Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.2003, Blaðsíða 18
18
préttir
Fimmtudagur 30. janúar 2003
Landa-
KIRKJA
Fimmtudagur 30. janúar
Kl. 10.00 Mömmumorgunn í
Safnaðarheimilinu. Sr. Kristján
Bjömsson.
Kl. 16.30 Litlir lærisveinar, yngri
hópur. Kórstjóri Guðrún Helga
Bjamadóttir.
Föstudagur 31. janúar
Kl. 13.30 Litlir lærisveinar, eldri
hópur. Kórstjóri Guðrún Helga
Bjamadóttir.
Sunnudagur 2. febrúar
Kl. 11.00 Bamaguðsþjónusta í
Landakirkju. Litlir lærisveinar
syngja undir stjóm Guðrúnar
Helgu Bjamadóttur. Mikill söng-
ur, guðspjall, brúður, bænir og létt
stemmning. Sr. Þorvaldur og
bamafræðaramir.
Kl. 14.00 Guðsþjónusta. Kór
Landakirkju syngur undir stjórn
Guðmundar H. Guðjónssonar. Sr.
Þorvaldur Víðisson og sr. Kristján
Bjömsson.
Kl. 20.00 Æskulýðsfélag Landa-
kirkju og KFUM-K. Opið hús í
safnaðarheimilinu. Hulda Líney
Magnúsdóttir og leiðtogamir.
Mánudagur 3. febrúar
Kl. 16.00 Æskulýðsfélag fatlaðra
yngri hópur. Hulda Líney Magn-
úsdóttir, Ingveldur Theódórsdóttir
og sr. Kristján Bjömsson.
Þriðjudagur 4. febrúar
Kl. 15.00 Kirkjuprakkarar, 6-8 ára
krakkar í kirkjunni. Boltadagur.
Sr. Þorvaldur og leiðtogamir.
Miðvikudagur 5. febrúar
Kl. 16.20 TTT yngri, 9-10 ára
krakkaríkirkjunni. Boltaleikjad-
agur. Sr. Þorvaldur og leiðtog-
amir.
Kl. 17.30 TTT eldri, 11-12 ára
krakkar í kirkjunni. Spiladagur.
Sr. Þorvaldur og leiðtogamir.
Kl. 20.00 Opið hús í KFUM-K
fyrir æskulýðsfélagið.
Hvíta-
SUNNU-
KIRKJAN
Föstudagur
KL. 20.30 Unglingakvöld,
allir unglingar velkomnir.
Laugardagur
Kl. 20.30 Bænasamvera
Sunnudagur
Kl. 13.00 Sunnudagaskólinn, líf
og ljör fyrir krakka á öllum aldri.
KL. 15.00 SAMKOMA
Mikill söngur og lifandi orð Guðs.
Þakkið Drottni því Hann er góður.
Allir hjartanlega velkomnir.
Þriðjudagur
Bamastarf fyrir böm 9-12 ára kl.
17.00. Sálm. 34:9.
Allir hjartanlega velkomnir.
Aðventkirkjan
Laugardagur 1. febrúar
Kl. 10.30 Biblíurannsókn.
Látlaus athöfn á 30 ára afmæli
Vestmannaeyingar hafa í þau 30
ár, sem liðin eru frá því gos hófst á
Heimaey, minnst þess með lát-
lausri athöfn, oftast f Landakirkju.
Sú venja hefur skapast að hafa
heldurmeira viðþegar stendurá
heilum eða háifum tug. I samræmi
við það var efnt til blysfarar síðasta
ilmmtudagskvöld, 23. janúar,
þegar 30 ár voru liðin frá því jörð
rifnaði á Heimaey og upp kom
jarðeidur með allri þeirri
eyðileggingu sem honum fylgdi.
Góðir gestir voru líka mættir og
var biskupinn yfir Islandi, herra
Karl Sigurbjörnsson, í þeim hópi.
Veður var heldur leiðinlegt
þennan dag, fyrsti snjór vetrarins
kom með miklum látum nóttina
áður en í kjölfarið fylgdi asahláka í
hvassri sunnanátt. Þrátt fyrir það
var ákveðið að halda auglýstri
dagskrá sem hófst með blysfor frá
þremur stöðum í bænum. Mæst
var á mótum Hásteinsvegar og
Heiðarvegar þar sem göngurnar
mynduðu kross. Þaðan iá leiðin
niður á Básaskersbryggju þar sem
safnast var saman á bfladekki
Herjólfs. Þar voru samankomin
milli 500 og 600 manns og var
formaður goslokanefndar, Arnar
Sigurmundsson, ánægður með
þátttökuna því leiðinlegt veður
framan af kvöldi og spennandi
handboltaleikur í sjónvarpi hafi
dregið nijög úr fóiki að mæta.
Þeir sem þarna fiuttu ávarp
voru Ingi Sigurðsson bæjarstjóri,
séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson,
séra Bjarni Karlsson, herra Karl
Sigurbjörnsson, prestar sem allir
hafa þjónað Eyjamönnum og svo
núverandi prestar, séra Kristján
Björnsson og séra Þorvaldur
Víðisson. Að lokum fiutti Arnar
formaður nokkur orð. Athöfninni
lauk með því að kveikt var á
ljósum sem Iýsa upp Heimaklett
ofan við Löngu. Forgöngu í því
máli hafði Friðbjörn Valtýsson.
Um tóniistarflutning sáu Kór
Landakirkju og Samkórinn og
Lúðrasveit Vestmannaeyja.
í ailt tók athöfnin um háifa
klukkustund og var að öllu leyti í
takt við tilefnið, að minnast
upphafs gossins og þakka fyrir að
enginn fórst í þeim hamförum sem
hófust á Heimaey þann 23. janúar
1973.
UNGIR og gamlir fjölmcnntu í blysför og athöfnina um borð í Herjólfi þar sem milli 500 og 600 manns
voru samankomnir.
FRIÐBJÖRN, Arnar, Ingi og Sigurður Símonarson komu að undirbúningi athafnarinnar.
Heimaklettur í myndum og máli
í tengslum við að nú er þess minnst
að 30 ár eru liðin frá því gos hófst
var hugmynd Stefáns Jónassonar
að efna til sýningar þar sem
Heimaklettur væri viðfangsefnið,
hrundið í framkvæmd.
Var sýningin opnuð á föstudaginn
og þar má sjá Heimaklett frá mörgum
sjónarhomum, bæði í málverkum og
ljósmyndum. Er alveg þess virði að
kíkja við í gamla Vélasalnum og sjá
hin mörgu andlit Heimakletts.
FRIÐBJÖRN og Guðjón Ólafsson, myndlistarmaður með meiru
voru mættir á sýninguna með Heimaklettsmyndunum.
Friðbjöm Valtýsson lét sér ekki
nægja að standa fyrir því að
Heimaklettur yrði lýstur upp, hann
hefur safnað saman heilmiklum
fróðleik um Heimaklett sem hann
greindi frá í skemmtilegum fyrirlestri
í Listaskólanum síðasta föstudag. Inn
í þetta blandaði hann eigin kynnum af
Heimakletti, þessu tákni Vestmanna-
eyja sem trónir hér fjalla hæst, upp á
eina 283 metra.
Húsfyllir var á fyrirlestrinum sem
var bæði fræðandi og skemmtilegur.
Verður hann endurfluttur kl. 17.30 á
laugardaginn.
Gott starf í boði
Unik leitar að starfsfólki í skemmtilegt kynningar- og sölustarf.
Um er að ræða hvort heldur sem er hlutastarf eða fullt starf.
Starfið hentar mjög vel fyrir konur sem hafa hæfni í mannlegum
samskiptum. Góð árangurstengd laun eru í boði.
Hafðu samband við okkur í síma
533 6070 og fáðu nánari upplýsingar.
Unik er Priggja ára gamalt Pjónustufyrirtæki
sem heldur utan um öflugt vildarkerfi fyrir
fyrirtæki og heimili. Kerfið tekur til um 300
fýrirtækja víða um land og Pegar hafa á Priðja
Púsund heimila í landinu samið urn aðild.