Harmoníkan - 01.05.1988, Blaðsíða 19

Harmoníkan - 01.05.1988, Blaðsíða 19
Frá Danmörku Danska harmoníkusambandið D.H.L. hélt nýlega upp á 10 ára afmæli sitt þann 19. mars s.l. kl. 16, og naut hátíðin verndar Henriks prins af Danmörku. Hátíðin var haldin í Odd- fellow-höllinni Kaupmannahöfn, en húsið er í alla staði hið glæsilegasta og skreytt fögrum tréskurði. í anddyrinu var ég stöðvaður af TV 3, en það er sjónvarpsstöð fyrir þrjú norðurlandanna. Ég var spurður m.a. hversvegna ég væri þarna? Ég svaraði, m.a til að að taka þátt í þessu stórkost- lega „programmi“ og eins sem fulltrúi íslands, fyrir hönd blaðsins. Allt sem fram fór, var í einu orði sagt, stórkost- legt og vil ég sérstaklega minnast á Eric Bouvelle frá Frakklandi, aðeins 16 ára. Annað eins leikið á harmon- íku, hef ég aldrei heyrt eða séð, og hefði ég gjarnan farið þessa ferð, til tækninni, þó að hún hefði gjarnan mátt vera betri. Ég hafði aldrei hugs- að mér að ég hlyti fé eða frama af þessari útgáfu, enda kom hvorugt til sögunnar. En Svafari er ég þakklátur fyrir góð og vinsamleg samskipti. Hann sagði mér að salan hefði gengið betur en hann hefði þorað að vona. Platan mæltist vel fyrir af hálfu þeirra sem ég talaði við, og þeirra, sem á hana minntust í blöðum. Einhver taldi dálitið sérstætt fyrir- bæri að einn og sami maður gæfi út bæði plötu og bók á sama árinu. Vera má að ég hafi orðið óþarflega fjölorður um fornar venjur og önnur hljóðfæri en harmonikuna, og hafi ekki veitt henni eins veglegan sess og hún verðskuldar. Ekki var það ætlun mín, og persónulega finnst mér að hlutur hennar í danshljómsveitum sé nú gerður óverulegri en hún verð- skuldar og harmonikuleikurinn kæfður með óhemjulegri blásturstón- list og trommubarsmíð og stundum jafnvel hálfgerðu öskurapaspangóli. Litla tvöfalda harmonikan má nú heita úr sögunni, en vera má að hún hafi forðum gengt mikilsverðu hlut- verki og átt þátt í að koma á fleiri trú- lofunum og hjónaböndum en nokk- urt annað hljóðfæri hérlendis. Og margt aldrað fólk lifnar og endurvekur lífsgleði liðinna ára ef hún er handleikin forsvaranlega með tækni á forna vísu. þess eingöngu að upplifa það, en með honum léku mjög góðir franskir tón- listarmenn, sem komu með honum. Yngsti harmoníkuleikarinn sem kom fram á hátíðinni, var aðeins 5 ára, og var hann borinn inn á sviðið í harmoníkutösku. Efnisskráin var afar fjölbreytt, allt frá Mozart til Evert Taube. Lög eftir Evert Taube, fluttu þau Gia og Filip Gade, en þau eru barnabörn tón- skáldsins, Jakobs Gade, en hann samdi m.a. hinn heimsfræga Tango Jalousi. Jeanette Dyremose stofnandi D.H.L. Lille Palle Andersen kom þarna einnig fram, en hann hefur verið mik- ið í sjónvarpinu undanfarið. Mjög há- tíðlegt var að sjá fleiri hundruð harmoníkuleikara, klædda mislitum fatnaði, leika alla saman í lokin, en tónleikamir fóru hálfa aðra klukku- stund fram úr áætlun. Um kl. 21, var gengið inn í annan stóran sal, eftir að hafa skálað á undan. Það fyrsta sem blasti við manni þar, var stærðar Effel turn, sem var komið fyrir upp á sviði og fallega skreyttur salurinn. í ræðu minni skilaði ég kveðju frá íslandi, og bað alla viðstadda að skála fyrir Lille Palle sem hafði lagt á sig mikla vinnu, til þess að allt mætti ganga vel. Lille Palle stóð þá upp, og bað alla að skála fyrir íslandi, sem var gert, og hrópað þrefalt húrra. HermóðurB. A Ifreðsson formaðurþriðja klubbsins, ásamt einum snjallasta har- moníkuleikara dana Annette Leffler. Maturinn var mjög góður, og nóg af víni var látið fylgja með í mismun- andi glösum. í lokin fengu allir köku, sem var útbúin sem lítil harmoníka, ásamt mokkakaffi. Á eftir matinn var gengið inn í enn einn salinn og stiginn dans. Hér léku mjög góðar hljómsveitir til skiptis, og að sjálfsögðu, Eric Bouvelle ásamt félögum, en það var ekki síður stór- fenglegt en á tónleikunum. Ég fékk tækifæri til að dansa við Jeanette Dyramose, en hún átti nýlega 40 ára afmæli. Hún stjórnar hinni frægu dönsku kvenna-harmoníkuhljóm- sveit, og það var einnig hún sem vann að stofnun D.H.L. — Danska harm- oníku landssambandsins, Danske Harmonikaspilleres Landsforbund. Auðvitað dansaði ég líka við vin- konu mína Annette Löffler, en hún er heimsþekktur einleikari á harmoníku. Hér er mikið að gerast í harmon- íkumálum, og vil ég aftur minna á stærsta mótið hér í sumar sem verður í 30. viku, eða 29. 30. og 31. júli, en það er haldið skammt frá mér. Reiknað er með að um 700 harmoníkuleikarar komi þar fram, og í sumar er búist við þátttöku frá Fær- eyjum í fyrsta sinn. Ég verð i fríi þessa daga, og ef ein- hverjir frá Islandi hafa áhuga á að fá nánari upplýsingar og koma á mótið, þá mun ég veita alla þá aðstoð sem ég get. Harmoníkukveðjur Hermóður B. Alfreðsson Skibsbyvej 82 9800 Hjörring Danmörku. 15

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.