Harmoníkan - 01.05.1988, Blaðsíða 3

Harmoníkan - 01.05.1988, Blaðsíða 3
HARMONIKAN GEFIÐ UT AF TILSTUÐLAN S.Í.H.U. Útgefendur og áb.menn: Hilmar Hjartarson Ásbúð 17, Garðabæ, sími 91-656385 Þorsteinn Þorsteinsson Torfu- felli 17,111 R.vík.sími 91-71673 Gíróreikn. nr. 61090-9. Blaðið kemur út þrisvar á ári. í október, endaðan febrúar og í end- aðan maí. Forsíðumynd efri — sjá unga fólkið og Harmoníkan bls. 6—7. Forsíðumynd neðri — sjá á skemmtifundi F.H.U.R. bls. 22. Auglýsingaverð: 1/1 síða kr. 7200 1/2 síða kr. 4800 1/4 síða kr. 3.000 1/8 siðakr. 1.800 Smáauglýsingar (1,5 dálksenti- metri) kr. 500 + kr. 100 fyrir hvern auka dálksentimetra. PRENTTÆKNI Lesandi góður! Gleðilegt sumar. Nú er vetur úti, og starfsemi harmoníkufélag- anna að leggjast í dvala. Mörg félögin hafa endað starfsemina með tónleikum og dansi, en lítið hefur heyrst af öðrum. Stjórn SÍHU, ákvað fyrir nokkrum árum, að halda lands- mót þriðja hvert ár, en sú ákvörð- un byggðist á því að gefa félögum tækifæri til að ferðast erlendis, eða taka á móti erlendum gestum, án þess að fyrirhugað landsmót setti strik í reikninginn. Koma erlendra gesta hefur þó ekki farið eftir því, hvað okkur hentaði, enda verður það alltaf að vera samkomulag, gesta og gestgjafa á hverjum tíma. Þá hafa ferðir harmoníkuunnenda til útlanda verið litlar, ef frá er talinn lítill hópur úr FHUR, sem fór til Bergen í Noregi, til að spila þar á tónleikum. Þeir i FHUR, eru þó ekki alveg af baki dottnir, því að nokkrir þeirra eru á förum til norður Finnlands, í vikuferð upp- úr miððjum júní. Verða þeir þó komnir aftur til baka það tíman- lega, að þeir ættu að geta verið með í Galtalæk, 1.2. og 3. júlí (sjá á öðrum stað í blaðinu). Þangað viljum við hvetja alla harmoníku- unnendur að koma, og gildir þá einu, í hvaða félagi þeir eru, eða hvort þeir eru yfir höfuð, í ein- hverju harmonikufélagi. Litlar ábendingar höfum við fengið frá lesendum, um efni í blaðinu. Þó var því gaukað að okkur, að það hefði ekki verið skrifað neitt um nýjar har- moníkuplötur. Þar vandast nú málið. í mörgum erlendum har- moníkublöðum er þetta gert. Er þá ákveðinn aðili, sem tekur þetta að sér, og flokkar plöturnar eftir gæðum. Að okkar mati, er það alltaf álitamál, hvaða plötur eru góðar, þar sem smekkur fólks er mismunandi, og ætlum við þvi ekki að hætta okkur út á þá hálu braut. Þó munum við, í framtíð- inni geta þess, ef á markaðinn kemur ný íslensk harmoniku- plata. Ekki höfum við neinar fregnir af harmoníkunni, sem var á for- síðu síðasta tölublaðs. Hallast sumir að því, að „lúðurinn“ hafi verið smíðaður og settur á hér á íslandi, en við erum með fyrir- spurnir erlendis, bæði á norður- löndunum og í Þýskalandi. Enn- þá vonum við, að einhver hirðu- samur hafi forðað henni frá glöt- un, því þetta hefur verið merkis- gripur. Að endingu viljum við biðja alla velunnara, um að hjálpa okk- ur að breiða blaðið enn frekar út. Þeir eru víða harmoníkuunnend- urnir sem ekki hafa séð blaðið, en gætu hugsanlega gerst áskrifend- ur. Fjölgun áskrifenda, og skilvis greiðsla áskriftargjalds, getur hjálpað mikið til, að halda niðri verði blaðsins. Með Harmoníkukveðjum Hilmar Hjartarson. Þorsteinn Þorsteinsson. 3

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.