Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2005, Side 9

Fréttir - Eyjafréttir - 26.05.2005, Side 9
Fréttir / Fimmtudagur 26. maí 2005 9 Mormónar ætla að taka brot af Eyjum með sér heim Hjónin Bonnie og David Ashby frá Utah voru hér á ferðinni í byrjun maí en hann á ættir að rekja hingað - Af fjögur hundruð og tíu íslendingum sem fluttust þangað á árunum 1854 til 1891 voru tvö hundruð Vestmannaeyingar en um aldamótaárið 1900 voru íbúar hér um 500 - Guðbjörg Sigurgeirsdóttir ræddi við þau hjón og Pál Einarsson og konu hans Steinunni Einarsdóttur sem á síðasta ári heimsóttu Utah og slóðir íslendinganna Einnig er gluggað í bókina Gekk ég yfirsjó og land sem fjallar um íslendinga sem tóku mormónatrú og fluttust vestur um haf BONNIE og Da\id Ashby Islendingadagar eru haldir einu sinni á ári. Þeir voru lengst af haldnir hátíðlegir fyrstu helgina í ágúst en því var nýlega breytt og nú eru íslendingadagar haldnir hátíðlegir í júní. Það er misjafnt hversu margir koma en það getur verið á bilinu 200 til 400 manns. Hátíðin er alltaf haldin Spanish Fork en þar settust flestir Islendingarnir að. Fólk kemur á hátíðina frá nærliggjandi svæðum og ýmislegt haft til skemmtunar. Hjónin Bonnie og David Ashby voru hér á ferðinni í byijun maí en hann á ættir að rekja hingað eins og íjöldi fólks sem býr í Norður Ameríku, nánar tiltekið í Utah. Fjögur hundruð og tíu íslendingar fluttust þangað á árunum 1854 til 1891 ogþarafvoru tvö hundruð Vestmannaeyingar. „Langafi minn var Eyjólfur Eiríksson frá Hólshúsi i Vestmannaeyjum en hann var einn Utahfaranna 1882. Með honum fór Valgerður dóttir hans sem var þá á öðru ári en hún veiktist og lést áður en áfangastað var náð. Kona Eyjólfs var Guðrún Erlends- dóttir. Hún fórút 1883 en sonur þeirra Karl Jón var sendur út 1881, ári á undan Eyjólfi og Valgerði. Vig- fus sonur Guðrúnar af fyrra hjóna- bandi fór ekki fyrr en 1886, Guðrún átti við veikindi að stríða eftir að hún kom út og lést 1889. Seinni kona Eyjólfs var Jarðþrúður Runólfsdóttir og áttu þau sex böm en tvö létust ung og einn son misstu þau uppkominn. Maria dóttir þeirra er amma mín.“ segir David en honum er mikið í mun að halda tengslum við "gamla landið.“ Leggja rækt við tengslin David hefur heimsótt Vestmanna- eyjar fjórum sinnum og kom hingað þegar minnisvarðinn um íslending- ana sem fluttu vestur um haf var reistur við svokallaðan Mormónapoll í Heijólfsdal árið 2000. „Það var mikilvægt fyrir okkur að koma upp minnisvarða hér í Eyjum og nöfn allra sem fluttust vestur em skráð þar. Fjögur hundurð og tíu fluttu til Utah og þar af vom tvö hundruð frá Vestmannaeyjum. Á undanfömum ámm hafa komið hópar af fólki frá Utah til að vitja slóða forfeðra sinna. Hingað kom þijátíu manna hópur 1996 og sextiu manns í tengslum við vígslu minnisvarðans árið 2000. Ég veit að hingað munu koma hópar fólks á næstu ámm og nú þegar er verið að skipuleggja ferðir hingað.“ Það er erfitt að átta sig á því hvers vegna svo margir rifii sig upp og fóm um svo langan veg en hluti af trúarafstöðu mormóna var að fara til fyrirheitna landsins Síon. „Það er ekki stefnan í dag og þó fólk taki mormónatrú þá heldur það kynu fyrir á sínum stað,“ segir David þegar hann er spurður hvort enn sé stefnt að því að safha mormónum á einn stað. íslendingadagcir Fram kemur að þeir sem tóku mor- mónatrú og fluttust til Utah vom að stærstum hluta frá Skandinavíu og Bretlandseyjum fyrir utan þá Banda- ríkjamenn sem fyrir vom. Þegar komið var til Utah fóm flestir fyrst til Salt Lake City en fljótlega reis Islendingabyggðin í Spanish Fork. Þangað var einkum stefnt Englend- ingum, Walesbúum, Dönum og Islendingum því forystumenn kirkjunnar töldu að þessar þjóðir myndu eiga vel saman. Það varð auðvitað ekki þannig og áttu íslend- ingar einkum samskipti við alla aðra en Dani. íslendingafélag er starfrækt þar en íbúar sem eiga sér íslenska forfeður em þeir einu sem hajda tengslum við gamla landið. „Islendingadagar em haldnir einu sinni á ári. Þeir vom lengst af haldnir hátíðlegir fyrstu helgina í ágúst en því var nýlega breytt og nú em Islendingadagar haldnir hátíðlegir í júní. Það er misjafnt hversu margir koma en það getur verið á bilinu 200 til 400 manns. Hátíðin er alltaf haldin Spanish Fork en þar settust flestir Islendingamir að. Fólk kemur á hátíðina frá nærliggjandi svæðum og ýmislegt haft til skemmtunar “ Samhjálp mikil Mormónar em stakir bindinsmenn á tóbak og vín og þeir bragða ekki kaffi heldur. Þeir leggja mikið upp úr fjölskyldutengslum og samhjálp er mikil. „Við trúum því að ef þú breytir rétt þá sameinist fjölskyldan eftir dauðann," segir David. , AHt starf innan kirkjunnar er unnið í sjálfboðavinnu og allir meðlimir safhaðarins em kallaðir til starfa. Það þiggur enginn laun frá kirkjunni og því vinna allir launaða vinnu til að sjá sér farborða. Enginn er neyddur til að taka ákveðin störf að sér og þegar velja þarf menn til forystu kemur fólk sér saman um að biðja tiltekinn einstakling um að taka hlutverkið að sér. Biskup er off ráðinn til fímm ára en það er ekki launað starf,“ segir David en þess ber að geta að bisk- upar mormóna hafa svipað hlutverk og prestar þjóðkirkjunnar. Bonnie heldur utan um staif sem tengist aðstoð við konur og er ritari þeirra samtaka en það má segja að kirkjan sjái um félagsþjónustu og allt samhjálparstarf sem viðkemur meðlimum kirkjunnar. Fæstir tala íslensku í júní em 150 ár frá því að mormónar settust að í Utah og því verður minnst með sérstökum hætti á íslendinga- dögum þann 23. til 26. júní. Á dag- skránni verður ýmislegt til skemmt- unar, rifjuð verða upp æviágrip frumbyggjanna frá Islandi, farið yfir ættffæði, mikið verður um söng og veisluhöld. Fæstir afkomendur Islendinganna tala íslensku en Phyllis, móðir Davids, talar hana mjög vel, en hún er áttatíu og níu ára gömul. „Faðir hennar lést og hún bjó hjá Jarðþrúði ömmu sinni og lærði íslensku áður en hún lærði ensku,“ segir David. „Hún hefur safnað saman sögum af íslendingum og haldið utan um gögn um Íslendingadaga sem haldnir hafa verið sem hafa mikið heimildargildi.“ Minnisvarði um íslenska ffurn- byggja var settur upp í Spanish Fork 1938 en nú er ætlunin að setja upp nýjan minnisvarða með nöfnum allra íslendinganna. David hafði m.a. notað tímann hér til að velja stein úr fjörunni við minnisvarðann í Herj- ólfsdal þar sem nöfnin verða skráð. „Við viljum flytja stein út og hafa með okkur brot af Vestmanna- eyjum,“ segir þessi hógværi og rólegi maður. Svipmótíð leynir sér ekki Þegar hjónin eru spurð hvað hafi komið þeim mest á óvart við heimsóknir hingað stendur ekki á svari hjá Bonnie sem hefur orðið svolítið útundan þar sem hún á ekki rætur að rekja hingað. „Mér fannst alve ótrúlegt að sjá eldfjallið og fólkið búa eins og í kringum það,“ segir Bonie og það vottar fyrir undrunarsvip í andliti hennar eins og hún sé eilítið hissa á því ennþá. „Þegar ég hugsa um það, þá kom það mér á óvart hvað fólkið hér er líkt fólkinu heima. Svipmótið leynir sér ekki. Þegar við vorum héma árið 2000 kom kórinn okkar ffam í Safnaðarheimilinu og við buðum bæjarbúum að koma og hlusta á okkur. Þá tók ég eftir því hvað ein konan var lík einni ffænku minni úti og hvað fólkið hér er líkt fólkinu heima,“ sagði David en hjónin ætluðu að vera við opnun sýningar á Þjóðmenningarsafhinu sem ber yfirskriflina „Fyrirheitna landið,“ þar sem rakin er saga íslenskra mormóna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.