Harmoníkan - 01.02.1988, Blaðsíða 15

Harmoníkan - 01.02.1988, Blaðsíða 15
m Ágúst Pálsson, húsgagnsmiður, síðar arkilekt. Harmonikan hans var ein hin full- komnasta á landinu um þessar mundir, og hann lék nastum eingöngu klassisk verk. með harðan, hvítan, háan og horn- stóran flibba og fínan plushatt á höfði, og leyndi sér ekki að þar fór fulltrúi heimsmenningarinnar úr Her- mundarfellshlaði. Ágúst átti einnig til lítillæti og ein- hverntíma var að hann var staddur á næsta bæ, en þar var til lítil, einföld harmonika, sem kallast mátti barna- leikfang, og á hennar tíu nótur og tvo bassa lék hann eldfjörugan polka, sem mun hafa verið bernskuminning. Þann polka nam ég og lék hann síðan inn á plötu 60 árum síðar og kenndi hann við Ágúst. Ágúst varð ekki lengi búsettur á Fjallabæjum. Hann byggði myndar- lega baðstofu á Hermundarfelli, en hvarf svo til Reykjavíkur eftir ein þrjú ár. Síðan fór hann til Kaupmanna- hafnar og tók próf í húsagerðarlist frá Det kgl. Akademi for de skönne Kunster, og stundaði húsateikningar í Reykjavík eftir það til dauðadags og teiknaði fjölda stórbygginga og hlaut fjölda viðurkenninga. Kunnust þeirra bygginga er máski Neskirkja. Ég kom til hans árið 1931. Þá hafði hann eignast stóra og glæsilega har- moniku í nýtískulegu formi. En tón- listargleði hans var með öllu horfin og hann fékkst til að leika fyrir mig eitt verk, með því skilyrði að ég nefndi slíkt ekki framar. Ég er viss um að hann var jafnoki þeirra bestu sem ég hef heyrt í fjölmiðlum seinni ára. Alveg fram á mín unglingsár bárust myndskreyttir verðlistar útan úr ver- öldinni á hvert heimili og stundum réðust einhverjir ráðleysingjar á að panta eftir þeim. Mér er minnisstæð- ur verðlistinn frá Importören í Kaup- mannahöfn, og mun það fyrirtæki enn í blóma. Þar mátti sjá myndir af einföldum og tvöföldum harmonikum og draumur minn var árum saman ein einföld harmonika, sem kostaði sex krónur og fimmtíu aura. En slíkur sjóður varð aldrei fyrir hendi i mínu efnahagslífi. En lánið var mér oft innanhandar og frændi minni og jafnaldri á Þór- shöfn hafði eignast tvöfalda harmon- iku, semhafði verið vönduð og þokkaleg að upplagi, en lögð til hliðar eftir langa og góða þjónustu. Hann bauð mér hana til kaups og verðið skyldi vera fimm krónur og sá höfuðkostur fylgdi sölunni, að hljóð- færið mátti greiða seint og illa eða aldrei. Það með hafði ég eignast mitt fyrsta hljóðfæri og það var ekki látið ónotað. Þrjú eða fjögur árin eftir fermingu átti ég athvarf hjá föður- bróður mínum, Guðjóni á Sævar- landi. Hann átti þá harmoniku í svip- uðum gæðaflokki og var einstakur harmonikuleikari og sparaði ekki hljóðfærið. Ég reyndi að taka mér tækni hans til fyrirmyndar og lærði öll þau lög, sem hann lék. Það fannst mér mikil viðurkenning þegar ég hafði spilað einn polka, sem var erfiður í meðförum, og Guðjón sagði: „Þetta er nú eina lagið, sem ég skal viðurkenna, að þú spilar betur en ég.“ Krómantiskar harmonikur fóru að koma til sögunnar og bárust meðal annars til Raufarhafnar með Norð- mönnum, sem þar höfðu síldarverk- smiðju og lönduðu þar síld. Þar voru góðir músikantar og léku eftir eyr- anu. Á héraðsmótum í Norður-Þing- eyjarsýslu léku stundum snillingar eins og Marinó og Haraldur og svo komu fram Ormarslónsbræður Jó- hann og Þorsteinn. Þeir komust fljólega upp á að leika eftir nótum. Þorsteinn varð skammlífur, en Jóhann, sem er jafnaldri minn, fædd- ur árið 1911, varð mjög duglegur og fær harmonikuleikari og er það enn í dag. Hann hefur samið danslög og leikið á plötur og kennt harmonikuleik og haldið opinbera tónleika, enda þjóð- kunnur. Árið 1935 seldi hann mér vandaða harmoniku, krómantíska með sænsk- um nótnagripum. Hana átti ég í fjög- ur eða fimm ár og lék fyrir dansi í sveitinni og stundum á Þórshöfn, þegar ekki var völ á öðrum skárri spil- ara. Framhald í næsta blaði. 15

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.