Harmoníkan - 01.05.1988, Blaðsíða 21

Harmoníkan - 01.05.1988, Blaðsíða 21
fram, það fór í athugun baksviðs. Eft- ir nokkra stund var komið aftur og okkur sagt þetta vera í lagi að tónleik- unum Ioknum, en örstutt. Þorsteinn var sá eini með myndavél, og var þar með orðinn ljósmyndari fyrir tvö har- moníkublöð. Við biðum heillengi eft- ir að skemmtuninni lauk, til hliðar við sviðið, næstum berrassaðar dans- meyjar svifu hjá svo nærstaddur karl- peningur nasaði út í loftið eins og hrútar um fengitimann. Þá birtist hann brosandi í grænni duggarapeysu upp í háls, lágvaxinn en knarreistur, andlitið innrammað af snjó- hvítu skeggi sem sameinaðist hárinu aftan til á höfðinu, andlitið rauðleitt. Yfirskeggið setti mikinn svip á nátt- úrusmíðina, með því að sameinast hökuskegginu. Sivuka er listamannsnafn, hann heitir Sevrino Deas Oliveira og er frá Brasilíu, búsettur í Ríó, varð 58 ára í mai ’88. — Blaðamenn harmoníku- blaðs frá íslandi, „óvenjulegt“, ég hef oft hugsað um ísland og langar að koma þangað sagði kappinn. — Heil- mikið verið i Danmörku, Noregi, Sví- þjóð og víðar um Evrópu, en ekki á ís- landi, kann vel að meta evrópska músík. Hvað getur þú sagt okkur um tón- listarferil þinn? — í fljótu bragði get ég sagt að áður fyrr var ég undirleikari Harry Belefonte, lék bakvið tjöldin. Var einu sinni undirleikari suður- afrísku sönkonunnar Miriam Makeba. Nú til dags ferðumst við mikið um til tónleikahalds vítt og breitt. Því miður gat viðtalið ekki orðið lengra því hann var minntur á að beð- ið væri eftir honum, bið að heilsa ís- lendingum sagði hann að lokum. H.H. Sœnski kynnirinn og söngkonan Silvia og sjálfur meistari Sivuca sem „dúllar“ og leikur með tilfinningu. Sivuka tónleikar í Osló Aheimleið frá Svíþjóð, gistum við Þorsteinn eina nótt i Osló, á hótel Munk. Við vorum ákveðnir í að taka kvöldinu með stillingu því kveiktum við á sjónvarpinu eftir að við höfðum komið okkur fyrir. Dag- skráin var ekki hafin, því var aðeins klukka á skerminum, „en“ dillandi harmoníkumúsik glumdi úr tækinu, i texta neðst stóð: Sigmund Dehli og Torader Haugen leika. Við lögðum kollhúfur eins og hross af þessari tilviljun, en tókum henni á þann veg að um ábendingu væri að ræða, mundum eiga að hringja í Sig- mund, hann býr í útjaðri Osló. Snill- ingurinn varð mjög undrandi yfir óvæntri nánd okkar, sagði það reynd- ar undra tilviljun, gætum ekki hafa komið á betri tíma, hann væri að fara á tónleika um kvöldið með brasilíska harmoníkuleikaranum Sivuka, við kæmum með það væri ekki spurning. Úr þessu varð, við mættum á tón- leikana á réttum tíma, þá hafði enn bæst í hópinn, Harald Henschien hann er útgefandi ásamt Sigmund að norska harmoníkublaðinu „Trekk- spilleren“, hefur nú verið gefið nýtt nafn og heitir „Titanobladet“. Hljóm- leikamir voru i Osló Kabarett, nokk- urskonar Broadway þeirra Oslóbúa. Samkoman var litrík í orðsins fyllstu merkingu, hljómsveitin var skipuð úr- vals hljóðfæraleikurum, á gítar, saxo- fón, flygil og el.bassa, söngkonu frá Svíþjóð (Silvia), berleggjuðum dans- meyjum, fjöllistamönnum frá Brasi- líu ásamt Sivuka harmoníkuleikara. Það sérstaka við Sivuka er að þegar hann leikur á nikkuna, „dúllar“ hann með í hljóðnemann svo fáheyrt verður áheyrnar. Á efnisskrá var tónlist í brasilískum stíl, leikið af mikilli snilld, og greinilega ekki feilnótur á dagskrá. Sivuka hefur eigin fingra- setningu, að sögn er hann sagður spara mjög þumalfingur hægri hand- ar að auki. Við ákváðum að nota tækifærið ef mögulegt væri, var unnt að fá viðtal? Okkur tókst loks að ná sambandi við ráðamann eftir feikna brölt gegnum gengilbeinu á staðnum. Ef þið getið sannað að um blaðamenn harmoníkublaða sé að ræða er allt í besta lagi. Enginn var með passa, þess í stað þreif ég úr jakkalafi mínu barm- merki (blaðsins Harmoníkan) og rétti Uppstilling að loknu viðtali 17

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.