Harmoníkan - 01.02.1988, Síða 14

Harmoníkan - 01.02.1988, Síða 14
Einar Kristjánsson: Æskuminningar um harmonikuleik og annað tónlistarlíf Annar hluti arna voru haldin að minnsta kosti tvö böll nokkuð fjölmenn og einhver smáskröll að auki þar sem mættu næstu nágrannar. Þegar fólk hafði brotist margar og langar bæjarleiðir, þótti rétt að nota tímann og aðstæðurnar rækilega, og venjan var að dansa frá því um dag- setur og þar til birta tók af degi og gerðist ferðaljóst. Það hljóðfæri, sem einna tiltækast var á svona böllum í heimahúsum, var litla harmonikan, sem þekktist bæði í einfaldri og tvöfaldri gerð, sú ein- falda hafði aðeins 10 nótur og tvo bassa og var belgstutt að auki, en hin tvöfalda 22 nógur og átta bassa og var töluvert fyrirferðarmeiri og gaf miklu meiri möguleika þeim, sem kunnu með að fara, en það var síður en svo að það væri á allra færi. Við Fjallabæjafólkió í Þistilfirði áttum því láni að fagna að eiga tvo harmonikuleikara af bestu gráðu, það voru Guðjón Einarsson, föður- bróðir minn á Sævarlandi og Árni, sonur séra Páls á Svalbarði. Báðir áttu þeir harmonikur lengi vel og sá síðartaldi einhverja þá stærstu og vönduðustu, sem ég hefi kynnst af þess konar gerð. Mér er minnisstætt frá bernskuár- um mínum hversu mikil eftirvænting var ríkjandi þegar harmonikuleikar- inn var kominn inn í baðstofu og byrj- aði að opna þann leyndardómsfulla poka, sem hafði harmonikuna að innihaldi. „Hún grætur“, man ég að spilar- inn sagði í eitt skipti eða oftar. Og tilefnið var að hljóðfærið hafði orðið fyrir vetrarnæðingi og laugaðist döggvum við hlýjuna í bæjarhúsum. Ég gerði ráð fyrir hljóðfærið gréti af viðkvæmni og fögnuði vegna tóna- gleðinnar sem í vændum væri. En gráturinn varaði skamma stund og spilararnir hófu hljóðfæraleik sinn af fimi og fjöri og héldu takti og ör- yggi eins og best gerðist. Og dansleikur af þessu tæi reyndist verulegur mannfagnaður. Aldursmunur, mismunandi dans- fimi og augnayndi, skipti ekki neinu máli, allir áttu rétt á dansgólfi og dansfélaga og enginn átti að verða út- undan. Dansaðir voru gömlu dansarnir, vals, ræll, polki, skottís, vínarkrus, Óli skans og marsúki. Einnig var lífg- að upp á með hópdönsum eins og marsi, myllu, sextúr og dömukeðju. Ýmsir leikir voru viðhafðir til þess að valið á dansfélaga væri ekki sjálf- valið, heldur einnig happdrætti eða strákalukka. Einhverjir voru vísir til að viðhafa smábrellur í þeim tilgangi að gera sinn hlut sem bestan í vali á dömu eða herra. En ekki var tekið hart á slíku. Venja var á hverju balli að bregða sér í Vefaradansinn, sem allir tóku þátt í, þó að hann sé að vísu margþættur og alls ekki vandalaust að dansa hann svo í lagi sé. Eitt er víst að tíminn var vel notaður og ef ekki varð komist hjá að hvíla spilarann, var ekki frágangs- sök að bregða sér í skollablindu um stund. Daginn eftir var ekki mögulegt að vera samur krakki og áður og naum- ast hægt að gera mun á vöku og svefni. Kliður og hljóðfall harmon- ikunnar hélt látlaust áfram að syngja í eyrunum og sálinni og það lá við að fæturnir færu að rjúka af stað í takt við líflega tónlist, sem ekki gat þagnað. Hvar og hvenær skyldi lukkan leggja til dansgólf næst, svo fólk gæti sprett úr spori? Það mun hafa verið vorið 1920 að í gömlu baðstofunni á Hermundar- felli hófust harmonikutónleikar eins og best gerðist á heimsmælikvarða. Ágúst Pálsson, móðurbróðir minn hafði undanfarin ár stundað hús- gagnasmíði í Stavanger í Noregi og var nú kominn heim, sem meistari í iðninni og hafði einnig lagt stund á arkitektúr. í hjáverkum hafði hann gengið í tónlistarskóla og eignast krómantíska harmokiku, sem var að líkindum sú allra fyrsta, sem sást hér- lendis. En víst er að hann var fyrsti maðurinn, sem hélt opinbera hljóm- leika á þetta hljóðfæri, tækni hans var af fyrstu gráðu og hann lék ein- göngu klassisk verk. Hann hafði haldið tónleika í Reykjavík, Hafnar- firði, Siglufirði og Akureyri. Hljóðfærið og sú tónlist, sem það hafði að bjóða vakti mikla undrun og aðdáun, enda verulegur tónlistarvið- burður. Ýmsum fannst þó að eitthvað af músíkinni mætti vera á lægri gráðu og saknaði polka, ræla og skottísa. Það kom í ljós að Ágúst gat spilað fjandi fjörugan ræl og marúska kunni hann einnig en honum fannst ekkert skemmtilegt að leika þá tegund tón- listar og gerði það aðeins eftir þráláta eftirgangsmuni, ef hann var í góðu skapi. Hann var lítið fyrir að láta aðra stjórna gerðum sínum. Ekki tók hann mikinn þátt í skemmtanalífi sveitar- innar og fólk mun hafa gert sér ljóst, að harmonikumúsík hans hæfði ekki smábaðstofuskröllum. En á Raufarhöfn og Þórshöfn mun hann hafa leikið fyrir dansi í einhver skipti. Við þau tækifæri sótti ég reið- hross hans í haga, hann steig á bak og tók hljóðfærið á hnakknefið fyrir framan sig, klæddur fínum svörtum kambgarnsjakka, röndóttum buxum, 14

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.