Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.2003, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.2003, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 30. ianúar 2003 EYJAMAÐUR VIKUNNAR Vil eyða helgi með Guðna Agústssyni og snúa honum yfir í Sjálfstæðisflokkinn Nýlega gekk IBVfrá ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra fyrirknatt- spyrnudeildir félagsins. Sá heitir Birgir Stefánsson, 23 ára Eyjapeyi sem nýiega lauk viðskiptafræðinámi. Hann kemur til starfa f byrjun mars. Birgir er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Fullt nafn? Birgir Stefánsson. Fæðingardagur og ár? 16. janúar 1979. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylda? Sú sem býr að Áshamri 46, kjarnafjölskyldan. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Forstjóri. Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Enginn sérstakur, alltaf slæmur fjár- festingakostur. Uppáhaldsmatur? Grillað læri. Hvaða tónlist kemurþér í gott skap? Tónlist eftir Guðmund Jónsson og texti Stefán Hilmarsson. Með hvaða aðila vildir þú helst eyða helgi? Guðna Ágústssyni, snúa honum yfir í Sjálfstæðis- flokkinn. Aðaláhugamál? Iþróttir. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Herjólfsdalur yfir þjóðhátína 2001. Uppáhaldsíþróttamaður eða íþróttafélag? Sigmar Þröstur sem er ósérhlífnasti íþróttamaður sem ég þekki. Stundar þú einhverja íþrótt? Fótbolta og hef lyft með á veturna. Ertu hjátrúarfullur? Ekkert sérlega, hugsanlega einhver smáatriði. Uppáhalds sjónvarpsefni? Fréttir, Friends og fótbolti. Besta bíómynd sem þú hefur séð? Engin ein sem stendur upp úr, margar góðar sem slá þær eldri út í hverjum mánuði. Hvað finnst þér gera fólk aðlaðandi? Fólk sem er vel lesið og framfærið finnst mér aðlaðandi. Hvað finnst þér gera fólk fráhrindandi? S\æm lykt, ókurteisi og hroki. Birgir Stefánsson er Eyjamaður vikunnar Hvernig leggst nýja starfið í þig? Það leggst vel í mig. Námið kemur til með að nýtast vel. Hvenær hefur þú störf? Ég hef störf formlega 1. mars en sjálfboðastarfið hefur verið í gangi síðan pabbi byrjaði í handboltaráði fyrir mjög mörgum árum síðan. Eitthvað að lokum? Styðjum við bakið á íþróttafólkinu okkar, það er oftar en ekki fulltrúar Vestmanna- eyinga út á við. RzÉk " í. \íf / MATGÆÐINGUR VIKUNNAR Fyllt gæs Éy vil byrja ú þvícið þakkci Pcíli Marvinfyrir áskorunina en verð þó að lýsa frati á hann þarsem lumn hafði ekki einu sinnifyrirþví að ftnna sína eigin uppskrift, heldurfór inn á kraftlyfting.is, fann þar kjúklingauppskrift og bætti svo móafyrirframan. Fyllt (móa) gæs Gœs krydduð með jurtakryddi, seilery, rosmarin, viliibráðarkryddi, salti og pipar, dragon ogfleira eftir smekk. Steikt f potti t ofni við ca. 200 - 225°c. Vatn sett í potdnn. Einiberog rósapipar (nokkur kom). Ausa þarf yfir gœsina á um tuttugu mínútna fresti alveg þangað til hún er tilbúin, aukið hitann í restina til að fá haminn stökkan. Gcesin er steikt í utn 3 tíma. Gott erað liafa brúttaðar kartöflur, hrásalat, fyllingu og maískom með. Fylling 1 laukur 2-3 dl hrísgrjón -2 msk smjör eða matarolía 5 dl vatn og kjötkraftur er soðið við vægan hita í 10 mín. Hrísgrjón eru soðin eftir leiðbeiningum. Kryddjurtir eru settar saman við hnsgrjónin (Rósmarin, sellery, franskar villijurtir, villibráðarkrydd og fleira eftir smekk) Hrísgrjón og laukur steikt á pönnu í olíunni en ekki látið brúnast. Kjötsoðinu er hellt út á pönnuna og soðið við vægan hita í 10 mínútur. Látið kólna áður en sett er í gæs. Georg Skæringsson Sósa Bakaður upp jafningur og þynnt út með soðinu. Bætt út í slatta af rjóma og rifsbeijasultu. Sælgætis ís óegg 1 bolli púðursykur Vi I rjómi 1 tsk. vanilludropar eða Vi dl Bayliss Þeytið egg og púðursykur saman. Þeytið ijómann sér og blandið saman við eggjahræmna. Blandið varlega saman við Toblerone, Snickers, lakkrískurl, Galaxy, Caramel, Dajm. Sett í form og fryst. Ég ætla að skora á Óskar í Áhaldaleigunni. Hann er matmaður mikill og konunglegur maður að vexti. Nýfæddir yo* Vestmannaeyingar Þann 16. september 2002 eignuðust Þómnn Jónsdóttir og Hlynur Geir Richardsson dóttur sem skírð var í Stafkirkjunni þann 7. desember sl. Fékk hún nafnið Dagný Sif. Hún var 15 merkur og 52 sm við fæðingu. Systkini hennar með henni á myndinni eru: Bjarki, Auður Ósk, Davíð Smári og Björgvin. Fjölskyldan býr í Vestmannaeyjum. Þann 17. janúar sl. eignuðust Guðrún Hafdís Björgvinsdóttir og Þorleifur Hjálmarsson dóttur sent skírð hefur verið Kristín Soffía. Hún var 14 merkur og 49 sm. við fæðingu. Kristín Soffía er hér með bræðrum sínum, Ama, Goða og Hjalla. Fjölskyldan býr í Reykjavík. Fréttaljós Föstudag kl. 20.00. Endursýnt: Mámtdag kl. 18.00 Bein útsending föstudag: Úrslitaleikur í iunanfélagsmóti Kiwanis, Akóges og Oddfellow í snóker. Lýsing: Júlíus Ingason og Sigurgeir Jónsson Á döfinni 4* Janúar 30. Opinn bæjarsijórnarfundur í Listaskólanum kl. 18.00. 30. Bingó í Þórsheimilinu kl. 20.30. 31. Málefnoþing ungs fólks í Ásgarði kl. 20.30. 31. John Garner golfkennari með fyrirlestur. kl. 20.00 í Golfklúbbnum. Febrúar 7. Essó deild karla: ÍBV - Stjarnan kl. 20.00. 8. Essó deild kvenna: ÍBV - Fylkir/ÍR kl. 16.30.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.