Harmoníkan - 01.02.1988, Qupperneq 4

Harmoníkan - 01.02.1988, Qupperneq 4
Tónleikaferð til Bergen í október 1987 Loks rann langþráð stund upp, 31 þátttakandi var mættur í flugstöð Leifs Eiríkssonar eld- snemma morguns 29. október, glað- beittir og brosandi. Hér voru á ferð- inni lOhljómsveitarmeðlimirúr félagi harmonikuunnenda í Reykjavík ásamt stjórnanda, einleikarar, að- standendur, fólk úr félaginu í Reykja- vík og utan af landi. Mikil undirbúningsvinna var að baki, miklar æfingar og undir það síðasta var drifið i að leika inn á hljómband svo taka mætti snældu með út og selja upp í útlagðan kostn- að. Skömmu áður en fara átti, hafði Bergensflugið verið lagt niður svo við lentum fyrst í Osló og tókum aðra vél til Bergen. Á leiðinni naut maður út- sýnisins yfir Harðangursöræfi (Hard- angervidda) snjór á hæstu stöðum minni á að vetur væri skammt undan. Svo skyndilega birtist Bergen, sem talin er af mörgum fegursta borg Evrópu, umgirt sjö fjöllum, aðal- byggðakjarninn liggur í fjarðarbotni en hún teygir sig langt upp í fjallshlíð- arnar og setur sérstakan svip á borg- ina, íbúar eru á milli 220.000 og 230.000 manns. Sól skein í heiði þegar John Mande- lid tók á móti okkur á flugvellinum, þá var um 14 stiga hiti. Hann er og maðurinn sem stofnað hafði til þess- arar ferðar, og var þar hugsanlega að opna brautir tækifæranna fyrir tón- listarfólk frá íslandi, með því að gefa ,,Jam session “ með sólódansívafi, Elsa, Þorleifur og Þórir stórtrommari. Meginhiuti ferðahópsins fyrir framan heimili Edvard Grieg í Bergen (Mynd Jakob Yngvason). kost á að koma fram í stærstu tón- leikahöll Noregs Grieghöllinni, hver veit? Fleiri voru þarna mættir, ásamt John M., bílstjóri með hópferðabíl og maður að nafni Per Bolstad og höfðu þeir allir það sameiginlegt að vera fé- lagar í Fana trekkspillklubb í Bergen. Okkur var nú vísað inn í bílinn og við innganginn léku J. Mand. og Per B. á harmoníkur nokkur lög. Þegar allir voru sestir bauð John alla velkomna Kynnirinn Gunnar G. Pedersen kynnir nafna sinn K. Guðmundsson vel og rœki- lega. (Mynd Ingrid Hlíðberg). og fararstjóri túlkaði á íslensku. Því næst var boðið upp á rauðleitan drykk sem virtist fljótt kalla fram enn meira bros en fyrir hafði verið á sam- ferðafólkinu, og hálftímaferðin inn til borgarinnar virtist taka óvenju skamma stund. Hotel Bryggen var framundan, okkar dvalarstaður næstu daga, staðsett nærri miðbæn- um, þreyttir ferðalangar drifu í að koma sér fyrir, með sælubros á vör. Föstudagur 30. október. Þegar litið var til veðurs að íslenskum sið um morguninn höfðu veðurguð- irnir dregið fyrir sólina en einhver tek- inn við sem var mikið mál. Það var farið að rigna, og einhver gárunginn sagði að í Bergen rigndi að meðaltali

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.