Harmoníkan - 01.02.1988, Side 8

Harmoníkan - 01.02.1988, Side 8
Jakob Yngvason Jakob Yngvason er ungur mjög efnilegur harmoníkuleikari, sem vert er að gefa gaum, ekki síst nú á dögum þegar manni virðist alltof lítið af ungu fólki bætast í hóp eldri kyn- slóðarinnr sem aðallega heldur uppi harmoníkulífi í landinu. En hvað kom til að Jakob barnungur féll fyrir nikkunni? Var það á líkan veg og hin- ir eldri eða allt annað og frumlegra? Hann kynntist harmoníkunni ungur að árum. Við skulum vita meir um þennan pilt, og hvernig hlutirnir hafa þróast til dagsins í dag. ,,Svo kom hann með litla harmoníku“ Ég er fæddur í Reykjavík 25. janúar 1971. Hóf nám í harmoníkuleik 7 ára, þann 6. maí ’78, hjá Sigurði Alfons- syni sem kom mér á sporið. Ég var mun yngri er ég fór að veita Sigurði og harmoníkunni athygli, eða um jóla- leytið ár hvert. Svo kom hann með litla harmoníku um vorið ’78 og lán- aði mér í þeirri von að ég prófaði. Skömmu seinna hóf ég nám hjá Sig- urði. Þegar hann fór að kenna við tónskóla Sigursveins fluttist ég í tón- skólann og hef verið þar síðan. Ásamt harmoníkuleiknum var ég í tónheyrn og tónfræði. Svo hef ég verið einn vetur hjá Braga Hlíðberg, og hálfan vetur hjá breta að nafi Stíven. Eftir áramótin ’88 byrjaði ég einnig í tím- um hjá Erni Magnússyni píanóleik- ara. Hef tekið fjórða stig á harmon- íku, fimmta stig í tónheyrn, og sjötta stig í tónfræði. Þegar ég hóf nám byrjaði ég strax á harmoníkunni og lærði nótur um leið. Hvenær komstu fyrst fram opinber- lega? Það var á skemmtifundi félags har- moníkuunnenda í Reykjavík, í Eddu- húsinu 1979 með aðstoð Sigurðar Alfonssonar. Siðan hef ég í gegnum árin komið nokkuð oft fram hjá fé- laginu, og við ýmis tækifæri önnur. Ég hóf aðleikaíhljómsveitF.H.U.R. 1980 um haustið, en um sumarið 1982 er félaginu boðið til norður Noregs og þá er ég í hljómsveitinni og er enn. Þegar Lars Ek kom hingað 1985 lék ég í upphafi tónleika sem voru haldnir í Ártúni, með þeim Sigurði Alfonssyni, Jóni Inga Júliussyni og Þorsteini Þor- steinssyni. Svo einnig á tónleikum Lars í íslensku óperunni (Gamlabió) 1986, í upphafi tónleikanna og eftir hlé, þá með Sigurði Alfonssyni á har- moníku, Þórði Högnasyni kontra- bassa og Þorsteini Þorsteinssyni á gítar. Tvisvar komið fram sem ein- leikari í ríkissjónvarpinu, og núna rétt fyrir jól ’87 meðhljómsveitF.H.U.R. á Stöð 2. Hef líka leikið á hljómplöt- um sem félagið hefur gefið út, bæði sem einleikari og með hljómsveitinni. Margsinnis hef ég leikið í ríkisút- varpið, einu sinni fyrir útvarpsstöð- ina Stjörnuna og tvisvar á skólatón- leikum framhaldsnema i Norræna húsinu. Ef á að telja upp allan frægð- arferilinn get ég sagt að ég hef komið fram á öllum landsmótum S.Í.H.U. frá upphafi, það síða§ta er ferðin til Bergen nú í haust með F.H.U.R., ég lék þar með hljómsveit félagsins í Grieghöllinni ásamt því að leika sem einleikari, og var þar örugglega mesti mannfjöldi sem ég hef leikið fyrir, fram að þessu. í lokin lagði ég nokkrar spurningar fyrir Jakob. Eru jafnaldrarnir a'hugasamir fyrir harmoníkunni? Ekki almennt, en vinirnir virðast vera svolítið forvitnir. Hvert er viðhorf þitt til hljóðfæris- ins, ef svo mætti spyrja? Ég hef mikla ánægju af þessu nú í seinni tíð og það færist sífellt í auk- ana. Hverju þakkar þú mest velgengni og stöðugt áframhald frá upphafi? Mammá hefur stutt mig dyggilega og sat m.a. fyrstu árin hjá mér meðan ég æfði mig heima, og ók mér í tíma. Foreldrar mínir hafa stutt mig á allan hátt, í dag fínn ég að það er mikils virði. Einnig á ég Sigurði Alfonssyni mikið að þakka ekki síst hans þolin- mæði. Hefur þú alltaf átt góð hljóðfæri? Já þau fara batnandi. Fyrsta nikk- an var Parrod 60 bassa, síðan Sonola 72 bassa, þá Guverini 96 bassa, nú í Jakob Yngvason, viðsundin blá, með Esjuna í baksýn. Hin vandaða Giu- lietti harmoníka fer vel á eiganda sínum. (Mynd Elsa Haraldsdóttir). dag hef ég eignast Giulietti 120 bassa með handunnum tónum, hún hefur 23 skiptingar fyrir hljómborðið og 17 í bassa. Hvers konar tónlist líkar þér best? Mér likar öll harmoníkutónlist, en ég hlusta á poppið. Já þetta var ferill Jakobs um har- moníkubylgjurnar, það væri skemmtilegt ef fleiri ungmenni bætt- ust í hópinn, til að róa á þau mið sem yrðu til að auka áhugann á skemmti- legu hljóðfæri sem er harmoníkan. Það hefur Jakob svo sannarlega gert, og við hér á blaðinu viljum óska hon- um alls hins besta í framtíðinni. For- eldrar Jakobs eru Yngvi Jóhannsson frá Hólakoti í Grimsnesi og Elíane Hommersand fædd og uppalin á Akranesi. Eftir tónleikana í Grieghöllinni kom eftirfarandi gagnrýni í norska harmoníkublaðinu Trekkspilleren, des. ’87, eftir Thrond Stenberg. ,,ís- lendingur af ungu kynslóðinni Jakob Yngvason var mjög áhrifamikill. ,,St. Louis blues“ eftir Handy hefur aldrei verið túlkaður á svo áhrifamikinn og músíkalskan hátt eins og þessi strákur gerði.“ H.H. 8

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.