Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2003, Qupperneq 10
10
Fréttir / Fimmtudagur 21. ágúst 2003
Júlíus Jónsson, forstjórí Hitaveitu Suðurnesja, í viðtali:
Það er ekki stefnan að
minnka þjónustuna
-og starfsfólkið úti í Eyjum hefur ekki fengið önnur fyrirmæli en þau
að halda áfram á sömu braut
Þegar sameining Bæjarveitna
Vestmannaeyja og Hitaveitu
Suðurnesja gekk í gegn á fyrri
hluta síðasta árs eignaðist
Vestmannaeyjabær sjö pró-
sent eignarhlut í fyrirtækinu
sem nú er eitt af þremur
stærstu orkufyrirtækjum
landsins. Sitt sýndist hverjum
um þessa sameiningu en eitt
er Ijóst að Hitaveita Suður-
nesja er orðin mikilvægur
þáttur í þjónustu við Vest-
mannaeyinga og því rétt að
kynna fyrirtækið og forstjóra
þess fyrir Eyjamönnum.
Upphafið má rekja til
ÁRSINS 1953
Það er athyglisvert að skoða virkj-
unarsvæði Hitaveitu Suðurnesja við
Svartsengi. Þetta er stórt svæði,
undirlagt af lögnum og húsum. Þar em
rúmlega tuttugu borholur en aðeins
rúmlega helmingur þeirra er í notkun
núna. í nágrenni við stór mannvirki
Hitaveitunnar er svo stolt Suðumesja,
Bláa lónið.
Hitaveita Suðurnesja var formlega
stoi'nuð í árslok 1974 en undirbún-
ingur hafði þó staðið yfír tvo áratugi á
undan. Það var árið 1953 sem fjár-
magni var fyrst úthlutað til rannsókna
á möguleikum til hitaveilu og var það
Keflavíkurbær sem það gerði. Alla tíð
stóðu þó sveitarfélögin á Suðumesjum
saman um verkefnið og undir lok
sjötta áratugarins var skipuð hitaveitu-
nefnd sem átti að kanna nánar
möguleikann á hitaveitu fyrir svæðið.
Það má svo segja að Hitaveita
Suðurnesja hafi komist á koppinn
þegar hreppsnefnd Grindavíkur sam-
þykkti einnar milljónar króna framlag
til reynsluborunar eftir heitu vatni
skammt vestan þjóðvegarins á móts
við Svartsengi. Þar hafði lengi verið
vitað um jarðhita. Þrjár holur voru
boraðar og í kjölfarið samþykkti
hreppsnefnd Grindavíkur að bjóða
öðrum sveitarfélögum á svæðinu til
samvinnu um nýtingu jarðhitans við
Svartsengi.
Undirbúningsfundur Hitaveitu Suð-
urnesja var haldinn laugardaginn 15.
september 1973 í Félagsheimilinu
Festi í Grindavík. Það var svo um
áramótin 1974 sem forseti Islands
samþykkti lög um stofnun hitaveit-
unnar. Fyrsti stjómarfundurinn var
haldinn í febrúarmánuði 1975 en við
stofnun var samþykkt skipting hluta-
ijár í hinu nýja fyrirtæki. Það skiplist
þannig að ríkið átli ijörutíu prósent en
sveitarfélögin sjö sem nýttu sér
borholurnar skiptu með sér hinum
sextíu prósentunum eflir íbúafjölda.
JÚLÍUS: Það voru ákveðin atriði í þjónustunni sem við vorum ekki ánægð með, til dæmis að skipta reikningum fyrir fólk í fjöbýli en við breyttum
kerfunum okkar til að geta haldið því áfram því við vilduni ekki leggja eitthvað af sem Bæjarveiturnar höfðu boðið upp á.
Eyjamenn EIGA SJÖ PRÓSENT
Talsverðar breytingar hafa orðið á
eignaskiptingunni, sérstaklega vegna
sameiningar sveitarfélaga. Nú á
Reykjanesbær rúmlega fjömtíu pró-
sent hlut og er langstærsti hluthafinn.
Hlutur Ríkissjóðs er kominn niður í
rúm fimmtán prósent sem er það sama
og Hafnarfjarðabær á. Grindavíkurbær
á tæplega níu prósent hlut og næst er
það Vestmannaeyjabær sem eignaðist
sjö prósent hlut þegar Hitaveita Suður-
nesja og Bæjarveitur Vestmannaeyja
sameinuðust.
Aðrir hluthafar eru Sandgerðisbær
með rúmiega fimm prósent hlut,
Gerðahreppur með 4,7 prósent hlut og
loks Vatnsleysustrandarhreppur með
tæplega þrjú prósent. Fyrirtækið var
stofnað í upphaft sem senr hitaveita í
þrengsta skilningi þess orðs en í
áranna rás hafa verkefnin orðið lleiri
og nú er svo komið að auk þess að
reka hitaveitu og rafveitu á Suður-
nesjum, í Hafnafirði og Vest-
mannaeyjum á fyrirtækið eignarhlut í
fjölmörgum öðmm fyrirtækjum.
Eitt af þremur stærstu
Júlíus Jónsson hefur verið forstjóri
fyrirtækisins síðan 1. júlí 1992 en
starfaði þó tíu ár þar á undan sem
skrifstofu- og fjármálastjóri hjá
fyrirtækinu sem oftast er nefnt sem eitt
af þremur stærstu orkufyrirtækjum
landsins og hefur stækkað mikið
undanfarin ár með sameiningum, fyrst
við Rafveitu Hafnarfjarðar _og svo
Bæjarveitur Vestmannaeyja. I síðustu
ársskýrslu fyrirtækisins er verðmæti
þess 6,3 milljarðar króna og sjö
prósent hlutur Vestmannaeyjabæjar
því rúmar 511 milljónir. Um 120
manns starfa hjá fyrirtækinu, ílestir í
höfuðstöðvunum í Reykjanesbæ, 55
manns. 23 eru starfandi í raforku-
stöðinni við Svartsengi, 24 eru í
Hafnarfirði og 18 starfsmenn í Vest-
mannaeyjum.
Hagkvæmni kallar á
SAMEININGU
Þegar hugmyndin um sameiningu við
Hitaveitu Suðurnesja kom fyrst upp
hjá Bæjarveitum Vestmannaeyja var
um að ræða þríhliða viðræður milii
Vestmannaeyja, Arborgar og Hita-
veitu Suðurnesja. „Arborgarmenn
gengu úr skaftinu á sínum tíma en
viðræður hófust aftur sl. vetur. Við
vorum komnir á það stig að skrifa
aftur undir viljayfirlýsingu. Þá ákváðu
Árborgarmenn að gera ekki það sama
og síðast, að skrifa undir viljayfir-
lýsingu án þess að vita hvað þeir vildu.
Þeir ákváðu að ráða sinn viðskipta-
banka til þess að gera úttekt á sínum
möguleikum, fengu skýrslu í byrjun
júní. Hún var kynnt veitustjórn og
bæjarstjórn og var ákveðið að taka
ntálið upp aftur síðar í ágúst," sagði
Júlíus sem vill meina að allt of margar
rafveitur hafi verið starfandi á Islandi
síðustu ár.
Hagkvæmari einingar
„Þetta er allt að þjappast saman og nú
eru komnar stærri einingar og hag-
kvæmari."
Júlíus hafði trú á því að eðlilegt
væri að fjögur til fimm orkufyrirtæki
þjónustuðu Island. „Við vorum með
tólf rafveitur fyrir nokkrum árum sem
er sami fjöldi og var í Bretlandi þar til
þeir breyttu skipan raforkumála hjá
sér. I upphafi snerist þetta um að
koma rafmagni nokkuð örugglega til
fólks en í seinni tíð snýst reksturinn
meira um hagkvæmni. Það er í gangi
núna og þá sjá menn að þessar minni
rafveitur eiga erfiðara uppdráttar."
Júlíus bætti því við að sífellt meiri
kröfur séu gerðar til rafveitna og
nefndi sem dæmi ný raforkulög. tölvu-
kerfi og alls kyns mælingar franr og til
baka sem kallar á meiri kostnað og að
minni veitur hafi hreinlega ekki
bolmagn til að standa undir slíkurn
kostnaði.
Júlíus sagði alla hafa verið sammála
um að fara í viðræður við Árborg og
Vestmanneyjar. „Af landfræðilegum
ástæðum sáu menn meiri sam-
legðaráhrif við Árborg en þegar þeir
ákváðu að hætta var meirihluti fyrir
því að halda viðræðum áfram við
Vestmannaeyjar."
Deilt um verðmæti
Hann sagði að misjafnar skoðanir hafi
verið í stjóm Hitaveitu Suðumesja.
„Menn deildu urn verðmæti og fleira
og það er ekkert óeðlilegt. Þegar
áætlanir eru gerðar um framtíðina þá
get ég haft eina skoðun og þú aðra.
Það getur enginn sagt að ég hafi rétt
fyrir mér og þú rangt. Það vom miklu
meiri átök í fyrra skiptið, þegar sam-
einingin við Hafnarfjörð gekk í gegn.
Þá var þetta sameignarfélag þar sem
allir þurftu að samþykkja samein-
inguna, allir höfðu neitunarvald og
Vatnsleysustrandarhreppur, minnsti
eignaraðilinn, vildi ekki samþykkja en
þegar þetta var orðið að hlutafélagi þá
þurfti tvo þriðju hluthafa til þess að
samþykkja þetta."
Engar breytingar
FYRIRHUGAÐAR
Talsverð umræða var um sameiningu
fyrirtækjanna í Vestmannaeyjum á