Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.2003, Blaðsíða 2
2
Fréttir
Fimmtudagur 30. janúar 2003
Föstudagskvöld:
Bein útsend-
ing á snóker
Annað kvöld, fóstudagskvöldið 31.
janúar, verður hjá Fjölsýn bein
útsending úr Kiwanishúsinu. Þar
l'er þá frtun úrslitaleikurinn í snóker-
keppni sem undanfarið hefur staðið
yfir milli Akóges, Kiwanis og
Oddfellow en sú keppni hófst I I.
janúar. Kiwanis sigraði í þeirri
keppni með nokkrum yfirburðum,
Akóges varð í öðru sæti og Odd-
fcllow í því þriðja. En leikurinn í
kvöld er úrslitaleikur í einstaklings-
kcppni milli þessara þriggja klúbba.
Ljóst er að Páll Pálmason mun leika
lyrir Kiwanis en ekki á hreinu hvort
það verður Akógesinn Magnús
Sveinsson eða Oddfellowinn Sigur-
jón Birgisson sem mun mæta
honum. Þeir tveir munu keppa í
dag utn réttinn til að leika um fyrsta
sætið.
Olís er styrktaraðili þessarar
keppni og gefur öll verðlaun til
hennar. Kcppnin hefur verið
árlegur viðburður um nokkurra ára
skeið milli Akóges og Kiwanis en á
þessu ári bættust Oddfellowar í
hópinn en allir þessir klúbbar eiga
snókerborð af löglegri stærð.
En úrslitaleiknum verður sjón-
varpað beint, eins og áður er sagt og
hefst útsendingin kl. 20. Sam-
kvæmt reglum keppninnar þarf
sigur í þremur römmum til að vinna
og því gæli leikurinn orðið limm
rammar. Þeir Júlíus Ingason og
Sigurgeir Jónsson munu lýsa
leiknum á Fjölsýn.
Pizza 67
Á laugardaginn verða eigendaskipti
á veitingastaðnum Pizza 67. Val-
garð Jónsson sem rekið hefur Pizza
67 síðustu þrjú ár hættir og við
rekstrinum tekur Hjörleifur Þórð-
arson. Að sögn Hjörleifs verða ekki
miklar breytingar til að byrja með
en þó mun afgreiðslutíminn lengjast
og verður nú opið alla daga frá
11.30. „Þetta leggst vel í mig,
annars væri maður ekki að þessu.
Hcimsendingar hafa alltaf vcrið stór
þáttur í rekstrinum en hér er einnig
stórskemmlilegur salur sem ég von-
ast til að verði nýttur betur.“ Hjör-
leifur mun bjóða upp á ýmis
opnunartilboð í tilefni dagsins á
laugardag.
Loðnan
Loðnuveiði hefur gengið ágætlega í
janúar og bátar lslelagsins hafa
verið að landa í Eyjum síðustu
daga. Sigurður landaði 850 tonn-
um á þriðjudagskvöld. Antares 750
tonnum í gær en Guðmundur átti
að landa 700 tonnum í nótt er leið.
Harpa VE 25 var á miðunum og
kominn með 600 tonn.
Sighvatur landaði 1300 tonnum
hjá Vinnslustöðinni á mánudag og
var á miðunum í gær. Kap landaði
um 800 tonnum á Djúpavogi.
Huginn landaði 1500 tonnum í
Eyjum í gær. Gullberg var á mið-
unum á þriðjudagskvöld og var
með fjögur hundmð tonn. Bræla var
á miðunum en Gullberg landaði
fullfermi, I200 tonnum. fyriraustan
á mánudag. ísleifur landaði 915
tonnum á Fáskrúðstirdi á |triðjudag
og Bergur var á miðunum á þriðju-
dag með 900 tonn.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra:
Útilokar ekki sértækar að-
gerðir fyrir Vestmannaeyjar
Eins og greint var frá í síðasta blaði
voru málefni Vestmannaeyja tekin
fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í
þar síðustu viku. Það var Guðni
Ágústsson, landbúnaðarráðherra,
sem hóf umræður undir liðnuni
önnur mál. Guðni var þá ný-
kominn af fundum í Vestmanna-
eyjum þar sem staða atvinnumála í
bænum var rædd.
„í Vestmannaeyjum ræddum við
stöðu mála þar sem atvinnuleysi
virðist vera orðið viðvarandi," sagði
Guðni.
„Þarna verða Alþingi, ríkisstjóm,
bæjarstjórn, atvinnulíf og stéttarfélög
að taka höndum saman. Samráðherrar
mínir tóku undir að ástandið væri
áhyggjuefni og vinna yrði með Eyja-
mönnum að því að leita leiða með
framtíðarhagsmuni bæjarfélagsins í
huga.“
Guðni sagðist hafa rakið helstu
atriði sem komu fram í ferð hans til
Eyja. „Eg vil ekki útiloka sértækar
aðgerðir í Vestmannaeyjum því at-
vinnuleysi hér er mun alvarlegra en
annars staðar. Fólk í Eyjum á ekki
möguleika á að sækja vinnu í næsta
bæ eða þorp þegar kreppir að. Þess
vegna vona ég að ríkisstjóm, bæjar-
stjóm Vestmannaeyja og Byggða-
stofnun nái saman. Ekki síst til að
fjölga eggjum í körfunni þó sjávar-
útvegur verði áfram undirstaðan."
Guðni sagði líka að skoða yrði hvar
afli Eyjaskipa er unninn. „Ef það er
rétt að 37% af botnfiskafla Eyjaskipa
séu flutt út óunnin er það of mikið.
Enginn tapar meira á því en at-
vinnurekendur ef fólki heldur áfram
að fækka í Vestmanneyjum,“ sagði
Guðni að lokum.
Ingvar Sigurðsson, jarðfræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu:
Yfir 70 eldgos á 10.000 árum
„Talið er að eldgos hafi orðið á
a.m.k. 70 stöðum í og við Vest-
mannaeyjar á síðustu 10.000 árum.
Upphleðslan hefur verið mest á
Heimaey sem bcndir til þess að þar
sé miðja svæðisins,“ sagði Ingvar
Sigurðsson, jarðfræðingur og for-
stöðumaður Náttúrustofu Suður-
lands í Vestmannaeyja, þegar um-
mæli Ara Trausta Guðmundssonar,
jarðfræðings voru borin undir
hann.
Þau komu fram í þættinu, Ég lifi á
Stöð 2 þar sem sagt er frá Vestmanna-
eyjagosinu 1973. Þarsagði AriTrausti
að Vestmannaeyjasvæðið væri mjög
virkt og gos gæti aftur komið upp á
Heimaey.
Ingvar tekur undir þetta en segir
ómögulegt að segja hvar og hvenær
það gerist. „Það em yfirgnæfandi líkur
á að það muni gjósa aftur á Heimaey
þó ómögulegt sé að segja til um það
hvar gossprungan muni opnast eða
hvenær það gerist. Þó gosið hali í
Surtsey 1963 til 1967 og Heimaey
1973 er ekki þar með sagt að búast
megi við tíðari gosum hér á næstunni.
Nýlegar rannsóknir Olgeirs Sigmars-
sonar benda til þess að gosin séu í raun
hluti af sama atburðinum, þ.e. að
kvika haft komið sér fyrir undir
Heimaey á sama tíma og gaus í
Surtsey."
Ingvar bendir á að betur sé fylgst
með hreylingum jarðskorpunnar á
Heimaey nú en 1973 og því er lfklegt
að unnt verði að segja fyrir um gos
með einhverjum fyrirvara. „Náttúru-
stofa Suðurlands á bæði jarðskjálfta-
mæli og GPS-sístöðutæki sem eru
beintengd Veðurstofu Islands. Hægt er
að fylgjast með þessum mælum á
heimasíðu Veðurstofu íslands
(vedur.is) og í gegnum heimasíðu
Náttúrustofu Suðurlands (nattsud.is).
Hvort þessi möguleiki á eldgosi gerir
það að verkum að einhverjir vilja ekki
búa héma er svo mál sem hver og einn
verður að gera upp við sig. Ef ekki
væru nein eldgos þá væru engar Vest-
mannaeyjar og ekkert Island. Líkt og
landsmenn annars staðar á landinu þá
verða Vestmannaeyingar að lifa við
þær aðstæður sem þeir búa við. Lífinu
fylgir alltaf einhver áhætta," sagði
Ingvarað lokum.
Aðgerðir gegn Höllinni
Fyrir bæjarráði á þriöjudag lá fyrir
bréf frá Heilbrigðiseftirliti Suður-
lands þar sem greint er frá því að
þeim hafi borist bréf frá cigendum
Hallarinnar þar sem óskað er eftir
að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands
hætti við fyrirhugaðar þvingunar-
aðgerðir.
Kemur fram að í bréfinu komi ekki
fram hvenær úrbótum vegna hávaða-
mengunar verði lokið þar sem
eigendur Hallarinnar telja að ekki sé
hægt að tímasetja framkvæmdir vegna
þessa. „Meðan ekki er hægt að verða
við kröfúm embættisins um tímasetta
framkvæmdaáætlun sér embættið sér
ekki annað fært en að standa við
þvingunaraðgerðir þær er settar voru
fram...“
Ennfremur segir að Heilbrigðis-
eftirlitið vilji ítreka að til að geta
komið til móts við óskir fyrirtækisins
þurll að skila inn tímasettri fram-
kvæmdaáætlun sem hægt er að leggja
fyrir Heilbrigðisnefnd Suðurlands til
umljöllunar. Bæjarráð vísaði erindinu
til afgreiðslu bæjarstjómar.
Bætt aðgengi fatlaðra
að sundlauginni
Á þriðjudag afhentu Félagið
Þroskahjálp, Lions, og Slysavarna-
deildin Eykyndill, laugartröppur
sem bæta aðgengi fyrir alla í
sundlaug íþróttamiðstöðvarinnar.
Söniu félög atlientu formlega lyftu
sem bætir aðgengi fatlaðra enn
frekar að sundlauginni en nokkuð
er síðan hún var tekin í notkun.
Heildarverðmæti gjafarinnar er
2.350 þúsund kr. en fulltrúar Vest-
mannaeyjabæjar og verktaka voru
viðstaddir athöfnina.
Vignir Guðnason, forstöðumaður
lþróttamiðstöðvarinnar, segir nýju
tröppumar eina þörfustu og fiottustu
framkvæmd sem gerð hefur verið við
húsið frá upphall. „Þær bæta aðgengi
fatlaðra, aldraðra og fólks með lítil
börn en með nýju tröppunum er auð-
veldara að komast ofan í og upp úr
lauginni. I|)róttakennarar eru mjög
ánægðir með framkvæmdina þar sem
tröppurnar hjálpa einnig vatnshrædd-
um börnum í skólasundi. Fram-
kvæmdin rýrir ekki keppnisgildi
laugarinnar þar sem vatnið rennur í
yfirfallsrennur eins og verið hefur.
Þetta er flott hönnun hjá Ólafi
Ólafssyni bæjartæknifræðingi. Hljóð-
einangrun sundlaugar er lokið og
hefur heppnast fullkomlega og
starfsfólk og gestir mjög ánægðir,“
segir Vignir.
r
Ut úr Þróunarfélaginu
Fyrir bæjarráði á þriðjudag lá
fyrir samkomulag milli
Hafnarsjóðs Vestmannaeyja og
Vestmannaeyjabæjar þar seni
Hafnarsjóður samþykkir að
greiða Þróunarfélaginu 4
milljónir króna á þessu ári og
skal greiðsla fara fram fyrir 15.
febrúar nk. Með þessu
samkomulagi telst Hafnarsjóður
laus undan skuldbindingum
varðandi Þróunarfélagið og
franiselur 20% eignarhlut sinn í
félaginu. Þetta er ekki ólíkt því
samkomulagi sem gert var á milli
Hitaveitu Suðurnesja og
Vestmannaeyjabæjar fyrir
skömmu og á sama fundi á
þriðjudag var samþykkt að fara
ekki fram á peninga frá
Samstarfsnefnd Háskóla Islands.
Með þessu er Vestmannaeyjabær
að taka til sín stærri eignarhlut í
félaginu og meiri skuldir. Er
spurning hvort þetta sé upphaf
þess að Þróunarfélag Vestmanna-
eyja verði lagt niður og þá er
spurning hversu há upphæð
fellur á Vestmannaeyjabæ.
FRÁ afhcndingunni, fulltrúar gefenda og bæjarins sem voru
viðstaddir afhendinguna. Fremst eru tröjjpurnar sem munu
auðvelda fólki með skerta hreyfigetu að nýta sér sundlaugina.
Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson,
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310.
Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is
FRETTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni,
ísjakanum, Bónusvídeó, verslun 11-11, Skýlinu í Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði og afgreiðslu Hejrólfs í Þorlákshöfn. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR
eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.