Harmoníkan - 01.05.1988, Blaðsíða 12
Hörður Hákonarson
Hörður Hákonarson er höfundur
lagsins Sjómannapolka sem
hlaut þriðju verðlaun i gömludansa-
keppni Hótels Borgar, sem haldin var
á nýliðnum vetri. Til þess að vita eitt-
hvað nánar um Hörð, þá skulum við
láta hann sjálfan segja frá.
Ég er fæddur í Reykjavík. Foreldrar
mínir voru Hákon Jónsson, ættaður
úr Reykhólasveitinni og Sigurborg
Karlsdóttir ættuð úr Strandasýslu. Ég
er ljósmyndari að atvinnu. Konan mín
er Þórdís Sveinsdóttir, ættuð úr
Skaftafellssýslu, og eigum við tvo
syni.
Þegar ég var 15 ára, vildi ég ólmur
fá mér mótorhjól, en það var ekki við
það komandi, ég gæti drepið mig á
því. Þetta var á þeim tíma, þegar
fyrstu skellinöðrurnar voru að koma
til landsins.
Jæja, fyrst ég mátti ekki kaupa
mótorhjól, vildi ég fá mér harmoníku.
Jú, jú það var allt í lagi, ég gæti
varla drepið mig á henni. Ég hringdi
þvi í Karl Jónatansson, keypti af
honum harmoníku og byrjaði i tíma
þá nýorðinn 16 ára. Ég hafði aldrei átt
hljóðfæri áður, en pabbi átti munn-
hörpu eða réttara sagt munnhörpur af
ýmsum gerðum, því hann var þó
nokkuð góður munnhörpuleikari.
Við erum 9 systkinin og alltaf á jól-
unum var gengið í kringum jólatréð
og pabbi spilaði á munnhörpuna.
Móðir mín lærði á orgel úti í Flatey á
Breiðafirði, hjá ömmu Atla Heimis,
en orgelið hennar sá ég aldrei, því að
hún varð að selja það, þegar þau hófu
húsbyggingu.
Ég fékk strax mikinn áhuga á har-
moníkunni, þegar ég var byrjaður í
tíma hjá Karli. Mig minnir, að ég hafi
verið tvo vetur hjá honum. Á þessum
tíma fékk Karl til sín þýskan kennara,
Georg Kulp, sem var fagottleikari hjá
sinfóníunni. Ég man vel eftir fyrsta
tímanum hjá honum. Ég var þá að
æfa marsúrka, Gleðihopp. Hann spyr
mig, hvað ég hafi verið að æfa. Ég sýni
honum það og hann setur á sig har-
moníkuna og spilar lagið yfir eins og
að drekka vatn, en hafði aldrei séð
það áður. Það var alveg sama, hvað
var sett fyrir hann, hann las allt beint
af blaði í fyrsta sinn, enda líka sin-
fóníumaður. Með okkur tókst góður
kunningsskapur og var hann meira og
minna heimagangur á heimili mínu,
meðan hann dvaldist hér á landi.
Emil Adolfsson var einnig nemandi
hans, og bauð Georg okkur með sér til
Þýskalands eitt sumarið og var það
virkilega gaman.
Árið 1962, eða eitthvað í kringum
það, var haldið námskeið í tónfræði á
vegum Félags íslenskra dægurlaga-
höfunda í Breiðfirðingabúð. Var dr.
Hallgrímur Helgason fenginn til að
kenna, en eitthvað var þetta stuttur
timi, að mig minnir. Við Ásbjörn Ó.
Jónsson heitinn, tókum okkur þá til
og fórum í einkatíma til dr. Hallgríms,
en hann bjó þá í Garðastrætinu. Við
vorum alltaf samferða í tíma og ein-
hverju sinni er við vorum að koma í
tíma, hafði stigagangurinn verið bón-
aður, svona heldur í meira lagi. Það
var motta fyrir framan dyrnar hjá
Hallgrími. Ásbjörn hringir dyrabjöll-
unni, stígur um leið á mottuna og
skellur kylliflatur, en í því opnar Hall-
grímur og bregður nú heldur en ekki
í brún. Ásbjörn var nú fljótur á fætur,
enda kattliðugur, en Hallgrímur kall-
aði í Valgerði konu sína og bað hana
að henda fjandans mottunni hið snar-
asta út í öskutunnu.
Tímarnir hjá Hallgrími voru mjög
ánægjulegir, enda maðurinn sérlega
skemmtilegur og mikill húmoristi. Því
miður vorum við bara þennan eina
vetur hjá honum, svo að kunnáttan er
ekki upp á marga fiska. Ég snerti varla
harmoníku í mörg ár, því að nikkan
sem ég átti, var frekar léleg og áhug-
inn því lítill. Fyrir u.þ.b. fjórum árum
keypti ég mér aðra, reyndar notaða,
en mjög góða harmoníku, og fór þá
áhuginn að glæðast á ný.
Hvað lagasmíði varðar, þá hef ég
svo sem ekki samið mörg lög, aðeins
gert þetta að gamni mínu, þegar efnt
hefur verið til danslagakeppni. Mér
finnst lofsvert framtak hjá Hótel Borg
að halda þessa keppni. Ég hef áður
tekið þátt í danslagakeppni hjá S.K.T.
og Félagi ísl dægurlagahöfunda, man
ekki hvaða ár. Fékk þá þriðju verð-
laun fyrir Gunnuræl og önnur verð-
laun fyrir Dansgleði, við texta Núma
Þorbergs, en það er polki.
Eins og ég sagði áðan, hef ég sett
saman nokkur lög að gamni mínu,
þegar eitthvað hefur staðið til. Annars
lít ég ekki á mig sem lagasmið og hef
engan áhuga á að semja fyrir skúff-
una.
Ég undirrit/aður/uð óska eftir að gerast áskrifandi af tímaritinu
HARMONÍKAN. Vinsamlegast sendið mér blaðiö
frá upphafi ( )
eftirtalin tölublöð____________________________
frá og meö næsta blaði
Nafn...............................................................
Heimili............................................................
Póstnúmer..........................................................
Póstdreifingarstöð.................................................
12