Harmoníkan - 01.02.1988, Blaðsíða 20

Harmoníkan - 01.02.1988, Blaðsíða 20
Bréf frá Danmörku Sem blaðamaður um ísland fyrir Danska harmoníkublaðið í mörg ár þá sendi ég ykkur nokkrar línur. Hinn 27. desember s.l. var haldinn skemmtifundur hjá 3ja Klúbbnum og Harmoníkufélagi Reykjavíkur, sem hafa að nokkru leyti starfað saman eða síðan að H.R. var stofnað árið 1986. Samstarfið hefur tekist það vel að um áframhaldandi samvinnu verð- ur að ræða. Þar sem ég hef nú komist í samband við marga af bestu harmoníkuleikur- um hér í Danmörku og Svíþjóð, þá mun það koma þessum tveimur félög- um til góða í náinni framtíð. Fyrir stuttu átti ég langt og skemmtilegt símtal við Roland Cedermark, og ætla að hans ósk, að vinna að þvi að kynna hann hér í Danmörku. í símtal- Ifyrstu viku aðventu voru staddir hér á landi gestir frá Bretlandi. Þetta voru þeir Malcolm Gee frá Eng- landi og Robert Rolston frá Skot- landi, en þeir leika báðir á harmoník- ur og eru miklir áhugamenn um allt sem að henni snýr. Robert rekur versl- un með harmoníkur og fleiri hljóð- færi í Skotlandi, auk þess sem hann er með viðgerðaþjónustu fyrir þær. Malcolm gefur út harmoníkublaðið „Accordion Monthly News“ og á haustin hefur hann haldið har- inu bar ísland á góma og sýndi hann áhuga á að heimsækja landið. Roland hefur nú gefið út 14 stórar hljómplötur, og á sínum tíma hafði ég þá ánægju fyrstur manna, að kynna hann fyrir íslenskum hlustendum í Ríkisútvarpinu með því að leika með honum lag sem nefnist á islensku Sveitaball, og fást nú hljómplötur með honum bæði í Reykjavik og á Akureyri. Á nýársdag heimsótti mig Kurt Markussen, sem margir kannast við eftir að hann heimsótti ísland 1983 og komið víða fram. Við lékum nokkur lög saman og bað hann fyrir kveðjur til íslands, en hann er núna búsettur í Þýskalandi og starfar þar. Grein úr íslenska harmoníkublað- inu, um heimsókn Poul Uggerlys og moníkumót i Englandi og fengið fólk víða að til að koma þar fram, eins og t.d. Lars Ek og Toralf Tollefsen. Á meðan þeir stóðuvið hér á landi ferðuðust þeir norður í land og er þeir komu aftur suður, þá heimsóttu þeir skemmtifund hjá F.H.U.R. þar sem Robert lék nokkur skosk lög ásamt Þórði Högnasyni. Um kvöldið buðu Bragi Hliðberg og frú, þeim Malcolm og Robert ásamt nokkrum fleirum í kaffi og auðvitað voru harmoníkurn- ar teknar upp og leikið á þær fram eftir kvöldi. Lille Palle Andersens til íslands jólin 1983, var birt hér í síðasta harmon- íkublaði, þýdd á dönsku. Fyrrnefnd skemmtun hjá 3ja klúbbnum og Harmonikufélagi Reykjavíkur í Djúpinu, hófst með sýningu ,,video“-myndar (40 mín) með dönsku harmoníku-kvenna- hljómsveitinni heimsfrægu. Á eftir var gert stutt kaffihlé en síðan happ- drætti ásamt hljóðfæraleik þar sem félagar úr báðum félögum komu fram. Fullt hús var og skemmtunin stóð yfir i 3 tíma. Stærsta harmoníku- mót næsta sumar hér í Danmörku, verður haldið 30. júlí á Norður-Jót- landi. í sumar sem leið voru mótsgest- ir um 8000 og komu fram um 700 har- moníkuleikarar frá Danmörku, Sví- þjóð og Noregi. Ég hef starfað hér mikið fyrir Svæðisútvarpið og verið með klukku- tíma harmoníkuþátt í hverri viku, einnig hef ég heimsótt harmoníkumót um land allt og staðið að upptökum frá þeim. Þá hef ég stjórnað har- moníkumóti á sumrin. Fljótlega mun ég halda fyrirlestur um ísland með litmyndasýningu, sem ég var beðinn um og hef ég hugsað mér að gera það oftar ef tíminn leyfir. Nú erum við að hefja stríð á hendur danska ríkisútvarpinu, þvi við höfum engan harmoníkuþátt hér í Dan- mörku, og nú er nóg komið. Með harmoníkukveðjum Hermóður B. Alfreðsson. 77/ sölu Viktoria casetto 4 kóra hnappa- harmoníka, með sœnskum gripum. Einnig Bukari Armando hnappa, m. sœnskum 3 kóra. Upplýsingar hjá Hauk Ingimarssyni, sími 96-23055. Spilað í stofunni hjá Braga Hlíðberg. Gestir frá Bretlandi 20

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.