Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.09.2004, Síða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 30.09.2004, Síða 19
Fréttir / Fimmtudagur 30. september 2004 15 | Handknattleikur kvenna: Grótta/KR 28 - ÍBV 29 íslandsmeistarar í vandræðum íslandsmeistarar ÍBV lentu heldur betur í kröppum dansi þegar stelpumar mættu Gróttu KR í annarri umferð 1. deildar kvenna. Leikurinn fór fram á Seltjamamesi og var þetta fyrsti útileikur ÍBV í deildinni. Eftir að hafa verið undir allan fyrri hálf- leikinn, náðu stelpumar að snúa leiknum sér í hag og tryggja sér sigurinn á lokakaflanum, 28-29. Eyjaliðið er um þessar mundir í stífum æfíngum enda langt tímabil framundan en þessar æfingar koma vissulega niður á leik liðsins. Leik- menn virðast þreyttir og ná í fæstum tilvikum að sýna sitt rétta andlit. Frammistaða markvarðarins Flor- entinu Grecu í fyrsta leik liðsins vakti mikla athygli, enda varði hún rúmlega þrjátíu skot en náði ekki að fylgja því eftir í leiknum gegn Gróttu KR og varði aðeins rúmlega tíu skot. Hins vegar náði Zofia Pastor, skyttan hávaxna frá Ungverjalandi að sýna betri hliðina, þegar upp var staðið hafði hún skorað tólf mörk. Eins og áður sagði vom Eyjastúlkur í talsverðum vandræðum með fríska leikmenn Gróttu KR og á tímabili var munurinn fjögur mörk, 14-10 fyrir heimastúlkur en staðan í hálfleik var 17-15. Síðari hálfleikur var mun skárri hjá Eyjaliðinu, stelpumar kom- ust marki yfir en eftir það skiptust Magnús farinn til KR -Tíu leikmenn með lausa samninga Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV síðustu tvö ár, hefur ákveðið að söðla um og hefur hann gert þriggja ára samning við KR. Magnús náði frábæmm árangri með IBV liðið í sumar og því skiljanlegt að önnur lið líti á hann sem góðan valkost. Knattspymu- deild IBV sendi frá sér frétta- tilkynningu í kjölfarið. „Nú liggur það ljóst fyrir að Magnús Gylfason, sem þjálfað hefur meistaraflokk karla ÍBV síðastliðin tvö ár, ljáir ekki máls á því að gera nýjan samning við félagið. Félagið þakkar Magnúsi fyrir gott samstarf þann tíma sem hann starfaði fyrir félagið og óskar honum góðs gengis á nýjum starfsvettvangi." Þeir leikmenn sem ekki em með áframhaldandi samning við IBV em þeir Birkir Kristinsson. Bjam- ólfur Lámsson, Einar Hlöðver Sigurðsson, Tryggvi Bjamason, Mark Schulte, Einar Þór Daníelsson, Pétur Runólfsson, Bjami Geir Viðarsson, Páll Hjarðar og Magnús Már Lúðvíksson. Körfuboltinn af stað Körfuboltavertíðin hefst hjá Eyjamönnum um helgina en IV mun tefla fram tveimur liðum í 2. deild í vetur. Það vill svo skemmtilega til að liðin leika í sama riðli og byija á innbyrðis viðureignum um helgina og fara leikimir að sjálfsögðu fram í íþróttamiðstöðinni í Eyjum. Auk liðanna tveggja em Laugdælir, Dímon og UMFH í sama riðli. FAGNAÐ í leikslok. Mynd Páll Marvin. liðin á að skora. Það var svo ekki fyrr en undir lokin að ÍBV náði þriggja marka forystu, 26-29 en síðustu tvö mörk leiksins skomðu heimastúlkur og lokatplur því 28-29. Mörk ÍBV: Zofia Pastor 12, Alla Gokorian 7, Guðbjörg Guðmanns- dóttir 6, Eva Björk Hlöðversdóttir 2, Darinka Stefanovich 1, Anastasia Patsion 1. Varin skot: Florentina Grecu 13/1. | Handbolti karla: IBV 30 Stjarnan 18 Roland Eradze átti stórleik Eyjamenn léku á föstudag sinn þriðja leik í suðurriðli Islandsmótsins þegar þeir tóku á móti mikið breyttu liði Stjömunnar. Gengi Garðbæinga var ekki gott á síðasta tímabili og hefur liðið eitthvað veikst síðan þá, þannig að flestir áttu von á auðveldum sigri ÍBV. Gekk það eftir og ÍBV sigraði með tólf mörkum, 30-18 en sigurinn var ekki án fyrirhafnar. Gestimir komu vemlega á óvart fyrsta stundarfjórðunginn með því að halda aftur af liði IBV og vom á tímabili marki yfir, 4-5. Enþaðvirðist í flestum tilvikum vera þannig í handbolta, þegar missterk lið mætast að fyrstu tíu mínútumarerjafnræði en svo skilja leiðir. Þannig var það í þessum leik og í hálfleik var staðan 15-10íyrirÍBV. Eyjamenn byrjuðu svo af krafti í síðari hálfleik, skomðu fyrstu fjögur mörkin og gerðu strax út um leikinn. Leikur IBV var hins vegar ekki nógu góður og þá sérstaklega sóknar- leikurinn. Það að skora þrjátíu mörk gegn Stjömunni er ekkert afrek en eins og hjá kvennaliðinu, þá em Eyjamenn enn á undirbúningstímabilinu og eiga því enn talsvert inni. Eyjamenn upp- skáru tvö rauð spjöld í leiknum, línumennimir Kári Kristjánsson og Svavar Vignisson fengu báðir að líta rauða spjaldið. Lokatölur urðu 30-18, sannfærandi sigur á einu af slöku liðum Islands- mótsins í ár. Mörk ÍBV: Zoltán Belanyi 10/6, Robert Bognar 6, Sigurður Ari Stefánsson 3, Samúel ívar Amason 3, Miljan Stanic 3, Andrija Adzic 2, Grétar Eyþórsson 1. Varin skot: Roland Eradze 26/4. | Golf: Velheppnuð Bændaglíman Þor sem Danir unnu Færeyingo Bændaglíman fór fram á laugardaginn en mótið markar yfirleitt endalok tímabilsins í golfi. Alls tóku tæplega fjörtíu kylfingar þátt í mótinu að þessu sinni en bændurnir voru þeir Kristleifur Magnússon og Emil Marteinn Andersen, sem báðir koma úr hinum víðfræga árgangi 76. Þeir félagar mættu í dönskum og færeyskum búningum en veðrið var ágætt á meðan mótið stóð og ekki að sjá annað en að menn hafi skemmt sér vel. Bændaglíman fer þannig fram að kylfingar mæta á svæðið og er í kjölfarið skipt í tvo hópa, sem síðan leika gegn hver öðrum undir forystu bændanna tveggja. Það Iið sem tapar, þjónar sigurliðinu svo til borðs í kvöldmáltíð sem haldin er eftir þetta. Færeyingar hafa lengi verið kúgaðir af dönsku krúnunni og það breyttist ekkert á golfvellinum í Eyjum, Danski hópurinn sigraði sannfærandi. FÆREYINGURINN og Dandinn, Magnús og Emil Marteinn sem fór fyrir sigurliðinu. Tveir leikir á tveimur dögum Það verður í nógu að snúast hjá karlaliði ÍBV um helgina. Á morgun, föstudag leikur liðið gegn Víkingum á útivelli en Vikingar em með jafnmörg stig og ÍBV eða fjögur. Daginn eftir leikur liðið svo í 32ja liða úrslitum SS-bikar- keppninnar þegar þeir leika gegn B-liði HK og fer leikurinn fram í Kópavogi. Aðeins munu líða um átján klukkustundir á milli leikja en Eyjamenn ákváðu að gera þetta svona í spamaðarskyni. Þess má svo geta að B-lið IBV leikur einnig í 32ja liða úrslitum um helgina en á sunnudag leikur liðið gegn Þrótti Vogum og fer leikurinn fram á heimavelli Þróttara. Sprettsundmót Um helgina verður Sprettsundmót ÍBV haldið í Sundhöllinni. Þegar hafa um 250 keppendur skráð sig til leiks og má búast við spennandi keppni alla helgina. Keppt verður í 2 aldurshópum 12 ára og yngri og 13 ára og eldri. Keppt verður frá 8.15 á laugardaginn til 18 um kvöldið. Keppni hefst svo á sunnudaginn kl. 8.30 og mun standa til 14.00. Bæjarbúar eru hvattir til að kíkja við í Sundhöllinni og hvetja okkar sundmenn sem að þessu sinni em 24 og líta einnig augurn framtíðar- sundmenn okkar Islendinga. ÍUSA fslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu hefur verið síðustu daga í keppnisferð til Bandaríkjanna þar sem liðið hefur leikið tvo leiki gegn Ólympíumeistumm Bandaríkjanna. Fyrri leikurinn fór frarn á laugardag og sigmðu þær bandarísku 4-3 með ntarki í uppbótartíma en þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Olga Færseth voru báðar í byrjunar- liðinu. Síðari leikurinn fór fram í gær, miðvikudag en úrslit leiksins vom ekki kunn þegar blaðið fór í prentun. Atli bestur Á heimasíðu knattspyrnudeildar karla var greint frá því í síðustu viku að samkvæmt vali lesenda síðunnar þá sé Atli Jóhannsson besti leikmaður ÍBV árið 2004. Hægt var að greiða atkvæði með því að senda inn tölvuskeyti á umsjónarmenn síðunnar og vom atkvæði svo talin. Tryggvi Bjamason var um leið kosinn efnilegastur en Tryggvi er nú með lausan samning. Framundan Föstudagur 1. október Kl. 19.15 Víkingur-ÍBV Suðurriðill. Laugardagur 2. október Kl. 14.00 ÍBV-Víkingur 1. deild kvenna. Kl. 16.00 HK2-ÍBV SS-Bikar kaila. Kl. 16.30 ÍV-ÍV B Körfubolti. Sunnudagur 3. október Kl. 13.00 Þróttur-ÍBV2 SS-Bikar karla. Kl. 13.00 ÍVB-ÍV Körfubolti Um hclgina: Fjölliðamót, 4. fl. karla í Framhúsinu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.