Harmoníkan - 01.02.1988, Qupperneq 7

Harmoníkan - 01.02.1988, Qupperneq 7
og vel niður. Rafn Jónsson úr F.H.U.V. sat við enda borðsins með eitthvað af hæsnfuglaætt á diskinum og var að reyna eins og aðrir að koma þessu niður. í kjölfarið komu maga- verkir sem hann reyndi að lina með vökvum af ýmsum gerðum, ekki nægði það og jukust nú innantökurn- ar stórlega með hljóðum sem helst minnti á gal hænsnfugla af ítölsku kyni. Það var ekki fyrr en honum hugkvæmdist að láta ofan í sig 3ja stjörnu koníak að friður færðist yfir innyflin og siðasta galið dó út. Rafn sagði mér daginn eftir að hann væri viss um að ofan í hann hefði lent hani, því hefði svo erfitt verið að drekkja honum. Ingrid Hlíðberg fór til Fredrikstad á sunnudeginum 1. nóvember í heim- sókn til ættingja. Um kvöldið horfði hún á sjónvarpsfréttirnar, þá birtist á skjánum fréttamynd frá Bergen og sýndu sjónvarpsmenn götumynd þaðan. Aðeins einn maður sást veja á gangi yfir götuna, og sér til undrunar sér hún að það er enginn annar en samferðamaður og hlómsveitarmeð- limur í F.H.U.R., Jóhannes Péturs- son, hnarreistur með plastpoka í hendi. Ingrid sagði mér að Jóhannes Finnski gítarleikarinn Aulis Javhola sem lék Frosini tónlist d tónleikunum, ásamt Grétari Geirssyni að halda uppi kvöld- stemmningunni við barinn. hefði átt afmæli þennan sama dag. Undarlegar tilviljanir ekki satt? Flestir vissu þó af öðru afmælis- barni sem var meðal samferðafólks- ins. Grétar Geirsson úr F.H. Rang- æinga var með í för ásamt konu sinni Láru Kristjánsdóttur. Grétar varð fimmtugur á sjálfan tónleikadaginn 31. október. Af því tilefni var haldið lítið hóf um morguninn á hótelinu. Jón I. Júlíusson form. F.H.U. Reykjavík sagði nokkur orð og færði afmælisbarninu kveðjur félags síns og fyrir hönd harmoníkufélags Rang- æinga. Þetta var svo innsiglað með því að afhenda Grétari blómvönd og viðstaddir voru beðnir að lyfta glasi. „Hann á afmæli í dag“ sungu allir í lokin og lítilli en eftirminnilegri athöfn var lokið. H.H. “\ Veitingasalur Hótel Líniiar Bjartur veitingastaður með þægilegt og rólegt yfirbragð. Ljúffengur matseðill og barnamatseðil. Við viljum sérstakega vekja athygli á glæsilegu kaffihlaöborði með heimabökuðum tertum. Staður sem gott er að koma á í dagsins önn. Vin í dagsins önn... HÖTEL L/HP RAUÐARÁRSTÍG 18 REYKJAVÍK SÍMI 623350. V 7

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.