Harmoníkan - 01.02.1988, Síða 3
HARMONIKAN
GEFIÐ UT AF
TILSTUÐLAN S.Í.H.U.
Útgefendur og áb.menn:
Hilmar Hjartarson Ásbúð 17,
Garðabæ, sími 91-656385
Þorsteinn Þorsteinsson Torfu-
felli 17,111 R.vík, sími 91-71673
Blaðið kemur út þrisvar á ári.
í október, endaðan febrúar og í end-
aðan maí.
Forsiðumynd sjá merkileg
harmoníka bls. 17.
Auglýsingaverð:
1/1 síða kr. 7200
1/2 síða kr. 4800
1/4 síða kr. 3.000*
1/8 síða kr. 1.800
Smáauglýsingar (1,5 dálksenti-
metri) kr. 500 + kr. 100 fyrir hvern
auka dálksentimetra.
PRENTTÆKNI
Til lesenda
Gleðilegt ár og takk fyrir það
liðna. Við viljum þakka öllum
áskrifendum og velunnurum
blaðsins fyrir góð og hvetjandi
orð. Þeir eru fjölmargir sem hafa
hringt, og látið í ljósi ánægju með
blaðið, einnig hrifningu yfir að
loksins skuli vera komið málgagn
allra harmoníkuunnenda á land-
inu, þar sem menn geta tjáð hugs-
anir sínar og kynnst því helsta
sem er að gerast í málefnum
harmoníkuunnenda vítt og breitt.
Einn sagði að honum finndist
biðin löng milli blaða. Satt er
það, en ekki alveg víst að við sem
að blaðinu vinnum séum sama
sinnis. Hér er um áhugamennsku
að ræða og er því allt unnið í okk-
ar fritíma, t.d. efnisöflun, rit-
vinnsla, prófarkalestur, ljós-
myndun, auglýsingasöfnun, svo
mætti lengi telja, en það sem
þessu fylgir krefst geysi tíma. En
allt verður léttara þegar við finn-
um áhuga og þakklæti áskrif-
enda. Einnig viljum við þakka
ómetanlega hjálp frá mörgum.
Mikils virði væri að fá tilskrif,
,,bréf frá lesendum“ um eitthvað
sem ykkur liggur á hjarta, eða
Hilmar Hjartarson.
sögukorn úr nútið eða þátíð, ver-
ið þara órög að láta eitthvað
flakka. Einnig mætti koma frá
lesendum ýmislegt sem varðaði
það sem betur mætti fara. Mörg
F.H.U. félög í landinu hafa starf-
að í um og yfir 10 ár, fjöldi þeirra
eru rekin með góðum árangri, en
önnur eru i lægð. Harmoníku-
blað ætti að geta stutt við bakið á
félögunum á ýmsan hátt, t.d. með
því að notfæra sér það almennar
og kynna sér þar með upplýsingar
og fróðleik sem í því er. Að öðru
leiti er áreiðanlega komið að því
að efla þurfi meir áhuga fólks á
öllum aldri fyrir hljóðfærinu.
Allir tónlistarskólar þyrftu að
geta boðið uppá nám í har-
moníkuleik, einnig mætti kynna
hljóðfærið í barna- og unglinga-
skólum. Þá mættu aldeilis taka
sig til hinir fjölmörgu ljósvaka-
miðlar ásamt sjónvarpsrásunum,
og sinna harmoníkutónlist mun
meir, það er stórundraverð ein-
hæfni sem ríkir í tónlistavali þess-
ara fjölmiðla, það er hreint og
beint óeðlilegt að líta algerlega
framhjá annarri gerð tónlistar
sem ekki flokkast undir tisku,
Þorsteinn Þorsteinsson.
framúrstefnu eða klassik. Eflaust
er margt fleira sem gera mætti,
hvað með að koma á árlegum har-
moníkumótum einhvers staðar á
landinu, þar mætti flétta inní
einhverskonar keppni, t.d. milli
landshluta, aldurshópa, í ákveð-
inni tegund tónlistar, milli sýslna
og hvaðeina, bara láta sér detta
eitthvað í hug og prófa. Þeir svíar
og norðmenn sem við höfum tal-
að við og þekkja mótshald vel,
segja að unglingar sæki ávallt
harmoníkumót talsvert, oft í
fyrstu til að taka þátt í gleðskap
þeim fylgjandi, en jafnan sé það
svo að einhver hluti unga fólksins
verður eftirá harmoníkuunnandi.
Það er að visu ekki gefið að sömu
aðferðir gagnist hér, en því ekki?
Við erum sannfærðir um að eitt-
hvað þarf að gera til að hressa
uppá framhaldið svo að fleiri
komi í spilið, ekki síst unga fólk-
ið. Blaðið ,,Harmoníkan“ mun
leitast við að safna efni sem fjöl-
breyttustu og um leið vera heim-
ildarrit sem geymir atburði í har-
moníkusögunni um ókomin ár.
Harmoníkukveðjur
3