Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2003, Qupperneq 13

Fréttir - Eyjafréttir - 21.08.2003, Qupperneq 13
Fréttir / Fimmtudagur 21. ágúst 2003 13 Góður árangur Gísla í kvartmflu Eyjapeyinn Gísli Sveinsson hefur staðið sig frábærlega í sumar í íslandsmótinu í kvartmílu. Hann sigraði á fyrsta móti sum- arsins í flokki mikið breyttra götubíla og varð svo annar í því næsta aðeins 0,13 sekúndum frá fyrsta sætinu. Gísli sigraði svo í þriðja mótinu um síðustu helgi og er nú efstur í stigamótinu og á góðan möguleika á Islandsmeistaratitli þegar aðeins tvær keppnir em eftir. Markmið Gísla í upphafi sumars var að fara kvartmílubrautina á innan við ellel'u sekúndum og hefur það heldur betur tekist hjá honum en í síðasta móti fór hann langt undir, eða á 10,76 sekúndum. Óskar Pétur Friðriksson skrifar lesendabréf - Þriðji hluti: Uppgræðsla og hófleg nýting I síðustu grein skrifaði ég m.a. um uppgræðslu Heimakletts, Miðkletts og Ystakletts eftir gos og hvemig þeir vom að fara í órækt vegna þess að þar var engin beit til að byrja með. Eg skrifaði einnig um uppgræðslu á Haugum og spmngusvæðinu suður af Eldfelli og lýsti í orði og myndum hvemig það var fyrir fólk að búa t.d. á Smáragötu fyrst eftir gos. Verst þótti mér þó að ekki var birt mynd sem tekin var af Miðkletti hvítum af hvönn, þar sem ekki var leyft að hafa kindur þar. I mínum huga er það best að nýta hóflega það land sem við höfum, sum gróðursvæði er ekki æskilegt að nýta yfir sumartíman en gott væri að raðbeita það t.d. á haustin þegar gróður er hættur að vaxa, t.d. hluta Hauganna fyrir hesta, þá þarf eigandinn að sjá um áburðargjöf og færa hestana á milli staða og slóða- draga svæðið þá sér regnið um að koma skítnum auðveldar niður í jarðveginn. Þar yrðu hestamir innan hreyfanlegrar girðingar. Eg sé fyrir mér að á haustin gætu rollubændur sett rollur sínar í hlíðar Helgafells og Eldfells. Því til stuðn- ings eru hlíðar Helgafells byijaðar að gróa upp þar sem ekki hefur verið gróður áður, þar sem bændur hafa látið kindur sínar fara út á morgnanna á haustin og þær kroppað í grasið sem er hætt að vaxa og skilja eftir sig áburð sem er um eitt kg. á dag af hverri kind, síðan fara þær inn aftur á kvöldin, ég álít þetta mjög skynsama nýtingu. Sumarbeit teldi ég æskilega í Herjólfsdal og í Klifinu til að koma í veg fyrir að hvönn og njóli nái að dreifa sér og mynda flag yfir vetrar- mánuðina, mér sýnist að með sama áframhaldi sé hvönnin að verða vandamál. Það væri líka gott að hleypa skepnunum á þær spildur sem em milli girðinga og vega til þess að slíta upp njóla og mosa sem þar er. Skýrasta dæmið um hvar bændur græða upp land er efst við Helgafells- braut, þegar keyrt er til suðurs eftir Helgafellsbraut ofan við efstu hús, er á vinstri hönd tún sem bændur bera áburð á og slá túnið. þar er spretta góð og gott gras, en aftur á móti hinum megin við götuna er tún sem er í umsjá garðyrkjudeildar. Túnið er litlaust, snöggt og líflaust, ég skora á bæjarbúa að keyra þama um og skoða þessi tún og meta hvort lítur betur út. Er það svona sem við viljum hafa uppgræðslu hér í Eyjum? Ég svara því neitandi, ég vil ekki hafa gróðurlendin eins og þau em hjá garðyrkjudeild. Það er ótrúlegt, að á sl. ftmm ámm hefur garðyrkjudeild fengið um 30,000,000 kr. á ári, eða alls um 150,000,000 kr., já þetta er stór tala, þetta er sú upphæð sem ég hef heyrt um, og árangur enginn. Það hefur engin getað sýnt mér fram á það, en mér hefur verið sýnt og séð, fram á hið gagnstæða, stöðnun og afturför. Þessu þarf að snúa við með sókn og uppgræðslu. Ég vil benda á hvað hægt er að gera, með litlum eða engum kostnaði fyrir bæinn og okkur hinum til yndisauka. Gauja og Elli Stebba hafa á undanfömum ámm grætt upp landsspildu á nýja hrauninu, reyndar gerðu þau það í óþökk HUN- nefndarinnar til að byrja með, í dag Það er ótrúlegt, að á sl. fimm árum hefur garð- yrkjudeild fengið um 30,000,000 kr. á ári, eða alls um 150, 000,000 kr. já þetta er stór tala, þetta er sú upphæð sem ég hef heyrt um, og árangur enginn. Það hefur eng- inn getað sýnt mér fram á það, en mér hefur verið sýnt og séð, fram á hið gagnstæða, stöðn- un og afturför. Þessu þarf að snúa við með sókn og uppgræðslu. em allir glaðir yftr þessu framtaki þeirra og margir tugir þúsunda manna heimsækja Gaujulund á ári hvetju. Bærinn gæti úthlutað fólki landspild- um til þess að græða upp hafi það áhuga á, við höfum fyrirmyndina, hafið þökk fyrir Gauja og EIli. Afrek garðyrkjudeildar sl. misseri eins og það kemur mér fyrir sjónir Landspildan innst inni í Friðarhöfn, þar sem minnismerkið um v/s. Þór er, var mjög fallegt svæði, þar sem unga fólkið í bænum hittist oft á kvöldin eða um helgar og spilaði fótbolta og hafði gaman af auk þess sem það er holl og góð hreyfing fyrir sál og líkama. Eitthvað fór það fyrir brjóstið á yfirmanni garðyrkjudeildar bæjarins, nú er búið að skera það að stórum hluta upp og byrjað var á því í fyrra- sumar og haldið áfram nú í sumar, þar sem torfíð var tekið í fyrra sumar er kominn þessi ljómandi arfi, ég sé framhaldið fyrir mér, alit í arfa og órækt og ungmennin spila ekki lengur fótbolta þama. Ég tel þetta niðurrifsstarfsemi af verstu gerð og eyðileggingu ú gróðri, hver er tilgangurinn? Ég vil líka benda á svæðið norður af flugstöðvar- byggingunni í Djúpadal, þar sem Diddi á fluginu var búinn að rækta upp trjágróður og gera skemmtilegt svæði, þar er búið að rífa upp torf og arfmn þrífst þar ágætlega, hver er tilgangurinn? Núna í vor réðst hann suður í Sæfell með tæki og tól og byrjaði að rífa upp torf, nánast undan hestunum sem Sveinn Hjörleifsson er með þarna. Sigurður Georgsson er með þetta land, hann hefur þinglýstan samning um það. Þegar yfirmanni garðyrkjudeildar var sýnt það varð hann að laga svæðið aftur. Þarna er verið að kasta pening- um bæjarins í ekki neitt, og það sem manni sveið mest var að á meðan á þessu stóð var Sveinn á sjúkrahúsi og gat ekki varið sig eitt eða neitt. I sumar mátti lesa í Fréttum og sjá myndir af því þegar grasadeildin var að vinna við uppgræðslu á nýja hrauninu, þar sem notaðir vom íjórhjóladrifnir bflar við að strika út allt í kringum svæðið þar sem unnið var, það em aðeins snillingar sem geta unnið svona. Ekki má gleyma forsíðufrétt Dag- blaðsins frá því í sumar er krakkamir í skólavinnunni voru að vinna úti á bjargbrún, austur á eyju, þau gerðu það líka í fyrrasumar og það vom engar reglur um að ekki mætti fara nær bjargbrún en fimm metra. I fyrra sumar gerðist það að einn drengur klifraði niður allt bergið til þess að ná í fótbolta sem hafði farið niður, hann kleif aftur upp með boltann, þetta veit ég fyrir víst, þar sem dóttir mín var að vinna þama. Það er athyglisvert að garðyrkjustjóri bæjarins hefur ekki mátt nota starfs- heiti sitt þegar hann hefur skrifað greinar í blöð bæjarins, hver ætli ástæðan sé fyrir því? Hann virðist vera gjörsneyddur því sem kallað er mannleg samskipti. Hann fer sínar leiðir og tekur sér lög- regluvald, er með yfirgang og eyði- leggingarstarfsemi. Ef við snúm okkur að upphafinu í þessari grein um óeirðir þær sem hér hafa verið af hálfu garðyrkjustjórans, teldi ég að best væri fyrir aíla aðila að setjast niður og ræða málin og gera samning um hvað má og hvað ekki. Það er ólíðandi að hafa þetta strfðs- ástand hér í bæ, bæði fyrir bændur og bæjaryfirvöld, þau hafa eytt dýrmæt- um tíma í þetta þvarg og mega þau nú varla við því til viðbótar við allt það þvarg sem þar er fyrir, sem frægt er orðið um allt land. Núna seinni partinn í júlí hittust bændur hér í bæ, þeir ákváðu að stofna heildarsamtök bænda í Eyjum, sem munu fara með málefni þeirra. Ég vona að þessi samtök og bæjaryfirvöld nái samkomulagi í þessu máli. Það er einnig ákvörðun bæjar- yfirvalda hvort Landgræðslan eigi að sjá um uppgræðslu hér í Eyjum, ég tel að Landgræðslan þurfi ekld að vera hér, ég held að við getum alveg séð um það sjálf. Með samkomulagi heimafólks og yfirvalda hér, ætti að nýta hóflega gróðurlendi í Vest- mannaeyjum og græða þær vel upp öllum til yndisauka. Það er og hefur verið þannig að bændur hér í Eyjum hafa borið mest af áburði á af öllum aðilum á gróðurlendi bæði með áburðargjöf og með skít af dýrum sínum. Ég tel að það gæti verið gott fyrir þá einstaklinga sem stjórna bænum, að þeir fari um eyjuna okkar og skoði það sem ég hef verið að skrifa um og sPyrji sjálfa sig, hvort það sé gott fyrir grasið að hafa alla þessa hvönn t.d. inni í Dal og í Klifinu. Þið hafið líka gott að því að skoða í Helgafellið, hvort gróður hefði ekki gott af því að kindur færu þar um á haustin og ætu grasið þegar það er hætt að spretta og þær skildu eftir sig áburð, einnig hvort Haugar hefðu ekki gott af því að hestar ætu grasið á haustin skipulega og skildu eftir sig áburð. Ég fer þess á leit við bæjayfirvöld að þau upplýsi bæjarbúa hver kostn- aður er af Garðyrkjudeild Vestmanna- eyjabæjar, ég fer þess einnig á leit að bæjaryfirvöld upplýsi hvað Land- græðsla ríkisins hefur gefið mikinn áburð hingað til Eyja á undanförnum árum til uppgræðslu og hvert sá áburður hefur farið. Aður en við komum að lokakafla þessara greinaskrifa minna, vil ég taka það fram, að ég sendi greinar mínar til Frétta á netinu og hver grein hét frá mér Uppgræðsla og fleira (nr. 1,2 og 3). Niðurlag: Með greinarskrifum þess- um sem ég hef sent frá mér, er hugsun mín sú, að reyna að sýna fram á að það er hægt að gera margt ef áhugi er fyrir því, kraftaverk hefur verið unnið héma í Eyjum á sviði uppgræðslu og við eyjaskeggjar getum þetta sjálfir ef við viljum. Eg er ekki að segja að við viljum ekki fá annað fólk til þess að vinna með okkur, það er aðferðin sem skiptir máli. Það er óréttlátt að embættismaður bæjarins taki sér lögregluvald, slíti upp girðingar og eyðileggi eigur annarra manna, það er ekki í starfslýsingu hans. Ég geri mér grein fyrir því að menn geta orðið ósáttir og þá er best að ræða um hvað það er sem menn eru ekki sáttir um og leysa málið, en ekki með þeim aðferðum sem viðgengist hafa á undanfömum ámm. Hluti af því fólki sem stjómar bænum var aðeins böm þegar gosið var eða jafnvel ófætt, það man ekki (eða óljóst) hvemig þetta var hér í Eyjum fyrst eftir gos. Landgræðslan gafst upp á að græða upp þar sem þörfin var mest, hún hafði ekki yfir þekkingarfræðilegu vopni að ráða sem dugði til þess að ná árangri, það var heimafólk sem hafði það. Lifi grœnar Eyjar, og hafið þökk fyrir. Oskar P. Friðriksson. Spurt er: Er líf í Eyjum eftir þjóðhátíð? Guðjón Gunnsteinsson „Ekki í ágúst, nema kannski á golfvellinum. Bærinn ereinfald- lega steindauður í ágúst. Halldór Jón Sævarsson „Það er mjög takmarkað líf í bænum núna. Fólk fereðlilega i frí í ágúst þar sem bátum er lagt og stöðvarnar loka. Magnús Arngrímsson „Það er líf hérna á golfvellinum en mjög rólegt í bænum um þessar mundir. Það fer að lifna yfir þessu iljótlega aftur." Óskar Haraldsson „Það er lítið líf í bænum framan af ágústmánuði en það færist líf í þetta undir lok mánaðarins."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.