Harmoníkan - 01.05.1988, Blaðsíða 27
NÝ HARMONÍKUPLATA
LEIKIÐ
TVEIM SKJÖLDUM
12 harmoníkulög
þar af 6 íslensk
leikin af Reyni Jónassyni
SENDI í PÓSTKRÖFU
Útgefandi
Reynir Jónasson — Sími 91-25891
Grænland
Næsti nágranni okkar landfræði-
lega séð er Grænland, þangað má
jafnvel sjá í góðu skyggni af hæstu
fjöllum á vestfjörðum. það er kannski
algengara að landið sjáist í hyllingum,
að sögn manna en að hitta að máli
sjálfa íbúa landsins er hreint ekki dag-
legt brauð. Hvað skyldi vera að gerast
þar á tónlistasviðinu, t.d. harmoníku-
leik, eru þar margir harmoníkuunn-
endur? Undanfarið höfum við reynt
að ná sambandi við einhvern slíkan
þar, en án árangurs. Danska sendiráð-
ið gaf upp einn möguleika sem reynd-
ist haldlaus, þeir vissu einfaldlega
ekkert. Þó nokkuð samband og sam-
vinna er á milli íslands og Grænlands,
m.a. fastar flugferðir. Sinfoníuhljóm-
sveit íslands fór í tónleikaferð til
Grænlands 1987, og tókst hún að sögn
afbragðsvel. Ég hitti Árna Elfar
píanóleikara og listamann með meiru,
hann er í sinfóníunni og var með í
grænlandsferðinni. Hann sagði mjög
áhugavert að koma þarna og óvenju-
legt. Á tískusýningu sem grænlend-
ingar stóðu að, komu fram gitar og
harmonikuleikari, innfæddir sem
voru undirleikarar sýningarinnar, lið-
tækir menn. Árni tók upp teiknibók-
ina og festi þá félaga á blað, eins og
þið getið virt fyrir ykkur hér. Vonandi
getum við síðar náð víðfeðmari heim-
ildum um hvað grænlendingar eru að
gera í þessum efnum.
Bestu þakkir til Árna Elfar fyrir að
kveikja fyrsta neistann til blaðsins
„Harmoníkan“ frá Grænlandi.