Harmoníkan - 01.05.1988, Blaðsíða 8
Reynir Jónasson og Sigurður Hallmars-
son
Guttormur Sigfússon og Jóhann Sig-
urðsson formaður F.H.V.E.
Á laugardagskvöldið var svo hátíð-
in sett af Aðalsteini ísfjörð, kynnir og
veislustjóri var Sigurður Friðriksson
Heimamenn, formenn landsfe'laga, heiðursgestur og eiginkonur á heimili Aðalsteins
ísfjörð kvöldið fyrir 10 ára afmæli H.F.Þ.
Harmoníkufélag Þingeyinga
10 ára
Harmoníkufélag Þingeyinga varð
10 ára 4. maí 1988, en hátíða-
höld til að minnast timamótanna fóru
fram í Félagsheimili Húsavíkur 16.
apríl síðastliðinn. Stjórn félagsins
bauð öllum formönnum harmoníku-
félaganna í landinu til samkomunnar,
en eins og gengur gátu ekki allir kom-
ið. Svo óheppilega vildi til að hið
versta vetrarveður skall á nokkrum
dögum áður og gerði kolófært víða
um land. Að sögn Aðalsteins Isfjörð
formanns H.F.Þ., munaði minnstu að
hátíðinni yrði aflýst. Sem betur fór
tóku Þingeyingar rétta ákvörðun um
að láta verða af þessu, úr veðrinu
rættist á síðustu stundu. Einu sinni
var fluginu aflýst frá Reykjavík, og
áhyggjur skutu upp kollinum um
stund. Svo kom kallið, gjörið svo vel
að ganga um borð í flugvélina Nátt-
fara til Húsavíkur. Um leið flugu
áhyggjur brott og tilhlökkunin tók
völdin. Á Reykjavíkurflugvelli komu í
vélina formaður H.R. Karl Jónatans-
son, fulltrúi F.H.U.R. Hilmar Hjart-
arson, formaður Ingimar Einarsson
H.U.V. (á allra síðustu stundu sjá ann-
arsstaðar í blaðinu) og heiðursgestur-
inn Gunnar K. Guðmundsson. Á
Húsavíkurflugvelli tóku félagar úr
H.F.Þ. á móti okkur með Aðalstein ís-
fjörð i fararbroddi. Um kvöldið bauð
Aðalsteinn og kona hans Unnur full-
trúum, formönnum og mökum ásamt
stjórn félags H.F.Þ., til kvöldverðar á
heimili sínu. Þetta var vel til fundið,
því mikið var skrafað og skeggrætt,
ekki síst stuðlaði boðið að auknum
kynnum milli heimamanna og gesta.
Þarna voru komnir formaður H.F.H.
formaður S.Í.H.U. Sigurður Hall-
marsson fór yfir sögu félagsins frá
upphafi til þessa dags, af pappírsrenn-
ing einum löngum mjög. Á tónlistar-
sviðinu komu fram Jón Aðalsteinsson
og Reynir Jónasson sem léku fyrir
matargesti, 16 manna harmoníku-
hljómsveit H.F.Þ., ásamt gítarleikara
lék undir stjórn Jóns Aðalsteinssonar.
Hans kynning var létt og upplífgandi,
lagið „Serenade“ sem stjórnandi
kynnti sem vinsælt lag að syngja und-
ir glugga unnustunnar í Miðjarðar-
hafslöndum, skóp heilnæmt and-
rúmsloft.
Sigurður Hallmarsson og Jón Aðal-
steinsson léku saman nokkur lög, og
síðast en ekki síst var heiðursgestur-
inn Gunnar K. Guðmundsson kynnt-
ur, hann lék fjölda laga og var ákaft
fagnað.
Það vekur alltaf athygli að sjá
Gunnar snúa hljóðfærinu við og leika
með vinstri hendi á hljómborðið, eitt
er víst að engan hefur maður séð leika
slíkt eftir, Reynir Jónasson lék undir
með Gunnari á bassana.
Sér tími var tekinn frá fyrir for-
menn og fulltrúa annarra félaga.
Menn komu fram hver af öðrum og
létu orð falla til afmælisbarnsins,
færðu því gjafir og blóm. Allt var vel
skipulagt og gekk snurðulaust fyrir
sig, á allan hátt til sóma fyrir H.F.Þ. f
lokin var stigin dans fram eftir nóttu
með undirleik heimamanna og hljóm-
sveitar frá Akureyri.
Ég vil fyrir hönd okkar hjóna senda
kveðjur til Þingeyinga með þakklæti
fyrir höfðinglegar móttökur.
H.H.
Guttormur Sigfússon formaður H.F.H., fimmtugur. Á 10 ára afmælis og árshátíð H.F.Þ.
erl7. apríl vargenginn ígarð var veislugestum tilkynnt aðstórafmæli værigengið ígarð
Hérsést Jóhann Sigurðsson form. F.H.U.E., mæla tilafmœlisbarnsins og afhenda gjafir
honum til handa. Sigurður Friðriksson til hægrL
8