æfingaleyfi sex mánuðum áður en
sautján ára aldrinum er náð. Mikil
slysatíðni meðal ungs fólks í
umferðinni hefur verið áhyggjuefni
undanfarin ár og veitir þeim ekki af að
vera vel undirbúin áður en sest er
undir stýri.
Bókin Akstur og umferð - almennt
ökunám er skyldulesning fyrir prófið
og eins verða krakkamir að kunna skil
á öllum 316 umferðamerkjunum sem
em í notkun á Islandi. Fjöldinn kemur
gríðarlega á óvart og þó undirritaður
telji sig nokkuð glöggan á umferðar-
merkin eru þar mörg sem hann hefur
aldrei séð.
Snorri Rútsson, íþrótta- og öku-
kennari, hefur þróað ansi skemmtilegt
spil sem gerir ökunámið mun
skemmtilegra. Spilið ber heitið
Hringvegurinn. Snorri tók próf frá
Ökukennaraskólanum fyrir tveimur
ámm og þegar kom að lokaverkefninu
langaði hann að gera eitthvað sniðugt
með umferðarmerkin. „Eg hugsaði
með mér, hvað get ég búið til sem
vekur áhuga krakkanna á umferð-
armerkjunum. Eftir nokkra yfirlegu
kom hugmynd að spilinu og á stuttum
tíma var hugmyndin útfærð frekar og
ég lét útbúa fyrir mig íslandskort þar
sem hringvegurinn var úr um-
ferðarmerkjunum."
Snorri hélt áfram að þróa hug-
myndina en í upphaft snerist spilið
eingöngu um að kunna merkin. „Svo
eftir að hafa prófað spilið á nokkmm
sá ég að þeir sem voru góðir í að
þekkja merkin stungu hina mjög fljótt
af. Þess vegna vildi ég þyngja þetta
aðeins og bjó til spumingar úr bókinni
Akstur og umferð - almennt ökunám
sem allir þurfa að lesa vel sem eru í
ökunámi."
Spilið samanstendur af spilaborði
sem er kort af íslandi, teningum, peð-
um og spumingablokk sem minnir á
hið stórskemmtilega spil, Trivial
Pursuit. Það er þannig byggt upp að
þú þarft fyrst að þekkja umferðar-
merkið, ef þú gerir það færðu
spurningu og ef henni er svarað rétt
færðu að gera aftur.
Spilið, sem fengið hefur nafnið
Hringvegurinn, hafa þeir félagar
Snorri og Gísli Magnússon, sem reka
saman ökuskóla, notað við kennslu og
eins hefur Snorri notað spilið sem
valfag í tíunda bekk. „Þar hef ég
fengið nokkuð frjálsar hendur í að
þróa námið og er þakklátur fyrir það.
Krakkamir hafa tekið vel í spilið og
oft fjör í stofunni þegar keppnisskapið
nær yfirhöndinni."
Hefur samið við
Námsgagnastofnun
Krakkar í Eyjum hafa því fengið for-
smekkinn af spilinu og nú er nokkuð
ljóst að allir krakkar á landinu munu fá
tækifæri til að nota spilið við kennslu
og skemmtun þar sem Snorri hefur
samið við Námsgagnastofnun sem
ætlar að gefa spilið út. „Já, ég er
nokkuð stoltur af því. Þeir buðu mér
samning til tíu ára og em núna að
vinna að því að útbúa spilið og er
ætlunin að það verði tilbúið á næstu
12 til 16 mánuðum, jafnvel fyrir næsta
skólaár."
Snorri segir það mikla viður-
kenningu fyrir sig og þessa hugmynd
að Námsgagnastofnun ætli sér að gefa
það út. „Spilið mun fara í alla gmnn-
skóla á landinu þar sem það verður
notað í yngri bekkjum í lífsleikni en
eins mun það verða notað í öku-
kennslu."
I framhaldinu má allt eins búast við
að spilið verði tölvukeyrt en Snorri
vill fara varlega í alla svoleiðis spá-
dóma. „Þó hlýtur maður að spyrja sig
ef þetta gengur héma á litla íslandi, af
hverju ætti þetta þá ekki að ganga
annars staðar?“ sagði Snorri og segist
afskaplega spenntur að sjá hvemig
málin þróast á næstunni. „Við vitum
hvernig þetta hefur gengið hér í
Eyjum, en þegar aðrir kennarar fara að
nota spilið verður spennandi að sjá
hvernig því verður tekið.“
Hann segir hugsunina á bak við
spilið geta nýst í annarri kennslu. „Það
er vel hægt til dæmis að bæta
einhverjum landafræðispurningum
við, eftir því hvar á landinu þú ert
staddur. Þetta býður upp á mikla
möguleika,“ sagði Snorri og bætti við
að öll keppni hitti í mark þegar kemur
að kennslu.
„Það hefur verið gaman að fylgjast
með tíundu bekkingunt núna, jafnvel
hörðustu töffaramir hafa gleymt sér í
keppni um hver nær fyrstur í mark og
þar ern rökræðumar oft ansi góðar um
hvort svarað var rétt eða ekki,“ sagði
Snorri að lokum.
svenni@eyjafrettir. is
SNORRI með spilið góða sem fengið hefur nafnið Hringvegurinn. Það hafa þeir Snorri og Gísli Magnús-
son, sem reka saman ökuskóla, notað við kennslu og eins hefur Snorri notað spilið sem valfag í 10. bekk.
Sjávarúivegsráðherra eykur kvóta:
Ufsakvótinn eykst um 866 tonn
-Viðbótarloðnukvóti upp á 60.000 tonn
Árni Mathiesen sjúvarútvegsráð-
herra tilkynnti í síðustu viku um
auknar atlaheimildir í ufsa, kol-
munna, sandkola og úthafskarfa.
Eins var loðnukvótinn aukinn
talsvert. Fyrir útgerðarmenn í Eyjum
þýðir þetta aukinn ufsakvóta um 866
tonn. í upphafi kvótaársins var 4004
tonnum úthlutað til Eyjabáta af ufsa.
96 tonn af sandkola koma til viðbótar
en mesta viðbótin er í loðnu, tæpar
100 þúsund lestir komu til Eyja í
upphafsúthlutuninni og bætast nú við
rúmar 60 þúsund lestir.
Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu
er ekki enn búið að úthluta veiði-
heimildum á úthafskarfa og kolmunna
þannig að ekki er hægt að reikna út
hversu mikill hluti kemur til Eyja. Er
reiknað með að úthlutunin verði til-
kynnt fljótlega.
Frá Hressó:
Hvað er Body Pump?
Body Pump, hvað er það? Einfaldlega
vinsælustu hóplíkamsræktartímar í
heiminum í dag sem 5000 líkams-
ræktarstöðvar um allan heim bjóða
upp á þessa frábæru tíma og um 2
milljónir manna stunda þessa líkams-
rækt.
Líkamsræktarkerfið er framleitt af
nýsjálenska fyrirtækinu Les Mills.
Þau hófu starfsemi um 1990 og réðu
til sín hæft fólk alls staðar að úr
heiminum, íþróttafræðinga, sjúkra-
þjálfara, lækna, afreksfólk úr íþróttum
og fleiri til þess að búa til skemmtilegt
áhrifaríkt og öruggt æfingakerfi.
Body Pump er einfalt og áhrifaríkt,
þú þarft engan sérstakan búnað eða
kunnáttu til þess að vera með. Þetta
geta allir, á öllum aldri, karlmenn jafnt
sem konur. Engin spor eða flækjur
heldur aðeins lyftingar með stöngum
og lóðum. Hver og einn ræður
álaginu hjá sér með mismunandi
þyngdum.
Kerfið er eins öruggt og hægt er
með tilliti til meiðsla og þess háttar
vandamála. Yfir það fara íþrótta-
læknar og sjúkraþjálfarar. Alls staðar
er dregið úr meiðslahættu eins og
mögulegt er.
Nýjar rannsóknir benda til þess að
Body Pump sé sú leið sem kemur þér
hvað hraðast í gott alhliða líkamlegt
form. Áhrif af Body Pumpi er að það
styrkir og tónar upp vöðva líkamans.
Bætir vöðvaþol, líkamlega getu og
úthald. Eykur brennslu, styrkir hjarta
og æðakerfi og hefur ntjög jákvæð
áhrif á almenna líðan og útlit.
Body Pump er einfalt og
áhrifaríkt, þú þarft engan
sérstakan búnað eða
kunnáttu til þess að vera
með. Þetta geta allir, á öllum
aldri, karlmenn jafnt sem
konur. Engin spor eða
flækjur heldur aðeins
lyftingar með stöngum og
lóðum. Hver og einn ræður
álaginu hjá sér með
mismunandi þyngdum.
Nú á tímum er mikilvægt að finna
sér einhverja líkamsrækt sem við
njótum og höfum gaman að. Kannski
er Body Pump einmitt rétta svarið
fyrirþig.
Hressó býður því öllum sem vilja,
frían prufutíma í Body Pump þessa
viku og næstu.
Body Pump tímar eru á stundaskrá
á mánudögum og miðvikudögum
kl. 16.05. Þriðjudögum og fimmtu-
dögum kl. 19.10 og á föstudögum
kl. 17.10. Því ekki að prufa?
Til umhugsunar: Ef þér yrði sagt að
æfa í klukkustund á dag og þá myndir
þú fá 1 milljarð eftir 25 ár. Myndir þú
gera það?
Munið, heilsan er dýrmætari en
peningar.
Hressó.
ÚtivistarFólk skondrar um
Heimaey um helgina
Eins og sagt var frá í síðasta blaði
ætla félagar í Útivist að koma til
Eyja um næstu helgi og halda
þorrablót og fara í gönguferðir.
Þátttaka er mjög góð en sextíu og
fimm manns koma hingað af
fastalandinu og vonast til að hitta
hér útivistarfólk og göngugarpa.
Hópurinn kemur á fóstudaginn
með Herjólfi en að sögn Fríðu
Hjálmarsdóttur, fararstjóra,
verður gengið um Heimaey á
laugardag.
„Lagt verður af stað frá Gisti-
heimilinu Heimi klukkan 10.30 og
gengið í austurátt að Skansinum
og litið á Stafkirkju og Landlyst.
Fleiri en ein gönguleið verður í
boði en göngugarpar úr Svarta
genginu munu aðstoða við
leiðsögnina. Þeir sem það viija,
ganga á Eldfell og jafnvel á Helga-
fell en fleiri en ein gönguleið
verður í boði og göngugarpar úr
Svarta genginu aðstoða við
leiðsögnina. Væntanlega endum
við í Herjólfsdal, kíkjum í leiðinni
á Kaplagjótu og golfvöllinn góða.
Stefnt er að því að göngunni verði
lokið fyrir klukkan þrjú,“ segir
Fríða.
Vestmannaeyingar eru hvattir til
að mæta í gönguna en ferðafólkið
vill sjá sem flesta bæjarbúa, ekki
síst þá sem hafa gengið á vegum
félagsins. Um kvöldið halda félagar
í Utivist þorrablót í Skátaheimilinu
og þeim sem hafa áhuga á að vera
með í því er bent á að hafa
samband við félagið.