Fréttir - Eyjafréttir - 30.01.2003, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 30. janúar 2003
Fréttir
19
Handbolti, Essodeild kvenna - Haukar 27 - IBV 25
Fyrsta tapið staðreynd
ÞÆR Alla Gorkorian og Elísa Sigurðardóttir hafa oft haft ástæðu til að brosa breitt í vetur enda gengi
ÍBV liðsins einkar gott og leikurinn á sunnudag fyrsti tapleikur liðsins á keppnistímabilinu.
Kvennalið IBV átti fyrir höndum
mjög erfiðan útileik á sunnudaginn
þegar stelpumar mættu Haukum sem
ásamt Stjömunni er helsti keppinautur
IBV um sigur í deildinni. IBV hafði til
þessa ekki tapað leik og var í efsta sæti
deildarinnar þegar kom að leiknum.
Viðureignir þessara tveggja liða hafa
ávallt verið opnar og skemmtilegir og
í þetta sinn voru það Haukar sem
höfðu betur og unnu 27-25.
ÍBV byrjaði mun betur í leiknum og
komst m.a. í 1-5 og 4-10 en Haukar
náðu að minnka muninn niður í eitt
mark fyrir leikhlé og var staðan þegar
liðin gengu til búningsherbergja 14 -
15.
Haukaliðið mætti svo ákveðnara til
leiks í síðari hálfleik og hægt og
sígandi minnkaði bilið á milli liðanna.
Haukar komust svo yfir og virtust vera
stinga af í stöðunni 21 -19 en ÍBV náði
að hrista af sér slenið og jafna 24-24.
Haukar höfðu svo betur á loka-
kaflanum og unnu eins og áður sagði
27-25.
Dómarapar leiksins hafði mikið að
segja um gang leiksins, eins og svo oft
áður enda virðast störf þeirra í fæstum
tilvikum fylgja gæðum leikja. Ekki
aðeins var dómgæslan léleg á leiknum
því einnig var öll umgjörð leiksins
mjög óvinveitt Eyjamönnum.
Unnur Sigmarsdóttir, þjálfari ÍBV,
var rekin út af þegar 40 sekúndur
voru liðnar af leiknum. Yfirsjónin var
ekki stór, hún steig inn á til að hlúa að
einum sinna leikmanna, áður en hún
fékk til þess leyfi frá dómara. Þeir sáu
ekki brotið en því var komið til skila
þannig að þeim var nauðugur einn
kostur að sýna Unni rauða spjaldið.
Mörk ÍBV: Anna Yakova 8, Alla
Gorkorian 5/3, Ingibjörg Jónsdóttir 4,
Elísa Sigurðardóttir 3, Sylvia Strass 2,
Birgit Engl 1, Ana Perez 1, Þórsteina
Sigurbjömsdóttir 1.
Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 18.
Handbolti kvenna: Tveir úrslitaleikir gegn Stjömunni
Hindranir sem við verðum að yfirstísa
-segir Vigdís Sigurðardóttir markmaður
Kvennalið IBV stendur í ströngu
þessa dagana þegar hver stórleikurinn
rekur nú annan um þessar mundir.
Liðið á að baki erfíðan útileik gegn
Haukum og heimaleik gegn Víking-
um og nú taka við tveir mjög erfiðir
leikir gegn Stjömunni. Fyrst leika
liðin í deildinni á laugardaginn, í
Garðabænum. Með sigri stígur ÍBV
mikilvægt skref í átt að deildarmeist-
aratitli en liðið er í harðri toppbaráttu
einmitt við Stjömuna og Hauka. A
miðvikudaginn er ekki sfður mikil-
vægur og erfiður leikur fyrir höndum
en þá mætast þessi tvö lið hér heima í
undanúrslitum bikarkeppninnar. Er
því óhætt að segja að liðin leiki tvo
úrslitaleiki í vikunni.
Vigdís Sigurðardóttir sagði í samtali
við Fréttir að þessir leikir gegn
Stjömunni hefðu mikið að segja um
franthaldið. „Þegar þessi lið mætast
hefur ávallt verið hart barist og það
verður eflaust einnig núna. Stjaman er
eina liðið sem hefur tekið af okkur stig
á heimavelli þannig að þær hafa sýnt
það að þær geta unnið okkur héma í
Eyjum. Við höfum spilað við þær
tvisvar í vetur, í Garðabænum skor-
uðum við sigurmarkið á síðustu
sekúndunum og héma í Eyjum jöfn-
uðum við á síðustu sekúndunni. Við
þurfum á stuðningi að halda í þessunt
leikjum og ég vona að fólk mæti vel á
bikarleikinn héma heima og láti heyra
í sér, þá kvíði ég engu."
Sisur os tveir
tapleikir
Annar flokkur karla lék þrjá leiki
um helgina á höfuðborgarsvæðinu.
Fyrsta var leikið gegn Val og var
um hörkuleik að ræða. Staðan í
hálfleik var 14-14 en Valsarar
höfðu betur á lokakaflanum og
sigmðu 27-26.
Mörk ÍBV: Davíð Þór Óskarsson
12, Sigþór Friðriksson 4, Kári
Kristjánsson 4, Sigurður Ari Stef-
ánsson 2, Sindri Ólafsson 2, Sindri
Haraldsson 1, Jens Elíasson 1.
Á laugardeginum var svo komið að
Víkingum en í Víkinni vom heima-
menn sterkari og eftir að staðan í
hálfleik hafði verið 13-10, sigmðu
Víkingæ- með níu mörkum, 30-21.
Mörk ÍBV: Kári Kristjánsson 4,
Sigurður Ari Stefánsson 4, Sigþór
Friðriksson 3, Davíð Þór Óskarsson
3, Jens Elíasson 2, Grétar Eyþórs-
son 2, Magnús Sigurðsson 1,
Benedikt Steingrímsson I, Sindri
Haraldsson 1.
Daginn eftir mættu strákamir svo
FH í Hafnarfirði og sigmðu
heimamenn með sex mörkum 31-
25.
Mörk ÍBV: Davíð Þór Óskarsson
5, Sigurður Ari Stefánsson 4, Kári
Kristjánsson 4, Sigþór Friðriksson
3, Sindri Haraldsson 3, Baldvin
Sigurbjömsson 2, Sindri Ólafsson
I. Grétar Eyþórsson 1, Eyjólfur
Hannesson 1.
Handknattleikur: IBV 25 - Víkingur 22___________________V
Var sannkallaður baráttusisur
ÍBV tók á móti Víkingum á þriðju-
dagskvöld en leiknum hafði verið
frestað frá því á föstudaginn. Eftir að
hafa tapað sínum fyrsta leik gegn
Haukum á útivelli áttu flestir von á því
að Víkingar fengju að finna til
tevatnsins en annað kom á daginn.
Gestirnir vom sprækari lengst af í
leiknum en ÍBV komst yfir á réttum
tíma í leiknum og sigraði með þremur
mörkum, 25 - 22.
ÍBV liðið virkaði frekar þungt í
leiknum, vamarleikurinn var í molum
og fyrir vikið náði liðið aldrei al-
mennilegum hraðaupphlaupum, sem
hafa verið sterkasta vopn liðsins í
vetur. I ofanálagvarvamarleikurVík-
inga sterkur, gestirnir klipptu skyttur
IBV nánast alveg út úr leiknum og
Alla Gorkorian og Anna Yakova
skomðu aðeins þijú mörk samtals utan
af velli. IBV lenti strax undir í fyrri
hálfleik og komust Víkingar mest
þrentur mörkum yfir en leikmenn IBV
náðu að snúa við blaðinu og vom yfir
íleikhléi, 13-12.
Strax í fyrri hálfleik fór á söniu leið
og í þeim fyrri, ÍBV lenti undir og var
mest þremur mörkum undir en eins og
í fyrri hálfleik náðu stelpurnar að snúa
leiknum sér í hag og sigra með þremur
mörkum, 25 - 22.
Mörk ÍBV: Ingibjörg Jónsdóttir 9,
Sylvia Strass 5, Alla Gorkorian 3/2,
Anna Yakova 3,Elísa Sigurðardóttir 2,
Ana Perez 2, Birgit Engl 1.
Varin skot: Vigdís Sigurðardóttir 23
Knattspyrna: Tvær tillögur frá IBV á KSI-þingi
Undanúrslit í bikarnum á heimavöll
Ársþing KSÍ fer fram laugardaginn 8.
febrúar og verður þingað á Hótel
Loftleiðum. Nú liggja frammi tillögur
sem verða lagðar fyrir þingið og
leggur knattspymudeild ÍBV fram
tvær.
Sú fyrri ijallar um undanúrslitaleiki
í bikarkeppninni. Leggur ÍBV það til
að þeir fari fram á heimavelli þess liðs
sem fyrr er dregið úr pottinum en ekki
á Laugardalsvelli eins og samþykkt
var á síðasta þingi.
Seinni tillaga ÍBV fjallar um jöfn-
unarsjóð vegna ferðakostnaðar liða í
efstu og næstefstu deiid karla og efstu
deild kvenna.
Fram og KR leggja til að bikar-
keppninni verði skipt í tvær keppnir,
undankeppni og aðalkeppni og koma
þannig átta efstu liðin í Símadeildinni
inn í 16 liða úrslit, í stað 32ja liða
úrslita eins og nú er. Einnig er lagt til
að undanúrslitaleikir fari fram um
helgi. í greinargerð sem fylgir til-
lögunni er á það bent að „litlu liðin"
eigi erfítt með að standa undir ferða-
kostnaði í 32ja liða úrslitum eins og
„stóm liðin."
Margrét Lára
æfir með þremur
landsliðum
Nú fara fram úrtaksæfingar hjá
yngri kvennalandsliðum Islands í
knattspyrnu auk þess sem A-
landslið fslands æfir fyrir æf-
ingaleik liðsins gegn Bandaríkj-
unum. Margrét Lára Viðarsdóttir
hefur lengi haft það orð á sér að
vera eitt mesta efni í kvenna-
knattspyrnunni í dag. Staðfesting á
þessu er að hún hefur verið valin lil
æfinga með öllunt kvennalands-
liðum íslands, utan U-21 árs liðsins
enda æfir það ekki unt þessar
mundir. Æfir Margrét meðU-17
ára, U-19 ára og A-landsliði Islands
um þessar mundir.
Eyjamenn eiga fleiri fulltrúa á
þessum æfingum, í U-I7 ára liðinu
æfir Thelma Sigurðardóttir og Olga
Færseth er að sjálfsögðu með A-
liðinu.
Sigur hjá ÍV
Keppni í 2. deild í körfubolta hófst
að nýju eftir mánaðar pásu um
helgina og tók ÍV á móti UMFH.
Eyjamenn em í harðri baráttu um að
komast í úrslit 2. deildar og til þess
þurfti liðið að skila sigri á
laugardaginn.
IV byrjaði mun betur í leiknum
og náði fljótlega þægilegu forskoti.
En gestirnir vom ekki tilbúnir að
játa sig sigraða alveg strax og náðu
að minnka forystuna niður í 3 stig
og þannig var munurinn eftir fyrsta
leikhluta. í öðrum leikhluta tóku
leikmenn IV öll völd á vellinum og
náðu aftur upp forystunni og í
leikhléi var staðan 52 - 30 fyrir IV.
Eftirleikurinn var auðveldur fýrir ÍV
og leikurinn endaði svo með 32ja
stiga sigri heimamanna, 102-70.
Stig ÍV: Raggi 28, Addi 18, Hlynur
17, Diddi 16, Uni 9, Gylfi 4, Lási 4,
Sverrir 4, Gísli Geir 2.
Birgir ráðinn
f ra m kvæmdastjóri
Á hcimasíðu IBV kemur fram að
Birgir Stefánsson hafi verið ráðinn
framkvæmdastjöri knattspyrnu-
deilda karla og kvenna. Birgir er
fæddur og uppalinn Eyjapeyi og
þekkir því vel til en auk þess er
hann lærður viðskiptafræðingur og
ætti sú menntun að koma að góðum
notum í þeirri baráttu sem fram-
undan er.
Enn vann Gunnar
16 tóku þátt í Gosmótinu í golfi á
laugardag. Fastir liðir vom eins og
venjulega, Gunnar í Gerði sem
kominn er á níræðisaldurinn sló
öllunt öðrum við og sigraði að
vanda en þessir urðu efstir:
1. Gunnar Stefánsson 22 p.
2. Katrín Magnúsdóttir21 p.
3. Einar Ólafsson 20 p.
Framundan
Laugardagur 1. febrúar
Kl. 14.00 ÍBV-ÍR 2. fl. karla
Kl. 16.30 Stjaman-ÍBV Essod. kv.
Kl. 18.00 Þór Þorlákshöfn B-ÍV
Sunnudagur 2. febrúar
Kl. 14.00IBV-Valur2. fl. karla
Kl. 14.00 Víkingur/HK-ÍBV Unglfl
Kl. 14.00 Selfoss/LaugdælirC-IV
Miðvikudagur 5. febrúar
Kl. 20.00 ÍBV-Stjarnan SS-bikar.