Harmoníkan - 01.02.1988, Blaðsíða 9

Harmoníkan - 01.02.1988, Blaðsíða 9
Harmoníkan Samkvæmt símtali sendi ég gamla verðlistann til skoðunar og e.t.v. ljós- ritunar. Auðséð er að hann hefur ver- ið allmikið handfjatlaður enda vantar kápu og titilblað. Ég þakka fyrir blaðið — bæði fróð- legt og fallegt, enda vel til vandað. Það eina sem ég finn að, er að of fá blöð eru í árgangnum, en ég veit vel að dýrt er að halda úti svona vönduðu Elís Hallgrímsson og vinkona hans Dag- björt. Að vera áttræður Já — að vera áttræður, mér finnst það enginn aldur, mér finnst ég ekkert eldri en þegar ég var fimmtugur. Hjartans þakkir færi ég börnum mínum, uppeldisbræðrum, frændum mínum og elskulegum vinum fyrir öll skeytin og bækur og ýmislegt og sér- staklega þakka ég Hallgrími syni mín- um fyrir Excelsior nikkuna sem hann gaf mér. Þá þakka ég vini mínum Valdimar Auðunssyni sem heimsótti mig með nikkuna og hélt uppi fjöri og skemmti öllum. Hann er nú lands- þekktur spilari. Harmoníkan er eina hljóðfærið sem hlustandi er á. Guð blessi ykkur öll, kærar kveðjur. Elís Hallgrímsson, Lœkjarbakka, V.-Landeyjum blaði — þökk sé ykkur fyrir fram- takið. Harmoníkan hefur verið mitt drauma hljóðfæri. Byrjaði 10 ára að gutla á tvöfalda nikku — með árun- um kom svo ,,krómatíska“ harmon- íkan. Um tvítugsaldur komst ég í kynni við eina slíka 3ja raða, og fann þann stóra mun á hljóðfærinu, og síð- an stækkuðu og bötnuðu nikkurnar i 4ra og 5 raða, 3ja og 4ra kóra með ,,registrum“. Allt hefur þetta þróast og fylgt mér gegnum árin allt til þessa dags. Harmoníkan var mitt hálfa líf, er búinn að eiga margar, enda mörg ár tekjugrein allgóð þó oft væri erfitt að standa 6-7 tíma og spila á balli. — Nú er þessu lokið þó enn eigi ég harmon- íku sem ég þurrka af rykið einstaka sinnum þó hausinn sé tómur og fing- urnir stirðir enda bráðum 79 ára. Nú — ég ætlaði ekki að skrifa æfisögu mína. Ég vona að þið hafið gaman og kannske gagn af að studera kladdann. Ég lét ljósrita alla snillingana sem þarna eru, en sá svo að þarna er líka fróðlegt að sjá harmoníkurnar sem í þann tíð voru framleiddar, verða smám saman fullkomnari og betri. Gaman væri ef hægt væri að komast að hverjir þessir menn voru og hvað- an. Einhverntíma heyrði ég á plötu Ingólfur Benediktsson. Lindquist-bræður og Ove Sopp og dáðist að leikni þeirra. Lögin sem þessir menn spiluðu, lifa enn í vitund gamalla manna, enda klassisk og falleg. Þessir menn sem þarna eru á myndunum notuðu ekki þumalfing- ur, líklega arfur frá gömlu tvöföldu harmoníkunni, og með lögg á hljóm- borðsbrún til að láta þumalfingurinn leika í, og enn í dag sé ég eldri hnappa- leikara nota þetta lag. Ég hætti fljótt að fara þessa leið, fann að miklu betra var að hafa hendina frjálsa þó ég nýtti ekki þumalinn. Þökk fyrir blaðið og góðar undir- tektir. Grenivík 30/6 1987 Ingólfur Benediktsson I frásögur færandi að voru margir harmoníkusnill- ingar uppi í byrjun aldarinnar, Stavangermaðurinn Jens Larsen (sjá mynd) lék inná fyrstu hljómplötuna árið 1907. Ári síðar var fyrstu keppn- inni komið á fót fyrir harmoníkuleik- ara í Osló, Folkets hus. Maður að nafni P. Pedersen vann keppnina. Hann var kallaður „Syk- urbakarinn“ eftir sinni súkkulaði kenndu tækni. Greinarkorn þetta er þétt úr norska blaðinu TV-Radio programbladet 45—1987. Þar segir ennfremur að þetta hafi gerst kl. 14.30, en dagsetn- ingu vantar. Maður gæti spurt lesendur Har- moníkunnar? Veist þú hver, hvar og hvenær leikið var fyrst inná hljóm- plötu, og þá kannski sér í lagi har- moníkuplötu? 9

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.