Harmoníkan - 01.02.1988, Blaðsíða 11

Harmoníkan - 01.02.1988, Blaðsíða 11
Valdi r i Dalseli aði þar á sínum fyrsta dansleik, þá að- eins 14 ára eins og áður segir. Þau voru tónelsk systkinin í Dalseli, því auk þeirra Valdimars og Leifs þá léku systurnar Ingigerður og Margrét líka á harmoníkur og bróðirinn Hafsteinn á trommur. Léku þau systkinin víða á dansleikjum og þótti það lofa góðu um gott ball ef spilararnir komur frá Dalseli. Árin hafa liðið og enginn hefur tölu á þeim hljóðfæraleikurum sem Valdi- mar hefur leikið með, eða þá á þeim dansleikjum sem hann hefur spilað, fyrir norðan, sunnan, á suðurnesjum og í Vestmannaeyjum, á lokaböllum eða þjóðhátíð. Til Eyja var ferðast með skipi og til að verða ekki sjóveik- ur, þá spilaði hann á nikkuna allan tímann á sjóferðunum. Já, það var víða farið við misjafnar aðstæður sem ekki verða tíundaðar hér, og meðferðin á hljóðfærunum var ekki alltaf til fyrirmyndar. Einu sinni sem oftar var farið á gömlum pallbíl sem i daglegu tali var nefndur Trölli. Það var hávetur, hörkufrost en hljóðfær- in sett aftan á pallinn og breytt segl yfir. Siðan var ekið sem leið liggur aust- ur að Hellu, en þar voru þau tekin inn í hús og látin hlýna því þau ,,grétu“ eftir að þau komu inn í hitann. Eftir að hafa spilað á þau á balli fram á nótt, var búið um þau aftur á Trölla á sama hátt og áður, var svo ekið í Landeyjarnar til að sækja hesta. FraAlþýðuhiísinu IHafnarfirði — Valdi- marfyrir miðju og með honum er Halldór fráKárastöðum en nafn á trommara vant- ar. Valdimar Auðunsson frá Dalseli er höfundur lagsins Töfrandi Tónar og eru nóturnar af því í blað- inu. Þeir sem dvöldu á landsmóti SÍHU síðastliðið sumar ættu að kannast við það því það varð einskon- ar einkennisstef fyrir mótið. Valdimar er fæddur í Dalseli 11. desember árið 1914, og er landskunn- ur lagasmiður og harmoníkuleikari, sem hefur spilað á dansleikjum frá 14 ára aldri allt fram til dagsins í dag. I Dalseli, æskuheimili Valdimars var bæði verslun og barnaskóli og var því bærinn miðpunktur i sveitinni. Fyrsti dansleikur sem hann man eftir, þá á fimmta ári, var haldinn í vöru- skemmu verslunarinnar. Fólk úr sveitunum í kring kom fótgangandi á ballið, og urðu margir að vaða vatns- föll með heimasæturnar á bakinu. Valdimar gekk í skólann í Dalseli og i frímínútunum stalst hann í har- moniku sem Leifur bróðir hans átti, en hún þótti of fint hljóðfæri til að Feðgarnir Valdimar og Auðunn. vera barnaleikfang. Hann náði fljótt tökum á hljóðfærinu og fór að Múla- koti í Fljótshlíð ásamt Leifi, og spil- Hjónin Valdimar og Þuríður. 11

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.