Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.2003, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.2003, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 30. janúar 2003 Fréttir 11 larettum væri það til að ganga í augun á eldri strákum. „Eg segi nú fyrir mig að ekki vildi ég vera með strák sem væri alltaf að reykja," sagði Sólveig Rut og Margrét Rut bætti við að gular tennur reykingamannsins væru nú ekki beint spennandi. Vinkonumar eru á kafí í íþróttum og sögðu neyslu munn- og neftóbaks hafa minnkað meðal íþróttafólks undanfarið. „Þetta er mest hjá fótbolta- og handboltastrákunum að taka í vörina. Þeir halda að þetta sé eitthvað betra en að reykja en það er það náttúrulega ekki,“ sagði Sólveig Rut. Þegar kom að umræðu um ólögleg fíkniefni sögðust þær lítið vita um það nema af afspum. Hassið þykir kúl „Það er t.d. sagt núna að það sé mikið um hassneyslu hjá krökkum í 8. bekk. Þetta em krakkar sem em byrjaðir að drekka og reykja. Þetta þykir víst voða kúl núna og eins höfum við heyrt að talsvert sé um hassreykingar hjá þeim sem em á fyrsta ári í Fram- haldsskólanunt." Þær sögðu árganga á undan þeim í efstu bekkjum Bamaskólans hafa eyðilagt mikið fyrir þeim. „Það var t.d. alltaf nótt í Barnó fyrir sjötta til áttunda bekk en núna er hún bara einu sinni á ári og bara fyrir áttunda til tíunda bekk. Það var verið að koma að krökkum reykjandi inn á klósetti og svoleiðis, þannig að það var ákveðið að hætta þessu.“ Aðspurðar hvort auðvelt sé fyrir unglinga að komast inn á veitinga- staði til að drekka sögðu þau það ekki vera, þvert á niðurstöðu könnunar- innar. „Þetta er orðið rosalega strangt og ég held að krökkum í dag detti ekki til hugar að reyna að fara inn á skemmústaðina," sögðu þær og vildu að lokum gera gamalt og gott slagorð að sínu. „Segjum nei við fíkniefna- djöflinum." Samantekt: svenni@eyjafrettir.is Jón Pétursson sálfrœðingur segir skýrsluna vera beint framhald af vinnu frá 2001 þegar skýrslan Hagir og líðan ungs fólks í Vestmanna- eyjum vargerð. „Þegargeta samfélagsins í Eyjum var metin á sínum tíma kom í Ijós að það vantaði nokkuð áreiðanlegar upplýsingar um neysluvenjur ungs fólks í Eyjum. Skýrslan frá 2001 gaf okkur ákveðna innsýn og nú er þessi skýrsla, sem var að berast frá Rannsóknum & greiningu ehf, beint framliald,“ sagði Jón og bœtti við að með þessu vœru komnar stað- festar upplýsingar sem hœgt er að byggja forvarnarvinnu á. Varðandi niðurstöður könnunarinnar segir haitn margt jákvœtt hafa komið fram en því miður annað neikvœtt. „Umrœðan má samt ekki snúast um hverjum er um að kenna, heldur hvernig við getum bœtt okkur í forvarnarstarfinu. “ Hann sagði ýmislegt ískýrslunni koma á óvart. „Það er sumtþarna sem slœr mig, t.d. kemur fram að mun fleiri unglingar í Eyjum liafa drukkið áfengi síðustu þrjátíu daga en í Reykjavik og á landinu. Þessar niðurstöður eru eins og ífyrri skýrslunni frá 2001 og það fœr mig til að hugsa livort unglingar hér drekki yfirleitt oftar og meira en jafnaldrarþeirra aitnars staðar á landinu,“ sagði Jón en benti jafn- framt á, að hlutfallið af þeim sem segjast liafa smakkað áfengi vœri minna liér en annars staðar sem er jákvœtt. „Eins erþað mjög sláandi hvar krakkarnir segjast vera að drekka. Tölurnar sýna að liluti þeirra kemst inn á vínveitingastaði og eins segjast þeir drekka á framhaldsskólaböll- um. Hér stendur þróunin nánast í stað á meðan önnur sveitarfélög hafa tekið sig verulega á hvað þetta varðar. Ungt fólk í Reykjavík og á landinu öllu liefiir liorfið af vínveit- ingastöðunum ogfrá þvíað drekka á framhaldsskólaböllum. Hér virðist ekki vera nokkur vakning íþessum efnutn og ég er mjög ósáttur við það. Þarna vantar meiri hugsun hjá öllum aðilum.“ Jón sagði að félagsmálayfirvöld, lögreglan og foreldravaktin verði ekki vör við að börnin séu að drekka í bœnum þó könnunin bendi til annars. „Þau eru þá kaitnski helst að drekka í bílunum eða hjá aðilum Jón Pétursson sólfræðingur: Ahyggjur af æskulýðsmálum niðri í bœ. Við verðuin a.m.k. að athuga þessar upplýsingar frekar.“ Jón sagði að nú þegar vœri farið að rœða skýrsluna imtan skólanna og sagðist vita fyrir víst að Framhaldsskólinn liefði tekið fljótt við sér. „Þetta eru náttúrulega ekki meðmæli með menningarlífi Fram- lialdsskólans en það er saint ekki hœgt að kenna skólayfirvöldum um hvernig komið er,“ sagði Jón og bœtti við að þetta vœriþví miður sú unglingamenning sem liefur fengið að þróast í Eyjum. „Og ég er ósáttur við þá menn- ingu að tengja svona einhliða saman skemmtun og neyslu vímuefna.“ Hann sagði ýmsa þœtti geta haft áhrif á neyslu unglinga. „Við getum tekið sem dœmi áhœttuþœtti í sam- félaginu eins og t.d. hrörlegt og illa viðhaldið umhverfi, lítiðframboð á œskulýðsstarfsemi,fátœkt og at- vinnuleysi, að auðvelt sé að nálgast vímuefni, tið íbúaskipti, að sam- félagið taki vœgt á misnotkun vímu- efna, slök stjórnun þeirra mála sem skipta íbúa máli, streita vegna fé- lagslegra aðstœðna og titill samfé- lagslegur stuðningur. Það er tika áhœtta að ungt fólk hafi litla tilfinn- ingu fyrirþvíað vera hluti af sam- félagi sem gerist auðvitað þegar þau fá ekki viiinu eða eru ekki gerð ábyrg t.d. með þátttöku í heimilis- haldi o.þ.h.“ ÍEyjum eru árgangar frekar litlir sem skapar miklar sveiflur sem sjást vel í skýrslunni. Jón sagði að vissulega vœru árgangarnir mis- munandi ogjafnvel vœri hœgt að sjá mikinn mun á árgöngum á milli skólahverfa. „Það er staðreynd að sumir árgangar eru erfiðari en aðrir og ískýrslunni eru dœmi þess að neysla snýst gjörsamlega við milli árgaitga.“ Hann var einnig óánœgður með niðurstöðu á munn- og neftóbaks- notkun. „Þetta var einhver tískubóla ífyrra og þá sérstaklega í kringum iðkun á ákveðinni íþróttagrein.“ íheildina ekki nógu gott Jón segir aftur á móti að ýmislegt í skýrslunni sé jákvœtt fyrir bœjar- félagið. „Við megum vera ánœgð með margt, t.d. að vera undir meðaltali með reykingar og fjólda þeirra seiti hafði smakkað áfengi en þegar á heildina er litið er ég svekktur með útkomuna. Sérstak- lega þar sem það virðist vera tekið á þessum málum í Reykjavík og á landsbyggðinni en ekki hér. Hvað veldur? Forvarnir eru ekki einka- mál einhvers þröngs hóps eins og skóla, félagsmálayfirvalda, lögreglu eða sálfrœðingsins heldur er það ntál allra í samfélaginu. Afleiðingar vímuefnaneyslu eru öllum kunnar.“ Jón sagðist að lokum hafa áhyggjur af œskulýðsmálum hér. „Auðvitað er margt gott gert en það þarf að hafa miklu meira ofan af jýrir unglingum en áður og við þurfum virka starfsemi fyrir þessa krakka. Við eigum að lilusta á það sem þau hafa að segja en síðan eru það fyrst og fremst við fullorðna fólkið sem þurfum að stýra þessu. Það þýðir ekkert þegar krakkar koma uppfullir af áhuga um hjóla- bretti að smíða einhverja aðstöðu og láta þau svo afskiptalaus, við verð- um að virkja þau íáhugamálunum ogfylgja þeim síðan eftir. Þetta þekkja foreldrar, t.d. varðandi íþróttirnar. Þar vilja börn oft prófa nýjar og nýjar íþróttargreinar og liœtta eftir stuttan tíma efþeim er ekki fylgt eftir t.d. af foreldrum eða þjálfara.“ Drekka helst í heimapartíum og á veitingastöðum Unglingar í Vestmannaeyjum virðast vera minna spenntir fyrir reykingum en jafnaldrar þeirra í Reykjavík samkvæmt könnuninni. Síðustu þrjú ár hefur hlutfall reyk- inga hjá krökkum í níunda bekk verið undir landsmeðaltali og m.a. sagðist enginn nemandi í níunda bekk árið 2001 reykja að staðaldri. Sömu sögu er að segja af nemendum í áttunda bekk, alltaf undir landsmeðaltali sem var 2-4% nemenda. í tíunda bekk koma fram miklar sveiflur hjá krökkum í Eyjum, sérstaklega kemur það fram árið 2001 þegar rúmur helmingur stúlkna í tíunda bekk sagðist reykja að stað- aldri en enginn strákur. A sama tíma var hlutfallið 14-16% stráka og stelpna sem reyktu í Reykjavík. Arið 2000 sögðust 19% stráka í tíunda bekk reykja á móti 13% stelpna og 2002 var hlutfallið 18% hjá strákum en 7% hjá stelpum. Rannsóknir undanfarin ár á íslandi hafa bent til þess að lítill munur sé á reykingum milli kynja en þó reykja yfirleitt fleiri stelpur en strákar. Mesti munurinn á landinu var árið 2001 þegar 9-11% stráka reyktu en 19-23% stelpna. Um helmingur nemenda í tíunda bekk síðustu þrjú ár hefur einhvem tíma prófað að reykja. Talsvert stærra hlutfall krakka í Eyjum hefur prófað munntóbak en í Reykjavrk en 8% nemenda sögðust hafa prófað munntóbak tuttugu sinnum eða oftar um ævina á móti 5% borgarbama. Um 10% nemenda höfðu notað munntóbak þetta oft, hvort sem var í Eyjum eða í Reykjavík. Afengisneysla barna mikil í Eyjum Afengisneysla er yfrr landsmeðaltali í Eyjum síðustu þrjú ár með undan- tekningu í áttunda bekk. 15-17% nemenda í áttunda bekk höfðu notað áfengi einhvem tíma síðustu þijátíu daga. Landsmeðaltalið var 17-20%. Eins og með reykingamar em ár- gangamir misjafnir, þannig höfðu 40% Eyjakrakka í níunda bekk notað áfengi síðustu þrjátíu daga á síðasta ári á móti 28% á landinu. Hlutfallið snýst við árið 2001, en þá höfðu 24% krakka í Eyjum notað áfengi en 31% á landinu. Árið 2000 var hlutfallið 41 % Eyja- krakka á móti 34% á landinu. Rúm- lega helmingur tíundu bekkinga hafði prófað áfengi á síðustu þijátíu dögum öll árin, árið 2000 var hlutfallið 52% gegn 47% landsmeðaltals. 2001 56% gegn 49% á landinu og í fyrra var hiutfallið 57% í Eyjum á móti 42% á landinu. Aftur á móti höfðu um 80% þeirra nemenda sem tóku þátt í könnuninni á landsvísu einhvem tíma prófað áfengi um ævina. Þegar litið er sér- staklega á nemendur í tíunda bekk em krakkar hér aðeins undir lands- meðaltali, frá 70-75% krakka á þessum þremur ámm höfðu einhvem tíma prófað áfengi. Þó má segja það krökkunum til hróss að heldur hefur dregið úr drykkju unglinga í Eyjum síðustu árin en árið 1997 höfðu 56% nemenda einhvem tíma orðið dmkknir en „aðeins“ 47% í dag. Landsmeðaltalið var 63% árið 1997 en 52% í fyrra. Fleiri stelpur verða ölvaðar Þegar litið er á muninn milli kynja kemur í ljós að talsverð breyting hefur orðið á hlutföllunum undan- farinár. Ölvunstrákahefurallajafna verið algengari en stelpna í könn- unum en þessi könnun bendir til þess að þetta sé að breytast. Þannig var hlutfallið mjög svipað árin 1999 og 2000 en síðustu tvö ár hafa mun fleiri stelpur orðið ölvaðar en strákar. Em tölumar sérstaklega athyglisverðar í Vestmannaeyjum en árið 2001 höfðu 19% stráka orðið ölvaðir síðustu þijátíu daga en 61 % stelpna og í fyrra var hlutfallið 17% stráka en 46% stelpna. Landsmeðaltalið var árið 2001 30% strákar og 36% stelpur og 2002 23% stráka og 29% stelpna. Þó ber að geta þess að miklar sveiflur geta stafað af því hversu lítið úrtakið er í Vestmannaeyjum. Talsvert minna virðist vera um heimabrugg í Eyjum en 29% nem- enda í tíunda bekk höfðu neytt landa eða heimabruggs á móti 37% á landinu. 13% nemenda í níunda bekk á móú 25% á landinu. Svipað hlutfall áttundu bekkinga í Eyjum hafði neytt landa og á landinu öllu, um 11%. 21% drekka á vínveitingastöðum Miðað við þær tölur sem koma fram í könnuninni virðist auðveldara fyrir krakka í Vestmannaeyjum að komast í áfengi á veitingastöðum en annars staðar og hefur bilið milli Eyja og landsins aukist undanfarin tvö ár. Þannig sögðust 25% nemenda í Eyjum, krakkar á aldrinum 14-16 ára, drekka á veitingastöðum árið 2000 og var landsmeðaltalið svipað. 2001 var hlutfallið 33% nemenda í Eyjum gegn 15% á landinu og í fyrra var það 21% gegn 6% á landinu. Flestir drukku þó heima hjá öðrum í fyrra, 40%. A landsvísu voru það 36% sem drekka heima hjá öðrum. Næstvinsælasú drykkustaðurinn í fyrra var á framhaldsskólaballi, um 38% en aðeins 11% á landinu sögð- ust drekka þar. 26% sögðust drekka í bænum. Aðeins 3% nemenda sögðust drekka heima hjá sér en landsmeðaltalið var 7%. Sífeiit minni fTkniefnaneysla Könnunin sýnir ánægjulega þróun í neyslu kannabisefna í Vestmanna- eyjum og eru krakkar hér langt undir landsmeðaltali. Þannig höfðu 3% nemenda í Eyjum prófað hass en landsmeðaltalið var 11%. I höfuð- borginni var hlutfallið 15% í fyrra. Á þeim sex árum sem könnunin nær til eru miklar sveiflur meðal unglinga í Eyjum. Þannig hafði enginn nemandi árið 1997 prófað hass en 19% árið á eftir. Sú tala hefur svo lækkað ár frá ári og eins og segir hér að ofan aðeins 3% í fyrra. Aftur á móti er E-töflunotkun hér svipuð og annars staðar en um 3% nemenda höfðu prófað. Svipaða sögu er að segja af notkun á amfetamíni, 3% nemenda hér en um 4% á landinu. svenni @ eyjafretti r. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.