Harmoníkan - 01.02.1988, Side 19
Lars Ek’s
Hot Trió
r
1
Ameríkuferð
Frá vinstri: Karl Erik Hoimgren,
gítar, Lars Ek, harmoníka, Bengt
Sjöberg, á bassa, fóru í sína fyrstu
Ameríkuferð til tónleikahalds, dag-
ana 5—20 september 1987. Eftir
tveggja ára undirbúningsvinnu hins
sænsk-ameríska Gunnars Ohlander,
héldu þeir alls 7 konserta á eftirtöld-
um stöðum, Iowa, Minnesota, Des
Moines, Lindström, Cambridge,
Minneapoles og Decorah. Hver kon-
sert var tveir tímar á lengd og inni-
héldu tónlist eftir Pietro Frosini,
Pietro Deiro, Ragnar Sundqvist,
Sven Hylen og Nisse Lind, þeim var
afar vel tekið og fengu fjöida tilboða
um að koma vestur um haf á ný . . .
Myndin af Stefa'ni er tekin 15.6. 1987.
Stefán Vilhjálmur Jónsson frá
Möðrudal, fæddur 24. júní 1908.
Hann byrjaði að spila á einfalda
harmoníku 4 ára í Möðrudal, sama
árið og hann hóf að mála, málaði
fimmtíu myndir það ár. Myndir þess-
ar lentu allar til ,,ameríku“.
Stefán var dansstjóri og har-
moníkuleikari um árabil norðan
lands og sunnan. Hann hefur verið
,,Borgarlistamaður“ hin síðari ár og
leikið utan húss og innan á ýmsum
stöðum í Reykjavík og nágrenni.
Enn er Stefán í fullu fjöri sem
hljóðfæraleikari og tónskáld og á um
þessar mundir fjórar harmoníkur og
píanóorgel.
Sigmar Ó. Maríusson.
SONS OF
NORWAY
CONCERT
LARS EK TRIO
SEPT 14 7 PM
Molar
Harmoníkufélag Reykjavikur fór í
verslunarmiðstöðina Kringluna laug-
ardaginn 19. desember s.l. Vakti þessi
uppákoma almenna athygli er þeir
hófu að leika ýmis lög sem tengjast
jólum og jólahaldi, og safnaðist hóp-
ur fólks í kringum harmoníkuleikar-
ana bæði til að sjá og heyra. Var
þarna verið að vekja athygli fólks á
harmoníkunni og var leikið bæði í
minni og stærri hópum og eins léku
allir saman undir stjórn formanns
H.R. Karls Jónatalssonar.
•
„Danske Harmonikaspillers lands-
forbund — D.H.L.“ heldur upp á 10
áraafmælisitt 19. marsn.k. Hefst há-
tíðin með hljómleikum þar sem marg-
ir frægir harmoníkuleikarar koma
fram. Á eftir verður borðhald og svo
að endingu verður stiginn dans við
undirleik úrvals hljóðfæraleikara. Ef
við verðum heppin þá er aldrei að vita
nema Hermóður verði á staðnum og
sendi okkur fréttir og myndir frá há-
tíðinni.
SCnDIBILHSTÖÐin Hf.
Félag
Harmoníkuunnenda
Reykjavík
Ágæti félagi! Félag Harmoníkuunnenda í Reykjavík verður með
árshátíð sína laugardaginn 6. mars 1988 í Sigtúni 3.
Hljómsveitin Tíglar sjá um fjörið og aö venju verða gamanmál.
Breytingar verða á skemmtifundum félagsins sem hafa veriö
fyrsta sunnudag í hverjum mánuði, en verða núna sem hér segir:
13. mars
10. apríl
8. maí
Mætum öll og skemmtum okkur saman
Skemmtinefndin
19