Harmoníkan - 01.05.1988, Page 5

Harmoníkan - 01.05.1988, Page 5
Merkileg harmoníka Hér kemur harmoníka sem teljast verður athygliverð. Um aldur hennar er ekki nákvæm- lega vitað, en Saxe Gárd nokkur frá Fredrikstad í Noregi eignast hana 1928 og á hana alla sína lífstíð. Næsti eigandi er bróðir hans Hákon Saxe- gárd, eða þar til í fyrra að hún kemur hingað til lands. Það er vitað að hljóð- færið er afar lítið notað, en geymslu- staður í það minnsta síðastliðin 20 ár getur ekki hafa talist sá besti fyrir har- moníku, uppi á háalofti þar sem hita- stig og raki breyttist jafnt og úti. Hún þarfnast að sjálfsögðu við- gerðar, en hve mikið liggur ekki ljóst fyrir. Er ítölsk af tegundinni H.B. 120 bassa. Rúmlega fjórar og hálf áttund, og hefur 2 skiptingar í hljómborði, þeim er komið fyrir þar, rétt innan við innstu hnapparöðina, skipting fyrir bassa er einskonar sleði, sem dreginn er til og frá. Hæð hljóðfærisins er óvenju mikil, alls 53 cm. Litur hvítur, og lögð skel- plötum, mikið og fagurlega skreytt. Hlíf og nótnaborð er krómað. Eig- andi — Bragi Hlíðberg, frá 1987. Hittumst í sumar 1. 2. og 3. júM Undanfarin sumur hafa nokkrir félagar úr FHUR, hópað sig saman og farið helgarferð með tjald, svenpoka og harmoníku. Þetta hefur orðið án þess að um skipulagða ferð væri að ræða, og án þess að nokkur sérstakur ákvæði stað og stund. Fólk einfaldlega hringdi sig saman til að láta hvert annað vita, síð- an var lagt af stað, hver á sínum bíl. Eins og gengur, þá hefur veðrið verið misjafnt, en ferðirnar alltaf ánægju- legar. Þegar fólk hefur svo rætt um þær, sín á milli á eftir, hefur það kom- ið í ljós, að margir hefðu viljað vera með, sem ekki voru látnir vita. Nú er ætlunin að koma saman í Galtalækjarskógi, helgina 1. 2. og 3. júlí, og eiga saman góðar stundir. All- ir harmoníkuunnendur eru velkomnir í hópinn, hvort sem þeir eru í ein- hverju félagi eða ekki. Engin skipu- lögð dagskrá verður, aðeins komið saman og notið samverunnar, en um- fram allt, að taka með sér góða skap- ið. Við skulum safnast saman föstu- dagskvöldið 1. júli og hafa samband við landvörð, en hann á von á okkur og mun visa okkur á ákveðinn stað sem okkur hefur verið úthlutað. Umfram allt, sýnum góða um- gengni og prúðmannlega framkomu. 5

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.