Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.2003, Blaðsíða 6
6
Fréttir
Fimmtudagur 30. janúar 2003
Ég lifi - Vestmannaeyjagosið 1973:
Fjögurra stjarna sjónvarpsþættir
-um einn stærsta viðburð íslandssögunnar
KIRKJUBÆJARKONURNAR, Edda Andrésdóttir, blaðamaður á Vísi, var með fyrstu blaðamönnum
seni koniu til Eyja gosnóttina. Brynja Pétursdóttir bjó á Kirkjubæ þegar gaus og kom ekki til baka.
María Gunnarsdóttir bjó líka á Kirkjubæjarsvæðinu, þó í nýju húsi. Hún flutti aftur til Eyja. Allar eru
þær frá Kirkjubæ.
FJÖLMENNI var á forsýningu fyrsta þáttarins og þar voru mætt m.a. Róbert Marshall á Stöð 2, Selma
Ragnarsdóttir bæjarfulltrúi, Inda Marý Friðþjófsdóttir, Guðjón Hjörleifsson fyrrum bæjarstjóri, Páll
Zóphóníasson sem var bæjarstæknifræðingur í gosinu og Ingi Sigurðsson bæjarstjóri.
Það er ef til vill að bera í bakka-
fullan lækinn að halda áfram þeirri
tjölmiðlaumræðu sem dcmbt hefur
verið ylir þjóðina um eina stærstu
frétt síðustu aldar, Heimaeyjargosið
sem byrjaði þann 23. janúar 1973.
En ekki er hægt að komast hjá því
að minnast aðcins á þættina Eg lili,
sem sýndir voru á Stöð 2. Þar var
saga gossins rakin frá upphali til
þess tíma að fólk var farið að tínast
heim aftur þar sem uppbygg-
ingunni eru líka gerð nokkur skil.
Áður hefur verið skrifað um fyrsta
þáttinn sem var hreint út sagt
frábær enda ekki um neinn smá-
atburð að ræða, heilt eldgos sem
kemur upp við bæjardyrnar og
tlótta rúmlega 5000 íbúa Vest-
mannaeyja á undraskömmum
tíma. Tók aðeins þrjá til fjóra
klukkutíma að tæma bæinn svo
aðcins voru nokkrir tugir eftir.
þegar fiotinn hafði haldið úr höf'n
með stærstan hluta íbúanna
innanborðs.
Seinni þættimir tveir, Baráttan og
Goslok eru beint framhald af fyrsta
þættinum. Flóttanum og í heild er
þáttaröðin, Ég lili, mjög heilstætt verk
sem gefur glögga mynd af atburðum
og atburðarás. Það er kannski ekki
margt í þáttunum sem kemur þeim á
óvart sem upplifðu gosið en upprilj-
unin liefur hreyft við fólki og komið
hefur í ljós að gleymst hefur að skýra
kynslóðinni sem á eftir kom frá því
sem raunverulega gerðist. Það er eins
og sá eiginleiki fólks að vilja gleyma
því erfiða og leiðinlega hali ráðið ferð.
Kostur við þættina eru myndir sem
ekki hafa birst áður, einkum eru það
myndir frá lyrsta deginum og svo
aðfaranótt þess 23. mars þegar mikill
kraftur var í gosinu og milli 60 og 70
hús fóru undir hraun. Þá voru menn
frá breska sjónvarpinu, BBC, þeir einu
sem voru með kvikmyndavélar úti í
Vestmannaeyjum. Voru myndirnar
sýndar á BBC í þætli sem hét Eve of
Distruction en það eru ekki mörg ár
síðan Islendingar höfðu spurnir af
þeim. Eru þær með því áhrifamesta í
þáttunum.
Mannlegi þátturinn
En þegar upp er staðið eru það
kannski viðtölin sem standa upp úr. Þó
gosið hafi verið eitt stórkostlegt sjón-
arspil og baráttan við náttúruöflin
þegar mannskepnan réðist gegn
hraunfióðinu með vatnsbunur einar að
vopni séu með því áhrifamesta sem
yfirleitt hefur sést í sjónvarpi þá var
þetta fyrst og fremst mannlegur
harmleikur. Þó Eyjamenn hafi sýnt
æðruleysi fyrstu gosnóttina var um-
rótið og óvissan sem gosinu fylgdi
mörgum erftð. Á þessum árum var
enga áfallahjálp að fá aðra en þá sem
fólst í mannlegu samfélagi þegar deila
þarf sameiginlegu skipbroti. Aðöðru
leyti urðu menn að bera harm sinn í
hljóði og það tók suma einhver ár að
ná fyllilega áttum í nýju umhverfi,
sama hvort fólk flutist aftur til Eyja
eða setti sig niður á nýjum stað.
Erfiðast var þetta fyrir þá sem sáu á
eftir umhverfi, sem þeir voru fæddir
inn í, undir heilt fjall. Enda var það
mest fólk úr austubænum sem ekki
sneri aftur.
Þekking og næmni réðu för
Allt þetta og miklu fleira kemur fram í
viðtölunum og inn á milli er skotið inn
myndum af því sem er að gerast
hverju sinni. Þannig tekst að spinna
samfelldan söguþráð þar sem fagleg
þekking kvikmyndagerðarfólksins og
næmi þess fær að njóta sín til fulln-
ustu. Rætt er við fólkið sem upplifði
atburðina og þá sem stjómuðu bæði
hér og á fastalandinu. Þar ber hæst
viðtalið við Magnús H. Magnússon
þáverandi bæjarstjóra í Eyjum. Það
mæddi mikið á Magnúsi sem varð
frægur fyrir frammistöðu sína í gos-
inu. Þar fór hann fremstur meðal jafn-
ingja og aldrei var bilbug á honum að
finna þó ekki blési alltaf byrlega. Fyrir
þetta hefði fyrir löngu átt að gera
Magnús að heiðursborgara Vest-
mannaeyja.
Þetta var útúrdúr en það er ekki bara
Magnús sem stendur sig vel í viðtöl-
unum, það gera viðmælendur almennt
og þó mönnum hafi ekki verið beint
hlátur í hug er stutt í það skoplega. Þar
kemur líka fram viljinn til að snúa
vöm í sókn og byggja Vestmanna-
eyjar upp að nýju. Það er tónninn í
síðasta þættinum sem endar á
fallegum myndum af mannlífi og
náttúm í Eyjum.
Vitni um mannlega reisn
Þrátt fyrir að Ari Trausti Guðmunds-
son, jarðfræðingur, hafi hrist svo um
munaði upp í fólki með mjög svo
myndrænni lýsingu á Vestmanna-
eyjum sem eldstöð hverfa þau í
skuggann af þáttunum í heild. Þeir
bera vitni mannlegri reisn. vilja til að
standa á eigin fótum og ást á heima-
högunum. Ást sem kemur fram hjá
þeim sem fiuttu heim og vildu skapa
hér tilveru sem var og líka þeim sem
ekki treystu sér til að horfast í augu við
eyðilegginguna og settust að annars
staðar.
Það hefur komið ungu fólki á óvart
hvað askan var mikil og var vestarlega
í bænum. Kemur það vel fram í
þáttunum og eins hvað hreinsunin
gekk lljótt fyrir sig.
Enn á þó eftir að segja frá uppbygg-
ingunni eftir gosið sem verður að
teljast eitt af stærri afrekum íslands-
sögunnar. Það væri gaman ef
aðstandendur þáttanna gerðu henni
skil í sjónvarpsþætti sem sýndur yrði á
goslokum í sumar.
Þá er rétt að minnast á allar þær
heimildir sem nú eru til því aðeins
örlítill hluti af viðtölunum kemur fram
í þáttunum. Þama er hafsjór af fróð-
leik um gosið sem ekki hefði mátt
draga öllu lengur að afla því nú þegar
er ein kynslóð, sem upplifði gosið,
hotfin.
Að lokum: Takk fyrir frábæra þætti
sem eiga örugglega eftir að auðvelda
Eyjafólki að gera upp gosið þegar frá
líður.
omar@eyjafrettir.is
Ég lifi...Vestmannaeyja-
gosið 1973, sýndur á Stöð 2 í
þrentur 40 mínútna þáttum.
Framleiðandi er Storm elifi
Margrét Jónasdóttir er
liandritshöfundur, Magnás
Viðar Sigurðsson leikstjóri og
klippari og Páll Baldvin
Baldvinsson framleiðandi sem
höfðu veg og vanda að verkinu.
Fyrsti þátturinn heitir
Flóttinn, annar Baráttan og sá
þriðji Goslok ogfjalla um, eins
og nöfnin benda til, þrjá kafla í
sögu gossins.
Frjálslyndi flokk-
urinn:
Hanna
Birna Jó-
hannsdóttir
í fjórða sæti
-Magnús Þór Haf-
steinsson efstur
Ef tillögur kjördæmisráðs Fijáls-
lynda fiokksins ná fram að ganga
verður það Magnús Þór Haf-
steinsson fréttamaður og fiski-
fræðingur sem mun skipa fyrsta
sæti listans fyrir komandi al-
þingiskosningar. Hanna Bima
Jóhannsdóttir, stuðningsfulltrúi úr
Vestmannaeyjum verður í tjórða
sæti.
Efstu sjö sætin em þannig skipuð:
I. Magnús Þór Hafsteinsson,
fiskifræðingur og fréttamaður
Akranesi 2, Grétar Mar Jónsson,
skipstjóri og fyrrv. formaður
Farmanna- og fiskimannasam-
bandsins Sandgerði, Amdís Ásta
Gestsdóttir, fóstra Selfossi, 4.
Hanna Bima Jóhannsdóttir, stuðn-
ingsfulltrúi Vestmannaeyjum, 5.
Stefán Brandur Jónsson, rafeinda-
virkjameistari Höfn, 6. Kristín
María Baldursdóttir, sjálfboðaliði í
hjálparstarfi í Afríku og 7. Benóní
Jónsson, líffræðingur hjá Veiði-
málastofnun Hvolsvelli.
Nýjung hjá Bónus-
vídeó Goðahrauni:
Frír DVD-
spilari í
eitt ár
Bónusvideo mun nú í þessari viku
bjóða upp á þá nýbreytni, að bjóða
viðskiptavinum sínum upp á frían
DVD spilara til afnota, ef [reir leigja
eina mynd í viku.
Þetta tilboð verður fyrst um sinn
aðeins í Vestmannaeyjum. Þetta er
tilvalið fyrir þá sem em á annað
borð að leigja sér myndbönd eða
DVD diska, en þeir geta nú sleppt
því að kaupa spilara. Spilaramir
sem um ræðir em frá United og
spila öll kerfi, mp3 diska ofl.
Til að geta notið þessa tilboðs
gera viðskiptavinir Bónusvideo
samning um að leigja eina mynd á
viku í eitt ár, eða 52 myndir. Þeir
greiða fyrir það, 2.200 krónur á
mánuði með léttgreiðslum, en það
er samsvarandi upphæð og þeir
væm að greiða, án samnings, en á
móti fá þeir dvd spilara frítt til
afnota.
Viðskiptavinum er í sjálfsvald
sett hvort þeir leigja VHS eða DVD
mynd. Þetta tilboð og allar nánari
upplýsingar geta viðskiptavinir
nálgast í Bónusvideo Goðahrauni,
Vestmannaeyjum. Sími: 481-2090.
Fréttatilkynning.